Málalistinn kominn fram: Alþingi kemur aftur saman í ágúst Heimir Már Pétursson skrifar 22. apríl 2016 18:45 Formenn stjórnarflokkanna kynntu málaskrá fyrir leiðtogum stjórnarandstöðunnar í dag og að kosið verði í lok október að loknu sumarþingi. Stjórnarandstaðan heldur enn við kröfuna um að kosningar fari fram strax en bót sé í máli að málaskrá sé allavega komin fram. Allt frá því ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar tók við fyrir um hálfum mánuði hefur stjórnarandstaðan þrýst á að stjórnin birti lista yfir þau mál sem hún vill klára fyrir kosningar og það gerðist loksins á fundi formanna stjórnarflokkanna með leiðtogum stjórnarandstöðunnar í dag. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra segir Alþingi að störfum og eðlilegt að það afgreiði þau mál sem liggja fyrir. „Við ræddum hér í dag, eftir fund okkar Bjarna með forseta þingsins á miðvikudag, um að fara fram á endurskoðun á starfsáætlun þingsins með tilliti til þess að við erum að leggja fram þingmálaskrá sem við kynntum fyrir stjórnarandstöðunni hér í dag,“ sagði Sigurður Ingi að loknum fundi.Nýtt ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar sem tók við völdum fyrir nokkrum vikum.vísir/anton brinkÞetta séu sjötíu og fimm mál, tuttugu mál sem langt séu komin, þingsályktanir varðandi EES samninginn, skýrslur og fleira. En á listanum má einnig finna breytingar stjórnarskrárnefndar á stjórnarskránni. Nokkur sátt er um að flest stóru málanna nái fram að ganga. „Það eru, eins og ég hef áður sagt, mál sem tengjast húsnæðismálunum, fjármálamarkaði, afnámi hafta, heilbrigðismálum og önnur slík mál,“ segir forsætisráðherra. Þá segir Sigurður Ingi reiknað með sumarþingi. Fundað verði inn í byrjun júní og síðan tekið hlé vegna forsetakosninga. „Síðan kæmi þing aftur saman í ágúst til að geta lokið þessu og ef það gengur vel eftir sjáum við fyrir okkur að kosningar gætu orðið seinnipartinn í október,“ segir Sigurður Ingi. „En þetta ætti að gefa öllum hæfilegt tækifæri til að skipuleggja sig og fyrir þingið til að ljúka sínum málum. Flokkana til að skipuleggja sín áherslumál og sitt innra skipulag og klára það á næstu mánuðum ,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Hann reiknar með að leggja fram fjárlagafrumvarp og að ríkisfjármálaáætlun til næstu ára verði afgreidd. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir stjórnarandstöðuna enn þeirrar skoðunar að best hefði verið að boða strax til kosninga. „Við í sjálfu sér getum ekki gefið eitthvað fyrirfram loforð um að við séum sammála þessum málum eða að við styðjum þau í öllum tilvikum. En listinn er þó alla vega kominn fram og við vitum hvað ríkisstjórnin leggur upp,“ segir Árni Páll. Hér má sjá málalista ríkisstjórnarinnar í heild sinni. Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Fleiri fréttir Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Sjá meira
Formenn stjórnarflokkanna kynntu málaskrá fyrir leiðtogum stjórnarandstöðunnar í dag og að kosið verði í lok október að loknu sumarþingi. Stjórnarandstaðan heldur enn við kröfuna um að kosningar fari fram strax en bót sé í máli að málaskrá sé allavega komin fram. Allt frá því ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar tók við fyrir um hálfum mánuði hefur stjórnarandstaðan þrýst á að stjórnin birti lista yfir þau mál sem hún vill klára fyrir kosningar og það gerðist loksins á fundi formanna stjórnarflokkanna með leiðtogum stjórnarandstöðunnar í dag. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra segir Alþingi að störfum og eðlilegt að það afgreiði þau mál sem liggja fyrir. „Við ræddum hér í dag, eftir fund okkar Bjarna með forseta þingsins á miðvikudag, um að fara fram á endurskoðun á starfsáætlun þingsins með tilliti til þess að við erum að leggja fram þingmálaskrá sem við kynntum fyrir stjórnarandstöðunni hér í dag,“ sagði Sigurður Ingi að loknum fundi.Nýtt ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar sem tók við völdum fyrir nokkrum vikum.vísir/anton brinkÞetta séu sjötíu og fimm mál, tuttugu mál sem langt séu komin, þingsályktanir varðandi EES samninginn, skýrslur og fleira. En á listanum má einnig finna breytingar stjórnarskrárnefndar á stjórnarskránni. Nokkur sátt er um að flest stóru málanna nái fram að ganga. „Það eru, eins og ég hef áður sagt, mál sem tengjast húsnæðismálunum, fjármálamarkaði, afnámi hafta, heilbrigðismálum og önnur slík mál,“ segir forsætisráðherra. Þá segir Sigurður Ingi reiknað með sumarþingi. Fundað verði inn í byrjun júní og síðan tekið hlé vegna forsetakosninga. „Síðan kæmi þing aftur saman í ágúst til að geta lokið þessu og ef það gengur vel eftir sjáum við fyrir okkur að kosningar gætu orðið seinnipartinn í október,“ segir Sigurður Ingi. „En þetta ætti að gefa öllum hæfilegt tækifæri til að skipuleggja sig og fyrir þingið til að ljúka sínum málum. Flokkana til að skipuleggja sín áherslumál og sitt innra skipulag og klára það á næstu mánuðum ,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Hann reiknar með að leggja fram fjárlagafrumvarp og að ríkisfjármálaáætlun til næstu ára verði afgreidd. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir stjórnarandstöðuna enn þeirrar skoðunar að best hefði verið að boða strax til kosninga. „Við í sjálfu sér getum ekki gefið eitthvað fyrirfram loforð um að við séum sammála þessum málum eða að við styðjum þau í öllum tilvikum. En listinn er þó alla vega kominn fram og við vitum hvað ríkisstjórnin leggur upp,“ segir Árni Páll. Hér má sjá málalista ríkisstjórnarinnar í heild sinni.
Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Fleiri fréttir Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Sjá meira