Jafnrétti í íþróttum Hafrún Kristjánsdóttir og Bjarni Már Magnússon skrifar 25. apríl 2016 07:00 Vorið markar tímamót í íþróttalífi landsmanna. Vetraríþróttir víkja fyrir sumaríþróttum. Á þeim tímamótum er heppilegt að ljá máls á nokkrum atriðum er tengjast kynjajafnrétti. Eins og þekkt er njóta kynin jafns réttar samkvæmt stjórnarskránni og lögum landsins. Minna þekkt er að íslenska ríkið hefur skuldbundið sig á alþjóðavettvangi til að tryggja kynjajafnrétti á sviði íþróttamála. Í g) lið 10. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismunar gagnvart konum – sem Ísland er aðili að – kemur fram að aðildarríkin skuli gera allar viðeigandi ráðstafanir til þess að afnema mismunun gagnvart konum til að tryggja þeim sömu réttindi og körlum á sviði menntunar og skulu sérstaklega tryggja á grundvelli jafnréttis karla og kvenna sömu tækifæri til þess að taka virkan þátt í íþróttum og líkamsrækt. Í c) lið 13. gr. sama samnings segir að aðildarríkin skuli gera allar viðeigandi ráðstafanir til að afnema mismunun gagnvart konum á öðrum sviðum efnahags- og félagslífs til að tryggja á grundvelli jafnréttis karla og kvenna sömu réttindi, sérstaklega rétt til þess að taka þátt í tómstundastörfum, íþróttum og öllum greinum menningarlífs.Dr. Bjarni Már MagnússonAuk samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismunar gagnvart konum hefur íslenska ríkið undirritað yfirlýsingu Evrópuráðsins sem mætti nefna Íþróttasáttmáli Evrópu (European Sports Charter). Samkvæmt 1. mgr. 4. gr. hans skal engin mismunun á grundvelli kynferðis heimil varðandi aðgang að íþróttaaðstöðu eða íþróttaiðkun. Á Íslandi styrkir ríkið og sveitarfélög íþróttafélög og -sambönd með margvíslegum hætti. Í ljósi innlendrar löggjafar og alþjóðlegra skuldbindinga íslenska ríkisins má ætla að ríkinu beri skylda til að sjá til að fjárútlát til íþróttafélaga og -sambanda séu í samræmi við lög og þau markmið sem ríkið er bundið af. Því verður að spyrja hvort ekki sé skynsamlegt að íþróttafélög og -sambönd verði skylduð með lögum til að útskýra hvernig þau ráðstafa opinberum styrkjum með tilliti til kynjajafnréttis. Auk þess verður að spyrja hvort ekki sé æskilegt að hið opinbera stöðvi eða hægi á fjárútlátum til íþróttafélaga og -sambanda sem standa sig ekki í jafnréttismálum. Slíkt fyrirkomulag væri í samræmi við lífsspeki hins enskumælandi heims sem segir „put your money where your mouth is“.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. apríl Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Sjá meira
Vorið markar tímamót í íþróttalífi landsmanna. Vetraríþróttir víkja fyrir sumaríþróttum. Á þeim tímamótum er heppilegt að ljá máls á nokkrum atriðum er tengjast kynjajafnrétti. Eins og þekkt er njóta kynin jafns réttar samkvæmt stjórnarskránni og lögum landsins. Minna þekkt er að íslenska ríkið hefur skuldbundið sig á alþjóðavettvangi til að tryggja kynjajafnrétti á sviði íþróttamála. Í g) lið 10. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismunar gagnvart konum – sem Ísland er aðili að – kemur fram að aðildarríkin skuli gera allar viðeigandi ráðstafanir til þess að afnema mismunun gagnvart konum til að tryggja þeim sömu réttindi og körlum á sviði menntunar og skulu sérstaklega tryggja á grundvelli jafnréttis karla og kvenna sömu tækifæri til þess að taka virkan þátt í íþróttum og líkamsrækt. Í c) lið 13. gr. sama samnings segir að aðildarríkin skuli gera allar viðeigandi ráðstafanir til að afnema mismunun gagnvart konum á öðrum sviðum efnahags- og félagslífs til að tryggja á grundvelli jafnréttis karla og kvenna sömu réttindi, sérstaklega rétt til þess að taka þátt í tómstundastörfum, íþróttum og öllum greinum menningarlífs.Dr. Bjarni Már MagnússonAuk samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismunar gagnvart konum hefur íslenska ríkið undirritað yfirlýsingu Evrópuráðsins sem mætti nefna Íþróttasáttmáli Evrópu (European Sports Charter). Samkvæmt 1. mgr. 4. gr. hans skal engin mismunun á grundvelli kynferðis heimil varðandi aðgang að íþróttaaðstöðu eða íþróttaiðkun. Á Íslandi styrkir ríkið og sveitarfélög íþróttafélög og -sambönd með margvíslegum hætti. Í ljósi innlendrar löggjafar og alþjóðlegra skuldbindinga íslenska ríkisins má ætla að ríkinu beri skylda til að sjá til að fjárútlát til íþróttafélaga og -sambanda séu í samræmi við lög og þau markmið sem ríkið er bundið af. Því verður að spyrja hvort ekki sé skynsamlegt að íþróttafélög og -sambönd verði skylduð með lögum til að útskýra hvernig þau ráðstafa opinberum styrkjum með tilliti til kynjajafnréttis. Auk þess verður að spyrja hvort ekki sé æskilegt að hið opinbera stöðvi eða hægi á fjárútlátum til íþróttafélaga og -sambanda sem standa sig ekki í jafnréttismálum. Slíkt fyrirkomulag væri í samræmi við lífsspeki hins enskumælandi heims sem segir „put your money where your mouth is“.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. apríl
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun