Hlaut varanlegt líkamstjón eftir að hafa runnið í hálku fyrir utan leikskóla dóttur sinnar Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 22. apríl 2016 23:54 Fljúgandi hálka myndast þegar rignir á svellalög og bunka. Vísir/Stefán Hafnarfjarðarbær ber skaðabótaábyrgð á líkamstjóni móður á þrítugsaldri sem féll í hálku fyrir utan leikskóla dóttur sinnar. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjaness nú í apríl. Taldi dómurinn sýnt að starfsmenn leikskólans hefðu sýnt af sér saknæma háttsemi með því að láta hjá líða að setja sand á hálkusvellið fyrir utan leikskólann áður en foreldrar kæmu til leikskólans með börn sín. Konan rann á hálkubletti fyrir utan leikskólann í febrúar árið 2014 með þeim afleiðingum að hún skall á svellið og hlaut áverka á höfði og baki. Hún sagði fyrir dómi að hún hefði verið í góðum kuldaskóm og meðvitað farið varlega vegna þess að hún var á þessum tíma ólétt, komin 21 viku á leið. Eftir fallið leitaði hún á heilsugæslu Hafnarfjarðar þar sem henni var ráðlagt að taka sér hlé frá vinnu vegna heilahristings. Talið var að konan hefði sýnt fram á að afleiðingar slyssins hefðu haft varanlega áhrif á hana. Bæklunarlæknir var fenginn til að meta læknisfræðilega örorku konunnar og sagði hann hana búa við viðvarandi eymsli frá vinstra spjaldlið, vinstra mjaðmasvæði auk eymsla efst í hálsi og við hnakkafestur sem ekki megi rekja til fyrri slysa. Konan hafði nokkrum árum áður lent í bílslysi auk þess sem hún hafði lent í vinnuslysi fyrir það sem olli því að hún fékk hnykk á mjóbakið. Bæklunarlæknirinn mat örorkustig hennar 8. Þegar slysið varð hafði í nokkra daga gengið á með frosti og rigningu á víxl að því er segir í dóminum. Starfsmenn leikskólans lýst því svo að sandur, sem borinn var á daginn áður, hafi runnið af klakanum seinni part þess dags þegar hlánaði og fór að rigna. Sjö starfsmenn vinna á leikskólanum sem er opnaður kl. 7:30. Þá er einn starfsmaður mættur til vinnu til að taka á móti börnum sem mæta á þeim tíma en aðrir starfsmenn koma til vinnu kl. 8:00. Venjan var að einn þeirra færi út og sandaði ef þörf var á. „Gera verður þá kröfu að þeir sem eiga leið í leikskólann með börn sín geti komist klakklaust um á lóð skólans án þess að eiga það á hættu að falla í hálku. Er sérstaklega brýnt að hálkuvörnum sé sinnt þegar veðurfar og göngufæri er með þeim hætti sem að framan er lýst. Leikskólastjóra bar því að gera nauðsynlegar og eðlilegar ráðstafanir til þess að tryggja öryggi þeirra sem ganga um lóð skólans og sjá til þess að þar væri hálku eytt í tæka tíð áður en foreldrar komu með börn sín í leikskólann,“ segir í dóminum. „Það verður talið til gáleysis að slík hálkueyðing hafði ekki farið fram þennan morgun er stefnandi slasaðist á lóð skólans fyrir framan umræddan trépall og ber stefndi Hafnarfjarðarbær ábyrgð á því og þess vegna skaðabótaábyrgð á líkamstjóni stefnanda vegna slyssins.“ Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Sjá meira
Hafnarfjarðarbær ber skaðabótaábyrgð á líkamstjóni móður á þrítugsaldri sem féll í hálku fyrir utan leikskóla dóttur sinnar. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjaness nú í apríl. Taldi dómurinn sýnt að starfsmenn leikskólans hefðu sýnt af sér saknæma háttsemi með því að láta hjá líða að setja sand á hálkusvellið fyrir utan leikskólann áður en foreldrar kæmu til leikskólans með börn sín. Konan rann á hálkubletti fyrir utan leikskólann í febrúar árið 2014 með þeim afleiðingum að hún skall á svellið og hlaut áverka á höfði og baki. Hún sagði fyrir dómi að hún hefði verið í góðum kuldaskóm og meðvitað farið varlega vegna þess að hún var á þessum tíma ólétt, komin 21 viku á leið. Eftir fallið leitaði hún á heilsugæslu Hafnarfjarðar þar sem henni var ráðlagt að taka sér hlé frá vinnu vegna heilahristings. Talið var að konan hefði sýnt fram á að afleiðingar slyssins hefðu haft varanlega áhrif á hana. Bæklunarlæknir var fenginn til að meta læknisfræðilega örorku konunnar og sagði hann hana búa við viðvarandi eymsli frá vinstra spjaldlið, vinstra mjaðmasvæði auk eymsla efst í hálsi og við hnakkafestur sem ekki megi rekja til fyrri slysa. Konan hafði nokkrum árum áður lent í bílslysi auk þess sem hún hafði lent í vinnuslysi fyrir það sem olli því að hún fékk hnykk á mjóbakið. Bæklunarlæknirinn mat örorkustig hennar 8. Þegar slysið varð hafði í nokkra daga gengið á með frosti og rigningu á víxl að því er segir í dóminum. Starfsmenn leikskólans lýst því svo að sandur, sem borinn var á daginn áður, hafi runnið af klakanum seinni part þess dags þegar hlánaði og fór að rigna. Sjö starfsmenn vinna á leikskólanum sem er opnaður kl. 7:30. Þá er einn starfsmaður mættur til vinnu til að taka á móti börnum sem mæta á þeim tíma en aðrir starfsmenn koma til vinnu kl. 8:00. Venjan var að einn þeirra færi út og sandaði ef þörf var á. „Gera verður þá kröfu að þeir sem eiga leið í leikskólann með börn sín geti komist klakklaust um á lóð skólans án þess að eiga það á hættu að falla í hálku. Er sérstaklega brýnt að hálkuvörnum sé sinnt þegar veðurfar og göngufæri er með þeim hætti sem að framan er lýst. Leikskólastjóra bar því að gera nauðsynlegar og eðlilegar ráðstafanir til þess að tryggja öryggi þeirra sem ganga um lóð skólans og sjá til þess að þar væri hálku eytt í tæka tíð áður en foreldrar komu með börn sín í leikskólann,“ segir í dóminum. „Það verður talið til gáleysis að slík hálkueyðing hafði ekki farið fram þennan morgun er stefnandi slasaðist á lóð skólans fyrir framan umræddan trépall og ber stefndi Hafnarfjarðarbær ábyrgð á því og þess vegna skaðabótaábyrgð á líkamstjóni stefnanda vegna slyssins.“
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Sjá meira