Innlent

Skallaði lögreglumann við fangamóttökuna

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lögreglustöðin við Hverfisgötu.
Lögreglustöðin við Hverfisgötu. Vísir/GVA
Héraðssaksóknari hefur ákært mann á þrítugsaldri fyrir brot gegn valdstjórninni en maðurinn er ákærður fyrir að hafa ráðist á lögreglumann við afgreiðsluborð fangamóttöku lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu í maí í fyrra.

Samkvæmt ákæru skallaði maðurinn lögregluþjóninn þungu höggi í andlitið með þeim afleiðingum að sá síðarnefndi vankaðist og fékk roða og bólgu í andlit.

Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir hádegi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×