Sendir samstarfsflokknum í ríkisstjórn kaldar kveðjur: „Smáflokkur með miklmennskubrjálæði“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. apríl 2016 10:00 Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/GVA Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vandar samstarfsflokknum í ríkisstjórn, Framsóknarflokknum, ekki kveðjurnar í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Í greininni stiklar Vilhjálmur á stóru í stjórnmálasögu Íslands og gerir meðal annars að umtalsefni kjördæmaskipan landsins til ársins 1942 sem Vilhjálmur segir að hafi verið „andlýðræðisleg“ og veitt Framsókn mikil völd: „Það að fá meirihluta þingmanna út á 35% kjörfylgi er andlýðræðislegt,“ segir Vilhjálmur í grein sinni. Þá rifjar hann upp breytingu á kjördæmaskipaninni árið 1942 sem hann segir að hafi sett Framsóknarflokkinn í nýja stöðu í stjórnmálunum en flokkurinn neitað að horfast í augu við breytta tíma: „Forystumenn flokksins töldu að Framsóknarflokkurinn væri af sögulegum ástæðum jafn stór eða stærri en Sjálfstæðisflokkurinn. Svo er enn. Formaður Framsóknarflokksins sat á fyrri árum aldrei í ríkisstjórn undir forsæti sjálfstæðismanna og sagði; „allt er betra en íhaldið.“ Þau ummæli áttu eftir að erfast genetískt.“ Vilhjálmur gerir síðan að umtalsefni fylgi Framsóknarflokksins á 21. öldinni. Segir þingmaðurinn að flokkurinn hafi „rambað á barmi þess að vera smáflokkur.“ „Með lýðskrumi og ranglátri kjördæmaskipan tókst flokknum þó að fá jafnmörg þingsæti og Sjálfstæðisflokkurinn með 4000 færri atkvæði. Forseti lýðveldisins taldi að Framsóknarflokkurinn væri sigurvegari kosninga 2013. Því skyldi formaðurflokksins hafa forystu um stjórnarmyndun! Alveg nýr mælikvarði! Enn á ný lét Sjálfstæðisflokkur það yfir sig ganga að lyfta formanni Framsóknarflokksins í stól forsætisráðherra. Þegar sá forsætisráðherra sagði af sér tilnefndi hann eftirmann sinn. Og enn lét Sjálfstæðisflokkurinn það fyrir sig ganga, jafnvel þótt hinn nýútnefndi forsætisráðherra hefði látið hafa sig hafa það níðingsverk að greiða atkvæði með því að draga fyrrverandi forsætisráðherra ogformann Sjálfstæðisflokksins fyrir Landsdóm. Nú er mál að linni. Það er ekki eðlilegt að Sjálfstæðisflokkurinn lyfti forystu Framsóknarflokksins til æðstu metorða, flokki sem er smáflokkur með mikilmennskubrjálæði,“ segir í grein Vilhjálms. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Sjá meira
Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vandar samstarfsflokknum í ríkisstjórn, Framsóknarflokknum, ekki kveðjurnar í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Í greininni stiklar Vilhjálmur á stóru í stjórnmálasögu Íslands og gerir meðal annars að umtalsefni kjördæmaskipan landsins til ársins 1942 sem Vilhjálmur segir að hafi verið „andlýðræðisleg“ og veitt Framsókn mikil völd: „Það að fá meirihluta þingmanna út á 35% kjörfylgi er andlýðræðislegt,“ segir Vilhjálmur í grein sinni. Þá rifjar hann upp breytingu á kjördæmaskipaninni árið 1942 sem hann segir að hafi sett Framsóknarflokkinn í nýja stöðu í stjórnmálunum en flokkurinn neitað að horfast í augu við breytta tíma: „Forystumenn flokksins töldu að Framsóknarflokkurinn væri af sögulegum ástæðum jafn stór eða stærri en Sjálfstæðisflokkurinn. Svo er enn. Formaður Framsóknarflokksins sat á fyrri árum aldrei í ríkisstjórn undir forsæti sjálfstæðismanna og sagði; „allt er betra en íhaldið.“ Þau ummæli áttu eftir að erfast genetískt.“ Vilhjálmur gerir síðan að umtalsefni fylgi Framsóknarflokksins á 21. öldinni. Segir þingmaðurinn að flokkurinn hafi „rambað á barmi þess að vera smáflokkur.“ „Með lýðskrumi og ranglátri kjördæmaskipan tókst flokknum þó að fá jafnmörg þingsæti og Sjálfstæðisflokkurinn með 4000 færri atkvæði. Forseti lýðveldisins taldi að Framsóknarflokkurinn væri sigurvegari kosninga 2013. Því skyldi formaðurflokksins hafa forystu um stjórnarmyndun! Alveg nýr mælikvarði! Enn á ný lét Sjálfstæðisflokkur það yfir sig ganga að lyfta formanni Framsóknarflokksins í stól forsætisráðherra. Þegar sá forsætisráðherra sagði af sér tilnefndi hann eftirmann sinn. Og enn lét Sjálfstæðisflokkurinn það fyrir sig ganga, jafnvel þótt hinn nýútnefndi forsætisráðherra hefði látið hafa sig hafa það níðingsverk að greiða atkvæði með því að draga fyrrverandi forsætisráðherra ogformann Sjálfstæðisflokksins fyrir Landsdóm. Nú er mál að linni. Það er ekki eðlilegt að Sjálfstæðisflokkurinn lyfti forystu Framsóknarflokksins til æðstu metorða, flokki sem er smáflokkur með mikilmennskubrjálæði,“ segir í grein Vilhjálms.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Sjá meira