Segir hjólreiðamenn hornreka á götum og stígum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. apríl 2016 07:00 "Einu sinni þekkti ég alla á racer og í spandexi. Nú er þetta orðinn svo mikill fjöldi," segir Albert en ýmsar hjólreiðakeppnir eiga vinsældum að fagna. Þessi mynd er frá Alvogen Midnight Timetrial keppninni árið 2014. Fréttablaðið/Daníel Umferð „Skýrt merki um aukningu hjólreiðamanna er að það hafa þúsund skráð sig í Bláa lóns þrautina en við vorum tíu fyrir tuttugu árum,“ segir Albert Jakobsson, formaður Hjólreiðafélags Reykjavíkur. Í Fréttblaðinu í gær sagði frá hraðskreiðum hjólreiðamönnum á göngustíg á Seltjarnarnesi. Margir tjáðu sig um fréttina á Vísi og voru sögur af „hættulegum hjólreiðamönnum“ víðs vegar um höfuðborgarsvæðið sagðar. Albert segir það gefa auga leið að hjólreiðamenn þurfi að hjóla með skynsemina í fyrirrúmi og sem gestir á útivistarstígum borgarinnar. Það sé leiðinlegt að fáeinir sem séu með glannaskap sverti orðspor allra. Hjólreiðamenn fái undanþágu til að vera á göngustígum en þeir séu samt einnig í víkjandi stöðu á götum borgarinnar. „Í báðum tilfellum verðum við að passa okkur að vera ekki fyrir. Ökumenn vilja hafa okkur á göngustígum og gangandi vegfarendur vilja hafa okkur á götunum.“Albert Jakobsson, formaður hjólreiðafélags reykjavíkur.Með mikilli aukningu hjólreiðamanna er því mikilvægt telur Albert að byggja upp hjólastíga og að allir í umferðinni sýni tillitssemi. „Það gengur ekki að við séum hornreka bæði á götum og útivistarstígum. Það mætti fræða betur um hvernig skuli aka í kringum hjólreiðafólk, taka tillit og skapa ekki hættu þegar keyrt er fram hjá með því að strjúka okkur með speglunum,“ segir Albert. Bjarni Torfi Álfþórsson, formaður skipulagsnefndar Seltjarnarnesbæjar, er sammála Alberti um nauðsyn hjólastíga. Tvöföldun á göngustígum bæjarins hafi verið í bígerð frá því í fyrra og séu nú á fjárhagsáætlun. Framkvæmdir við fyrsta áfanga hefjist í vor, sem er hjólastígur frá borgarmörkum í Reykjavík og vestur eftir norðurströndinni. „Þetta eru heilmiklar framkvæmdir, jarðvegsskipti og malbikun og hleypur fyrsti áfanginn á tugum milljónum króna,“ segir Bjarni. Einnig verða hjólastígar lagðir í Reykjavík. Í nýsamþykktri hjólreiðaáætlun borgarinnar er lögð áhersla á að byggja upp aðgreinda stíga. „Það eru heilmiklar aðgerðir í bígerð í Elliðaárdalnum og verður framkvæmdum á hjólastíg við Stekkjarbakka og nýrri brú til móts við gömlu rafstöðina líklega lokið 1. júní,“ segir Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Hjólastígar í Reykjavík4,5% er hlutfall hjólastíga í Reykjavík þar sem umferð hjólandi er aðgreind frá gangadi og akandi umferð eða 17 kílómetra leið. Markmið borgarinnar er að hlutfall hjólaleiða af heildar stígakerfinu verði 6% árið 2017 og 8% árið 2020.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 20. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Göngustígar eru ekki kappakstursbrautir Litlu munaði að hjólreiðamaður á miklum hraða klessti á lítið barn á göngustíg. Móðirin segir hjólaumferð alltof hraða. Lögreglan brýnir fyrir hjólreiðamönnum að þeim beri að víkja fyrir gangandi vegfarendum. 