Alfreð og Aron til Kölnar fimmta árið í röð en í fyrsta sinn sem mótherjar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. maí 2016 10:00 Aron og Alfreð unnu Meistaradeildina saman í tvígang. vísir/getty Alfreð Gíslason og Aron Pálmarsson hafa verið fastagestir á Final Four helginni í Meistaradeild Evrópu handbolta undanfarin ár og það verður engin breytingar á því í ár. Í gær tryggðu bæði Kiel og Veszprém sér farseðilinn til Kölnar þar sem úrslitahelgi Meistaradeildarinnar hefur farið fram frá árinu 2010. Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel komust áfram þrátt fyrir þriggja marka tap, 33-30, fyrir Barcelona í seinni leiknum á útivelli. Kiel vann fyrri leikinn 29-24 og einvígið samanlagt 59-57.Aron og félagar í Veszprém gerðu 30-30 jafntefli við Vardar í gær eftir að hafa unnið fyrri leikinn í Makedóníu 26-29. Alfreð og Aron verða því á sínum stað í Köln síðustu helgina í maí en öfugt við síðustu fjögur ár verða þeir mótherjar en ekki samherjar í ár. Alfreð fékk Aron til Kiel sumarið 2009 og strax á þeirra fyrsta tímabili saman varð Kiel Evrópumeistari eftir tveggja marka sigur, 36-34, á Barcelona í úrslitaleik í Lanxess Arena í Köln. Tímabilið 2009-10 var það fyrsta með Final Four fyrirkomulaginu í Meistaradeildinni en áður voru leiknir tveir úrslitaleikir, heima og að heiman. Árið eftir hefndu Börsungar fyrir tapið í úrslitaleiknum og slógu Kiel úr leik í 8-liða úrslitunum. Vorið 2012 fóru lærisveinar Alfreðs hins vegar alla leið og urðu Evrópumeistarar í annað skiptið á þremur árum eftir sigur á Atlético Madrid í úrslitaleiknum, 26-21. Aron skoraði þrjú mörk í leiknum. Alfreð og Aron komust einnig til Kölnar 2013, 2014 og 2015 en tókst ekki að bæta þriðja Evrópumeistaratitlinum í safnið. Kiel komst í úrslitaleikinn 2014 þar sem liðið tapaði 30-28 fyrir Flensburg. Aron spilaði frábærlega í leikjunum tveimur í Köln og var valinn besti leikmaður Final Four helgarinnar það árið. Leiðir Alfreðs og Arons skildu svo í sumar þegar sá síðarnefndi gekk til liðs við ungverska stórliðið Veszprém. Kiel og Veszprém mættust tvisvar í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í ár og gætu mæst í þriðja skiptið í Köln eftir mánuð. Pólska meistararaliðið Kielce er einnig komið áfram í undanúrslitin og það ræðst síðar í dag hvort fjórða liðið verður Paris-Saint Germain eða Zagreb.Alfreð og Aron í Final Four frá 2012: 2012:Kiel verður meistari eftir 26-21 sigur á Atlético Madrid í úrslitaleik.2013:Kiel endar í 4. sæti eftir töp fyrir Hamburg og Kielce.2014:Kiel endar í 2. sæti eftir tap fyrir Flensburg í úrslitaleik.2015:Kiel endar í 4. sæti eftir töp fyrir Veszprém og Kielce.2016:Kiel og Veszprém eru bæði komin í undanúrslit. Handbolti Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Sjá meira
Alfreð Gíslason og Aron Pálmarsson hafa verið fastagestir á Final Four helginni í Meistaradeild Evrópu handbolta undanfarin ár og það verður engin breytingar á því í ár. Í gær tryggðu bæði Kiel og Veszprém sér farseðilinn til Kölnar þar sem úrslitahelgi Meistaradeildarinnar hefur farið fram frá árinu 2010. Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel komust áfram þrátt fyrir þriggja marka tap, 33-30, fyrir Barcelona í seinni leiknum á útivelli. Kiel vann fyrri leikinn 29-24 og einvígið samanlagt 59-57.Aron og félagar í Veszprém gerðu 30-30 jafntefli við Vardar í gær eftir að hafa unnið fyrri leikinn í Makedóníu 26-29. Alfreð og Aron verða því á sínum stað í Köln síðustu helgina í maí en öfugt við síðustu fjögur ár verða þeir mótherjar en ekki samherjar í ár. Alfreð fékk Aron til Kiel sumarið 2009 og strax á þeirra fyrsta tímabili saman varð Kiel Evrópumeistari eftir tveggja marka sigur, 36-34, á Barcelona í úrslitaleik í Lanxess Arena í Köln. Tímabilið 2009-10 var það fyrsta með Final Four fyrirkomulaginu í Meistaradeildinni en áður voru leiknir tveir úrslitaleikir, heima og að heiman. Árið eftir hefndu Börsungar fyrir tapið í úrslitaleiknum og slógu Kiel úr leik í 8-liða úrslitunum. Vorið 2012 fóru lærisveinar Alfreðs hins vegar alla leið og urðu Evrópumeistarar í annað skiptið á þremur árum eftir sigur á Atlético Madrid í úrslitaleiknum, 26-21. Aron skoraði þrjú mörk í leiknum. Alfreð og Aron komust einnig til Kölnar 2013, 2014 og 2015 en tókst ekki að bæta þriðja Evrópumeistaratitlinum í safnið. Kiel komst í úrslitaleikinn 2014 þar sem liðið tapaði 30-28 fyrir Flensburg. Aron spilaði frábærlega í leikjunum tveimur í Köln og var valinn besti leikmaður Final Four helgarinnar það árið. Leiðir Alfreðs og Arons skildu svo í sumar þegar sá síðarnefndi gekk til liðs við ungverska stórliðið Veszprém. Kiel og Veszprém mættust tvisvar í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í ár og gætu mæst í þriðja skiptið í Köln eftir mánuð. Pólska meistararaliðið Kielce er einnig komið áfram í undanúrslitin og það ræðst síðar í dag hvort fjórða liðið verður Paris-Saint Germain eða Zagreb.Alfreð og Aron í Final Four frá 2012: 2012:Kiel verður meistari eftir 26-21 sigur á Atlético Madrid í úrslitaleik.2013:Kiel endar í 4. sæti eftir töp fyrir Hamburg og Kielce.2014:Kiel endar í 2. sæti eftir tap fyrir Flensburg í úrslitaleik.2015:Kiel endar í 4. sæti eftir töp fyrir Veszprém og Kielce.2016:Kiel og Veszprém eru bæði komin í undanúrslit.
Handbolti Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Sjá meira