Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar 2. september 2025 15:45 Septembermánuður er tileinkaður sjálfsvígsforvörnum og af því tilefni var haldin opnunarhátíð 1. september þar sem áherslur þessa árs voru kynntar. Í ár verður áherslan m.a. á sjálfsvígsforvarnir og eldra fólk. Gulur september er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Á hverju ári deyja um 40 manns í sjálfsvígum. Það eru mun fleiri en t.d. deyja í bílslysum. Við erum stöðugt að auka öryggið í umferðinni til þess að koma í veg fyrir slys og andlát en því miður hefur okkur sem þjóð mistekist að nálgast öryggi geðheilbrigðis á sama hátt. Verði flugslys, bílslys, sjóslys eða slys á vinnustað er það samkvæmt lögum rannsakað af rannsóknarnefndum umferðarslysa, flugslysa, sjóslysa eða vinnueftirlitinu. Rannsóknir þessar eru ekki sakamálarannsóknir heldur eru að öllu leyti til þess að læra af reynslunni og koma í veg fyrir að sams konar slys endurtaki sig. Þannig hefur okkur undanfarin ár tekist að stórauka öryggi í lofti, láði og legi. Þetta módel þurfum við nú að yfirfæra á dauðsföll sem rekja má til geðheilbrigðisvanda. Sem þjónn í Þjóðkirkjunni hef ég gengið með ótal mörgum fjölskyldum sem misst hafa ástvini í sjálfsvígi, auk þess sem ég hef stutt fólk sem hefur verið í sjálfsvígshugleiðingum. Þá hef ég hef sjálf misst náinn ástvin í sjálfsvígi. Ég hef því, eins og aðrir þjónar Þjóðkirkjunnar, langa reynslu af því að vinna með bæði sjálfsvígsforvarnir og afleiðingar sjálfsvíga. Við í kirkjunni sjáum svo skýrt að það þarf að bæti öryggi geðheilbrigðis hér á landi. Við verðum, sem samfélag, að taka okkur á þegar kemur að sjálfsvígsforvörnum og því vil ég hvetja öll félagasamtök, stofnanir, Alþingi Íslendinga, já öll þau sem láta sig náungann varða, til þess að taka þetta málefni upp á sína arma og láta sig geðheilsu íbúa þessa lands varða. Ég vona einnig að fjölmiðlar taki þátt í því. Það voru því þó nokkur vonbrigði að sjá að áhersla Kastljóssins á RÚV, 1. september, var að ræða skoðanir fólks á tilvist eins ákveðins minnihlutahóps í samfélaginu sem nú berst fyrir tilverurétti sínum. Umræða sem þessi er ekki til þess gerð að vinna að forvörnum gegn sjálfsvígum. Allra síst á setningardegi forvarna gegn sjálfsvígum. Við berum erfiðleikana ekki alltaf utan á okkur. Við berum ekki öll sorgirnar okkar og reynsluna utan á okkur. Ein leið til forvarna er því að tala af nærgætni við og um annað fólk því við erum sjaldnast sérfræðingar í náunganum. Jesús Kristur biður okkur að elska hvert annað og ég trúi því að hver einasta manneskja sé elskuð sköpun Guðs sem hefur leyfi til að lífa því lífi sem henni er áskapað. Ef til vill er best að temja okkur að hafa sem fæstar skoðanir á náunganum og einbeita okkur heldur að því að byggja hér samfélag þar sem allar manneskjur fá að vera þær sjálfar og eru samþykktar eins og þær eru. Höfundur er biskup Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Karls Helgudóttir Þjóðkirkjan Geðheilbrigði Mest lesið Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Septembermánuður er tileinkaður sjálfsvígsforvörnum og af því tilefni var haldin opnunarhátíð 1. september þar sem áherslur þessa árs voru kynntar. Í ár verður áherslan m.a. á sjálfsvígsforvarnir og eldra fólk. Gulur september er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Á hverju ári deyja um 40 manns í sjálfsvígum. Það eru mun fleiri en t.d. deyja í bílslysum. Við erum stöðugt að auka öryggið í umferðinni til þess að koma í veg fyrir slys og andlát en því miður hefur okkur sem þjóð mistekist að nálgast öryggi geðheilbrigðis á sama hátt. Verði flugslys, bílslys, sjóslys eða slys á vinnustað er það samkvæmt lögum rannsakað af rannsóknarnefndum umferðarslysa, flugslysa, sjóslysa eða vinnueftirlitinu. Rannsóknir þessar eru ekki sakamálarannsóknir heldur eru að öllu leyti til þess að læra af reynslunni og koma í veg fyrir að sams konar slys endurtaki sig. Þannig hefur okkur undanfarin ár tekist að stórauka öryggi í lofti, láði og legi. Þetta módel þurfum við nú að yfirfæra á dauðsföll sem rekja má til geðheilbrigðisvanda. Sem þjónn í Þjóðkirkjunni hef ég gengið með ótal mörgum fjölskyldum sem misst hafa ástvini í sjálfsvígi, auk þess sem ég hef stutt fólk sem hefur verið í sjálfsvígshugleiðingum. Þá hef ég hef sjálf misst náinn ástvin í sjálfsvígi. Ég hef því, eins og aðrir þjónar Þjóðkirkjunnar, langa reynslu af því að vinna með bæði sjálfsvígsforvarnir og afleiðingar sjálfsvíga. Við í kirkjunni sjáum svo skýrt að það þarf að bæti öryggi geðheilbrigðis hér á landi. Við verðum, sem samfélag, að taka okkur á þegar kemur að sjálfsvígsforvörnum og því vil ég hvetja öll félagasamtök, stofnanir, Alþingi Íslendinga, já öll þau sem láta sig náungann varða, til þess að taka þetta málefni upp á sína arma og láta sig geðheilsu íbúa þessa lands varða. Ég vona einnig að fjölmiðlar taki þátt í því. Það voru því þó nokkur vonbrigði að sjá að áhersla Kastljóssins á RÚV, 1. september, var að ræða skoðanir fólks á tilvist eins ákveðins minnihlutahóps í samfélaginu sem nú berst fyrir tilverurétti sínum. Umræða sem þessi er ekki til þess gerð að vinna að forvörnum gegn sjálfsvígum. Allra síst á setningardegi forvarna gegn sjálfsvígum. Við berum erfiðleikana ekki alltaf utan á okkur. Við berum ekki öll sorgirnar okkar og reynsluna utan á okkur. Ein leið til forvarna er því að tala af nærgætni við og um annað fólk því við erum sjaldnast sérfræðingar í náunganum. Jesús Kristur biður okkur að elska hvert annað og ég trúi því að hver einasta manneskja sé elskuð sköpun Guðs sem hefur leyfi til að lífa því lífi sem henni er áskapað. Ef til vill er best að temja okkur að hafa sem fæstar skoðanir á náunganum og einbeita okkur heldur að því að byggja hér samfélag þar sem allar manneskjur fá að vera þær sjálfar og eru samþykktar eins og þær eru. Höfundur er biskup Íslands.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar