Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, en hann segist hafa byrjað íhuga að draga framboð sitt til endurkjörs til baka í síðustu viku þegar könnun Fréttablaðsins sýndi Guðna Th. Jóhannesson með þrjátíu og átta prósenta fylgi.

Ólafur segir að Panamaskjölin hafi ekki haft áhrif á ákvörðunina. Í kvöldfréttum verður einnig rætt við þau Guðna Th., Höllu Tómasdóttur og Andra Snæ Magnason í beinni útsendingu.

Í fréttatímanum sýnum við nýjar myndir frá Fort McMurray í Kanada þar sem slökkviliðsmenn berjast við gríðarmikla skógarelda og kynnumst ástríku tilhugalífi dúfna sem ræktaðar eru í Flóanum.

Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30, á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×