Kirkjugarðarnir þyrftu að hækka einingaverð um fjörutíu prósent Sæunn Gísladóttir skrifar 23. apríl 2016 07:00 Þórsteinn Ragnarsson, formaður stjórnar Kirkjugarðasambands Íslands, segir að frá árinu 2009 hafi framlag ríkisins til kirkjugarðanna verið skert meira en áæætlað var. vísir/pjetur „Núverandi ástand í kirkjugörðum er algjörlega óviðunandi vegna niðurskurðar. Kirkjugarðarnir þyrftu að hækka einingaverð um fjörutíu prósent til að vera á línu við núverandi gjaldlíkan frá 2005.“ Þetta segir Þórsteinn Ragnarsson, formaður stjórnar Kirkjugarðasambands Íslands. Vonir standa til að framlög ríkisins verði aukin eftir fund milli stjórnar Kirkjugarðasambands Íslands og stjórnvalda þann 2. maí. Árlega er losaður milljarður til rekstrar kirkjugarða landsins. „Frá 2009 til yfirstandandi árs hefur framlag ríkisins verið skert miðað við núverandi gjaldlíkan. Við tókum að okkur skerðingar í efnahagshruninu, en skerðingarnar hafa verið meiri en áformað var,“ segir Þórsteinn. „Kirkjugarðar hafa ekki lengur rekstrarfé til að greiða fyrir grafartöku og umhirðu.“ Þessu til viðbótar hefur þóknun til presta fyrir útfarir hækkað undanfarin tvö ár um sjötíu prósent. Umframkostnaður vegna þessara hækkana nema á árunum 2014 til 2016 að lágmarki um sextíu milljónum króna. Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP), sem þjóna rúmlega fimmtíu prósent af þjóðinni, hafa verið reknir með halla fjögur af síðustu fimm rekstrarárum. Niðurstaða rekstrarreiknings 2015 sýnir að gjöld KGRP eru um 30 milljónir króna umfram tekjur. Niðurstaðan á landsbyggðinni er ekki betri að sögn Þórsteins. Þórsteinn segir að síðustu tvö ár hafi áheyrn ríkisyfirvalda ekki náðst um þessi mál. Nú sé áætlaður fundur þann 2. maí og þar verður óskað eftir að samkomulagið frá 2005 verði endurnýjað og einingaverðið uppfært til verðlags 2017. Óskað var eftir viðbragða Innanríkisráðherra en þau svör fengust að ráðherra gæti ekki tjáð sig um málið á meðan nefnd væri að störfum að skoða þessi fjárhagslegu samskipti. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. apríl Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
„Núverandi ástand í kirkjugörðum er algjörlega óviðunandi vegna niðurskurðar. Kirkjugarðarnir þyrftu að hækka einingaverð um fjörutíu prósent til að vera á línu við núverandi gjaldlíkan frá 2005.“ Þetta segir Þórsteinn Ragnarsson, formaður stjórnar Kirkjugarðasambands Íslands. Vonir standa til að framlög ríkisins verði aukin eftir fund milli stjórnar Kirkjugarðasambands Íslands og stjórnvalda þann 2. maí. Árlega er losaður milljarður til rekstrar kirkjugarða landsins. „Frá 2009 til yfirstandandi árs hefur framlag ríkisins verið skert miðað við núverandi gjaldlíkan. Við tókum að okkur skerðingar í efnahagshruninu, en skerðingarnar hafa verið meiri en áformað var,“ segir Þórsteinn. „Kirkjugarðar hafa ekki lengur rekstrarfé til að greiða fyrir grafartöku og umhirðu.“ Þessu til viðbótar hefur þóknun til presta fyrir útfarir hækkað undanfarin tvö ár um sjötíu prósent. Umframkostnaður vegna þessara hækkana nema á árunum 2014 til 2016 að lágmarki um sextíu milljónum króna. Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP), sem þjóna rúmlega fimmtíu prósent af þjóðinni, hafa verið reknir með halla fjögur af síðustu fimm rekstrarárum. Niðurstaða rekstrarreiknings 2015 sýnir að gjöld KGRP eru um 30 milljónir króna umfram tekjur. Niðurstaðan á landsbyggðinni er ekki betri að sögn Þórsteins. Þórsteinn segir að síðustu tvö ár hafi áheyrn ríkisyfirvalda ekki náðst um þessi mál. Nú sé áætlaður fundur þann 2. maí og þar verður óskað eftir að samkomulagið frá 2005 verði endurnýjað og einingaverðið uppfært til verðlags 2017. Óskað var eftir viðbragða Innanríkisráðherra en þau svör fengust að ráðherra gæti ekki tjáð sig um málið á meðan nefnd væri að störfum að skoða þessi fjárhagslegu samskipti. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. apríl
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira