Lífið

Dómararnir slógust um að ýta á gullhnappinn: Kórinn sem sló í gegn í Bretlandi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ótrúlegt atriði.
Ótrúlegt atriði.
Gospellkórinn The 100 Voices Of Gospel sló heldur betur í gegn í síðasta þætti Britain´s Got Talent þegar hópurinn mætti og gerði gjörsamlega allt vitlaust í salnum.

Eftir atriðið var Alesha Dixon, dómari í þáttunum, fljót að ýta á gullhnappinn, og var því á undan Simon Cowell sem ætlaði sér greinilega að gera slíkt hið sama.

Simon sagði í þættinum að hann væri brjálæður yfir því að hafa ekki orðið fyrri til. Atriðið er stórbrotið og má sjá hér að neðan.

Britain´s Got Talent er á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldum og hefst þátturinn ávallt klukkan 19:35.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.