Teitur: Lokaði mig inni eftir tapið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. apríl 2016 06:00 Teitur Örlygsson var áður aðalþjálfari Stjörnunnar áður en hann fór aftur heim til Njarðvíkur fyrir tveimur árum. Vísir Körfubolti Framtíð þjálfaramála Njarðvíkur er í lausu lofti eftir að Gunnar Örlygsson, formaður körfuknattleiksdeildar félagsins, tilkynnti í fyrradag að Friðrik Ingi Rúnarsson væri hættur sem aðalþjálfari liðsins. Áður hafði Teitur Örlygsson, aðstoðarþjálfari Friðriks Inga, gefið það út að hann myndi ekki halda áfram en það gerði hann strax eftir tap liðsins gegn KR í undanúrslitum úrslitakeppni Domino's-deildar karla. „Ég er búinn að fá þessa spurningu milljón sinnum í dag,“ sagði Teitur við Fréttablaðið í gær en hann átti erfitt með að gefa skýr svör um hvað tæki við hjá honum í körfuboltanum. „Ég veit nú ekki hvort ég er hættur [þjálfun] fyrir lífstíð. Ég sagði að ég væri hættur í viðtali sem var tekið 25 sekúndum eftir að við töpuðum fyrir KR. Ég er tapsár maður,“ sagði Teitur sem hefur varist allri umræðu um framtíð þjálfaramála í Njarðvík. Sjá einnig: Friðrik Ingi ekki hættur í þjálfun „Síðan við töpuðum hef ég lokað mig inni. Ég er búinn að vera að horfa á NBA alla helgina og varla búinn að tala við nokkurn mann. Ég veit ekki hvað gerist og ég veit ekki hvað Njarðvík er að hugsa.“ Gunnar formaður er bróðir Teits og því telur sá síðarnefndi að það væri óviðeigandi að koma að næstu skrefum. „Ég vil ekki taka þátt í því ferli. Það væri einfaldlega ekki rétt. Stjórnin mun bara gera það sem hún gerir.“ En þó svo að Teitur viti ekki hvað tekur við segir hann að hann muni ekki taka við aðalþjálfarstarfinu í Njarðvík. Sjá einnig: Miklar líkur á að Bonneau spili í Njarðvík á næstu leiktíð „Það lá ljóst fyrir strax frá upphafi. Það væri ekki rétt í stöðunni. Ekki bara út af því að bróðir minn er formaður heldur líka gagnvart Frikka [Friðriki Inga]. Hann er vinur minn og það væri asnalegt. Við stóðum og féllum með þessu saman. Þannig að ég segi bara nei í dag. En ég hef svo oft sagt bölvaða vitleysu og maður veit ekkert hvað gerist. Eins og staðan er núna er ég í fríi og ætla að njóta þess að veiða í sumar.“ Teitur heldur þó góðu sambandi við sitt gamla félag. „Ég átti gott spjall við Loga [Gunnarsson] í gærkvöldi um framtíðina. Mér er auðvitað afar annt um Njarðvík og að liðið haldi sínum leikmannakjarna og haldi áfram að byggja upp til framtíðar.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Gunnar: Miklar líkur á að Bonneau spili í Njarðvík spili hann körfubolta á næstu leiktíð Gunnar Örlygsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, segir að miklar líkur séu á því að Stefan Bonneau spili með Njarðvík á næstu leiktíð, ef hann spili á annað borð körfubolta. 16. apríl 2016 14:00 Friðrik Ingi ekki hættur í þjálfun Veit þó ekki hvar hann mun starfa á næstu leiktíð. 19. apríl 2016 22:44 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Njarðvík 92-64 | KR í úrslit eftir stórsigur KR er komið úrslit Domino's deildar karla eftir stórsigur á Njarðvík, 92-64, í oddaleik í DHL-höllinni í kvöld. 15. apríl 2016 22:00 Friðrik Ingi hættur hjá Njarðvík Friðrik Ingi Rúnarsson stígur til hliðar sem þjálfari Njarðvíkur. 18. apríl 2016 21:51 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira
Körfubolti Framtíð þjálfaramála Njarðvíkur er í lausu lofti eftir að Gunnar Örlygsson, formaður körfuknattleiksdeildar félagsins, tilkynnti í fyrradag að Friðrik Ingi Rúnarsson væri hættur sem aðalþjálfari liðsins. Áður hafði Teitur Örlygsson, aðstoðarþjálfari Friðriks Inga, gefið það út að hann myndi ekki halda áfram en það gerði hann strax eftir tap liðsins gegn KR í undanúrslitum úrslitakeppni Domino's-deildar karla. „Ég er búinn að fá þessa spurningu milljón sinnum í dag,“ sagði Teitur við Fréttablaðið í gær en hann átti erfitt með að gefa skýr svör um hvað tæki við hjá honum í körfuboltanum. „Ég veit nú ekki hvort ég er hættur [þjálfun] fyrir lífstíð. Ég sagði að ég væri hættur í viðtali sem var tekið 25 sekúndum eftir að við töpuðum fyrir KR. Ég er tapsár maður,“ sagði Teitur sem hefur varist allri umræðu um framtíð þjálfaramála í Njarðvík. Sjá einnig: Friðrik Ingi ekki hættur í þjálfun „Síðan við töpuðum hef ég lokað mig inni. Ég er búinn að vera að horfa á NBA alla helgina og varla búinn að tala við nokkurn mann. Ég veit ekki hvað gerist og ég veit ekki hvað Njarðvík er að hugsa.“ Gunnar formaður er bróðir Teits og því telur sá síðarnefndi að það væri óviðeigandi að koma að næstu skrefum. „Ég vil ekki taka þátt í því ferli. Það væri einfaldlega ekki rétt. Stjórnin mun bara gera það sem hún gerir.“ En þó svo að Teitur viti ekki hvað tekur við segir hann að hann muni ekki taka við aðalþjálfarstarfinu í Njarðvík. Sjá einnig: Miklar líkur á að Bonneau spili í Njarðvík á næstu leiktíð „Það lá ljóst fyrir strax frá upphafi. Það væri ekki rétt í stöðunni. Ekki bara út af því að bróðir minn er formaður heldur líka gagnvart Frikka [Friðriki Inga]. Hann er vinur minn og það væri asnalegt. Við stóðum og féllum með þessu saman. Þannig að ég segi bara nei í dag. En ég hef svo oft sagt bölvaða vitleysu og maður veit ekkert hvað gerist. Eins og staðan er núna er ég í fríi og ætla að njóta þess að veiða í sumar.“ Teitur heldur þó góðu sambandi við sitt gamla félag. „Ég átti gott spjall við Loga [Gunnarsson] í gærkvöldi um framtíðina. Mér er auðvitað afar annt um Njarðvík og að liðið haldi sínum leikmannakjarna og haldi áfram að byggja upp til framtíðar.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Gunnar: Miklar líkur á að Bonneau spili í Njarðvík spili hann körfubolta á næstu leiktíð Gunnar Örlygsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, segir að miklar líkur séu á því að Stefan Bonneau spili með Njarðvík á næstu leiktíð, ef hann spili á annað borð körfubolta. 16. apríl 2016 14:00 Friðrik Ingi ekki hættur í þjálfun Veit þó ekki hvar hann mun starfa á næstu leiktíð. 19. apríl 2016 22:44 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Njarðvík 92-64 | KR í úrslit eftir stórsigur KR er komið úrslit Domino's deildar karla eftir stórsigur á Njarðvík, 92-64, í oddaleik í DHL-höllinni í kvöld. 15. apríl 2016 22:00 Friðrik Ingi hættur hjá Njarðvík Friðrik Ingi Rúnarsson stígur til hliðar sem þjálfari Njarðvíkur. 18. apríl 2016 21:51 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira
Gunnar: Miklar líkur á að Bonneau spili í Njarðvík spili hann körfubolta á næstu leiktíð Gunnar Örlygsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, segir að miklar líkur séu á því að Stefan Bonneau spili með Njarðvík á næstu leiktíð, ef hann spili á annað borð körfubolta. 16. apríl 2016 14:00
Friðrik Ingi ekki hættur í þjálfun Veit þó ekki hvar hann mun starfa á næstu leiktíð. 19. apríl 2016 22:44
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Njarðvík 92-64 | KR í úrslit eftir stórsigur KR er komið úrslit Domino's deildar karla eftir stórsigur á Njarðvík, 92-64, í oddaleik í DHL-höllinni í kvöld. 15. apríl 2016 22:00
Friðrik Ingi hættur hjá Njarðvík Friðrik Ingi Rúnarsson stígur til hliðar sem þjálfari Njarðvíkur. 18. apríl 2016 21:51