Alfreð og Aron til Kölnar fimmta árið í röð en í fyrsta sinn sem mótherjar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. maí 2016 10:00 Aron og Alfreð unnu Meistaradeildina saman í tvígang. vísir/getty Alfreð Gíslason og Aron Pálmarsson hafa verið fastagestir á Final Four helginni í Meistaradeild Evrópu handbolta undanfarin ár og það verður engin breytingar á því í ár. Í gær tryggðu bæði Kiel og Veszprém sér farseðilinn til Kölnar þar sem úrslitahelgi Meistaradeildarinnar hefur farið fram frá árinu 2010. Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel komust áfram þrátt fyrir þriggja marka tap, 33-30, fyrir Barcelona í seinni leiknum á útivelli. Kiel vann fyrri leikinn 29-24 og einvígið samanlagt 59-57.Aron og félagar í Veszprém gerðu 30-30 jafntefli við Vardar í gær eftir að hafa unnið fyrri leikinn í Makedóníu 26-29. Alfreð og Aron verða því á sínum stað í Köln síðustu helgina í maí en öfugt við síðustu fjögur ár verða þeir mótherjar en ekki samherjar í ár. Alfreð fékk Aron til Kiel sumarið 2009 og strax á þeirra fyrsta tímabili saman varð Kiel Evrópumeistari eftir tveggja marka sigur, 36-34, á Barcelona í úrslitaleik í Lanxess Arena í Köln. Tímabilið 2009-10 var það fyrsta með Final Four fyrirkomulaginu í Meistaradeildinni en áður voru leiknir tveir úrslitaleikir, heima og að heiman. Árið eftir hefndu Börsungar fyrir tapið í úrslitaleiknum og slógu Kiel úr leik í 8-liða úrslitunum. Vorið 2012 fóru lærisveinar Alfreðs hins vegar alla leið og urðu Evrópumeistarar í annað skiptið á þremur árum eftir sigur á Atlético Madrid í úrslitaleiknum, 26-21. Aron skoraði þrjú mörk í leiknum. Alfreð og Aron komust einnig til Kölnar 2013, 2014 og 2015 en tókst ekki að bæta þriðja Evrópumeistaratitlinum í safnið. Kiel komst í úrslitaleikinn 2014 þar sem liðið tapaði 30-28 fyrir Flensburg. Aron spilaði frábærlega í leikjunum tveimur í Köln og var valinn besti leikmaður Final Four helgarinnar það árið. Leiðir Alfreðs og Arons skildu svo í sumar þegar sá síðarnefndi gekk til liðs við ungverska stórliðið Veszprém. Kiel og Veszprém mættust tvisvar í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í ár og gætu mæst í þriðja skiptið í Köln eftir mánuð. Pólska meistararaliðið Kielce er einnig komið áfram í undanúrslitin og það ræðst síðar í dag hvort fjórða liðið verður Paris-Saint Germain eða Zagreb.Alfreð og Aron í Final Four frá 2012: 2012:Kiel verður meistari eftir 26-21 sigur á Atlético Madrid í úrslitaleik.2013:Kiel endar í 4. sæti eftir töp fyrir Hamburg og Kielce.2014:Kiel endar í 2. sæti eftir tap fyrir Flensburg í úrslitaleik.2015:Kiel endar í 4. sæti eftir töp fyrir Veszprém og Kielce.2016:Kiel og Veszprém eru bæði komin í undanúrslit. Handbolti Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Alfreð Gíslason og Aron Pálmarsson hafa verið fastagestir á Final Four helginni í Meistaradeild Evrópu handbolta undanfarin ár og það verður engin breytingar á því í ár. Í gær tryggðu bæði Kiel og Veszprém sér farseðilinn til Kölnar þar sem úrslitahelgi Meistaradeildarinnar hefur farið fram frá árinu 2010. Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel komust áfram þrátt fyrir þriggja marka tap, 33-30, fyrir Barcelona í seinni leiknum á útivelli. Kiel vann fyrri leikinn 29-24 og einvígið samanlagt 59-57.Aron og félagar í Veszprém gerðu 30-30 jafntefli við Vardar í gær eftir að hafa unnið fyrri leikinn í Makedóníu 26-29. Alfreð og Aron verða því á sínum stað í Köln síðustu helgina í maí en öfugt við síðustu fjögur ár verða þeir mótherjar en ekki samherjar í ár. Alfreð fékk Aron til Kiel sumarið 2009 og strax á þeirra fyrsta tímabili saman varð Kiel Evrópumeistari eftir tveggja marka sigur, 36-34, á Barcelona í úrslitaleik í Lanxess Arena í Köln. Tímabilið 2009-10 var það fyrsta með Final Four fyrirkomulaginu í Meistaradeildinni en áður voru leiknir tveir úrslitaleikir, heima og að heiman. Árið eftir hefndu Börsungar fyrir tapið í úrslitaleiknum og slógu Kiel úr leik í 8-liða úrslitunum. Vorið 2012 fóru lærisveinar Alfreðs hins vegar alla leið og urðu Evrópumeistarar í annað skiptið á þremur árum eftir sigur á Atlético Madrid í úrslitaleiknum, 26-21. Aron skoraði þrjú mörk í leiknum. Alfreð og Aron komust einnig til Kölnar 2013, 2014 og 2015 en tókst ekki að bæta þriðja Evrópumeistaratitlinum í safnið. Kiel komst í úrslitaleikinn 2014 þar sem liðið tapaði 30-28 fyrir Flensburg. Aron spilaði frábærlega í leikjunum tveimur í Köln og var valinn besti leikmaður Final Four helgarinnar það árið. Leiðir Alfreðs og Arons skildu svo í sumar þegar sá síðarnefndi gekk til liðs við ungverska stórliðið Veszprém. Kiel og Veszprém mættust tvisvar í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í ár og gætu mæst í þriðja skiptið í Köln eftir mánuð. Pólska meistararaliðið Kielce er einnig komið áfram í undanúrslitin og það ræðst síðar í dag hvort fjórða liðið verður Paris-Saint Germain eða Zagreb.Alfreð og Aron í Final Four frá 2012: 2012:Kiel verður meistari eftir 26-21 sigur á Atlético Madrid í úrslitaleik.2013:Kiel endar í 4. sæti eftir töp fyrir Hamburg og Kielce.2014:Kiel endar í 2. sæti eftir tap fyrir Flensburg í úrslitaleik.2015:Kiel endar í 4. sæti eftir töp fyrir Veszprém og Kielce.2016:Kiel og Veszprém eru bæði komin í undanúrslit.
Handbolti Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni