Lífið

Stórkostlegt atriði í BGT: Svona gerir þú dómarana orðlausa

Stefán Árni Pálsson skrifar
Dómararnir höfðu aldrei séð annað eins.
Dómararnir höfðu aldrei séð annað eins. vísir
Nicholas Bryant, 33 ára Breti, plataði dómarana í Britain´s Got Talent upp úr skónum í síðasta þætti.

Hann mætti á sviðið og sagðist ætla spila á píanó. Bryant byrjaði vissulega að spila á píanóið en atriðið breyttist fljótlega í eitt af mögnuðustu atriðunum í sögu þáttarins.

Bryant notaði í raun stóran hluta úr salnum til að aðstoða sig í flutningi sínum og tók hópurinn lagið Don´t stop me now með Queen.

Fyrir lesendur Lífsins verður ekki farið nánar út í atriðið, því mun skemmtilegra er að horfa á það hér að neðan.

Britain´s Got Talent hefur göngu sína á Stöð 2 á sunnudagskvöldið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.