19. apríl 2016 07:00 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Umferð „Skýrt merki um aukningu hjólreiðamanna er að það hafa þúsund skráð sig í Bláa lóns þrautina en við vorum tíu fyrir tuttugu árum,“ segir Albert Jakobsson, formaður Hjólreiðafélags Reykjavíkur. Í Fréttblaðinu í gær sagði frá hraðskreiðum hjólreiðamönnum á göngustíg á Seltjarnarnesi. Margir tjáðu sig um fréttina á Vísi og voru sögur af „hættulegum hjólreiðamönnum“ víðs vegar um höfuðborgarsvæðið sagðar. Albert segir það gefa auga leið að hjólreiðamenn þurfi að hjóla með skynsemina í fyrirrúmi og sem gestir á útivistarstígum borgarinnar. Það sé leiðinlegt að fáeinir sem séu með glannaskap sverti orðspor allra. Hjólreiðamenn fái undanþágu til að vera á göngustígum en þeir séu samt einnig í víkjandi stöðu á götum borgarinnar. „Í báðum tilfellum verðum við að passa okkur að vera ekki fyrir. Ökumenn vilja hafa okkur á göngustígum og gangandi vegfarendur vilja hafa okkur á götunum.“Albert Jakobsson, formaður hjólreiðafélags reykjavíkur.Með mikilli aukningu hjólreiðamanna er því mikilvægt telur Albert að byggja upp hjólastíga og að allir í umferðinni sýni tillitssemi. „Það gengur ekki að við séum hornreka bæði á götum og útivistarstígum. Það mætti fræða betur um hvernig skuli aka í kringum hjólreiðafólk, taka tillit og skapa ekki hættu þegar keyrt er fram hjá með því að strjúka okkur með speglunum,“ segir Albert. Bjarni Torfi Álfþórsson, formaður skipulagsnefndar Seltjarnarnesbæjar, er sammála Alberti um nauðsyn hjólastíga. Tvöföldun á göngustígum bæjarins hafi verið í bígerð frá því í fyrra og séu nú á fjárhagsáætlun. Framkvæmdir við fyrsta áfanga hefjist í vor, sem er hjólastígur frá borgarmörkum í Reykjavík og vestur eftir norðurströndinni. „Þetta eru heilmiklar framkvæmdir, jarðvegsskipti og malbikun og hleypur fyrsti áfanginn á tugum milljónum króna,“ segir Bjarni. Einnig verða hjólastígar lagðir í Reykjavík. Í nýsamþykktri hjólreiðaáætlun borgarinnar er lögð áhersla á að byggja upp aðgreinda stíga. „Það eru heilmiklar aðgerðir í bígerð í Elliðaárdalnum og verður framkvæmdum á hjólastíg við Stekkjarbakka og nýrri brú til móts við gömlu rafstöðina líklega lokið 1. júní,“ segir Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Hjólastígar í Reykjavík4,5% er hlutfall hjólastíga í Reykjavík þar sem umferð hjólandi er aðgreind frá gangadi og akandi umferð eða 17 kílómetra leið. Markmið borgarinnar er að hlutfall hjólaleiða af heildar stígakerfinu verði 6% árið 2017 og 8% árið 2020.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 20. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Göngustígar eru ekki kappakstursbrautir Litlu munaði að hjólreiðamaður á miklum hraða klessti á lítið barn á göngustíg. Móðirin segir hjólaumferð alltof hraða. Lögreglan brýnir fyrir hjólreiðamönnum að þeim beri að víkja fyrir gangandi vegfarendum. 19. apríl 2016 07:00 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Göngustígar eru ekki kappakstursbrautir Litlu munaði að hjólreiðamaður á miklum hraða klessti á lítið barn á göngustíg. Móðirin segir hjólaumferð alltof hraða. Lögreglan brýnir fyrir hjólreiðamönnum að þeim beri að víkja fyrir gangandi vegfarendum. 19. apríl 2016 07:00