Innlent

Ríða um miðborgina í dag

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Vísir/Stefán
Landssamband hestamannafélaga mun standa að skrúðreið um miðborg Reykjavíkur í dag. Tilefnið er hátíðarhelgi íslenska hestsins sem stendur yfir frá 30. apríl til 1. maí.

Hátíðardagskrá hefst klukkan 13 en að lokinni ræðu borgarstjóra og kórsöng, leggur skrúðreiðin af stað frá

Hallgrímskirkju niður Skólavörðustíg og fer um Bankastræti, Austurstræti, Pósthússtræti, Vonarstræti og á Austurvöll.

Þar mun kórtaka á móti hestum og knöpum. Þar gefst fólki tækifæri á að klappa hestunum og spjalla við knapana.

Dagur íslenska hestsins er haldinn hátíðlegur þann 1. maí um heim allan og eru eigendur íslenska hestins hvattir til að gera sér glaðan dag með gestum og gangandi, bjóða í heimsókn í hesthús eða í útreiðartúr. Markmiðið er að sögn skipuleggjenda að kynna hestinn og hestamennsku fyrir almenningi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×