Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar 3. september 2025 07:32 Jákvæð uppbygging menntamála í Hveragerði Það má með sanni segja að menntamál í Hveragerði séu á spennandi tímamótum. Gríðarlega mikil uppbygging hefur átt sér stað síðustu mánuði og erum við að uppskera eftir því. Stækkun leikskólans Óskalands er afar jákvætt skref í átt að sterkari grunnstoðum fyrir yngstu íbúa bæjarins. Leikskólinn er því orðinn níu deilda leikskóli og skapast hefur rými fyrir fleiri börn, í umhverfi þar sem lausnamiðuð hugsun og fagmennska eru í forgrunni. Nemendaverndarráð leikskólanna Þrátt fyrir krefjandi aðstæður undanfarið hefur starf leikskólanna Óskalands og Undralands verið til mikillar fyrirmyndar. Markviss vinna hefur átt sér stað í snemmtækri íhlutun innan leikskólanna, sérkennsla er öflug og fagfólk leikskólanna vinnur þétt saman með skýrum markmiðum um að styðja hvert barn á einstaklingsbundinn hátt. Nýstofnað nemendaverndarráð leikskólanna hefur einnig styrkt þetta starf með vel ígrundaðri teymisvinnu og faglegum lausnum. Leikskólinn Óskaland hefur nú tekið í notkun nýja og glæsilega viðbyggingu sem telur þrjár nýjar deildir og er mikil ánægja með þá góðu viðbót. Spennandi tímar í grunnskólanum Grunnskólinn í Hveragerði er að ganga í gegnum jákvæðar breytingar, með stækkun skólans og þróun nýs námsvers, en við gerð síðustu fjárhagsáætlunar Hveragerðisbæjar var samþykkt að bæta við stjórnanda í grunnskólanum sem kemur til með að stýra nýju námsveri. Með nýju námsveri og þeim námsaðstæðum sem þar skapast mun gefast gott tækifæri til að takast enn betur á við fjölbreyttar þarfir nemenda. Nýsköpun í frístundastarfi Frístundastarf í Hveragerði hefur blómstrað undanfarin ár. Þátttaka barna í frístundastarfi hefur aukist ár frá ári og fagmennska starfsfólks frístundamiðstöðvarinnar hefur vakið verðskuldaða athygli út fyrir bæjarmörkin. Það hefur verið ánægjulegt að að sjá hvernig starfið er stöðugt í endurskoðun og aðlagað að þörfum samfélagsins hverju sinni. Í því sambandi má nefna nýtt verkefni frístundastarfs með eldri borgurum, sem er sérstaklega spennandi og bætir við nýjum víddum í þjónustu í nærsamfélaginu. Öflug fræðslu- og velferðarþjónusta Skólaþjónustan í Hveragerði hefur einnig tekið stór skref í átt að bættri þjónustu. Bið eftir vinnslu tilvísana hefur styst verulega og innleiðing nýrra farsældarlaga hefur skapað betri grundvöll fyrir snemmtækan stuðning við börn og fjölskyldur þeirra. Samvinna og teymisvinna á milli þjónustuveitenda hefur reynst lykillinn að þessum árangri. Fræðsluþjónustan hefur jafnframt haldið fræðsludaga fyrir starfsfólk og fræðsluerindi fyrir foreldra og almenning, sem hafa hlotið góðar undirtektir. Í upphafi árs var þróunarverkefnið Föruneyti barna – samstarf um stuðning við uppeldi og nám sett á stað hér í Hveragerði og foreldrum barna í árgang 2019 boðin þátttaka. Verkefnið er samstarfsverkefni mennta- og barnamálaráðuneytis og Háskóla Íslands og styður við farsæld barna. Það er mikilvægt að styrkja og styðja við tengsl innan samfélagsins. Með þessum leiðum hefur það verið markmikðið, að styrkja og stuðla að góðum tengslum innan stofnanna og ekki síður við samfélagið allt. Samvinna og björt framtíð Tækifærin í menntamálum í Hveragerði eru fjölmörg og björt framtíð blasir við. Það hefur verið lögð rík áhersla hjá Okkar Hveragerði að styðja við og efla þennan málaflokk og það hefur svo sannarlega tekist vel til. Með samvinnu, lausnamiðaðri hugsun og gagnrýnu samtali getum við skapað menntakerfi sem styður við þarfir hvers og eins og styrkir samfélagið í heild sinni. Í Hveragerði er svo sannarlega gott að búa. Höfundur er formaður skólanefndar Hveragerðisbæjar og forseti bæjarstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Jákvæð uppbygging menntamála í Hveragerði Það má með sanni segja að menntamál í Hveragerði séu á spennandi tímamótum. Gríðarlega mikil uppbygging hefur átt sér stað síðustu mánuði og erum við að uppskera eftir því. Stækkun leikskólans Óskalands er afar jákvætt skref í átt að sterkari grunnstoðum fyrir yngstu íbúa bæjarins. Leikskólinn er því orðinn níu deilda leikskóli og skapast hefur rými fyrir fleiri börn, í umhverfi þar sem lausnamiðuð hugsun og fagmennska eru í forgrunni. Nemendaverndarráð leikskólanna Þrátt fyrir krefjandi aðstæður undanfarið hefur starf leikskólanna Óskalands og Undralands verið til mikillar fyrirmyndar. Markviss vinna hefur átt sér stað í snemmtækri íhlutun innan leikskólanna, sérkennsla er öflug og fagfólk leikskólanna vinnur þétt saman með skýrum markmiðum um að styðja hvert barn á einstaklingsbundinn hátt. Nýstofnað nemendaverndarráð leikskólanna hefur einnig styrkt þetta starf með vel ígrundaðri teymisvinnu og faglegum lausnum. Leikskólinn Óskaland hefur nú tekið í notkun nýja og glæsilega viðbyggingu sem telur þrjár nýjar deildir og er mikil ánægja með þá góðu viðbót. Spennandi tímar í grunnskólanum Grunnskólinn í Hveragerði er að ganga í gegnum jákvæðar breytingar, með stækkun skólans og þróun nýs námsvers, en við gerð síðustu fjárhagsáætlunar Hveragerðisbæjar var samþykkt að bæta við stjórnanda í grunnskólanum sem kemur til með að stýra nýju námsveri. Með nýju námsveri og þeim námsaðstæðum sem þar skapast mun gefast gott tækifæri til að takast enn betur á við fjölbreyttar þarfir nemenda. Nýsköpun í frístundastarfi Frístundastarf í Hveragerði hefur blómstrað undanfarin ár. Þátttaka barna í frístundastarfi hefur aukist ár frá ári og fagmennska starfsfólks frístundamiðstöðvarinnar hefur vakið verðskuldaða athygli út fyrir bæjarmörkin. Það hefur verið ánægjulegt að að sjá hvernig starfið er stöðugt í endurskoðun og aðlagað að þörfum samfélagsins hverju sinni. Í því sambandi má nefna nýtt verkefni frístundastarfs með eldri borgurum, sem er sérstaklega spennandi og bætir við nýjum víddum í þjónustu í nærsamfélaginu. Öflug fræðslu- og velferðarþjónusta Skólaþjónustan í Hveragerði hefur einnig tekið stór skref í átt að bættri þjónustu. Bið eftir vinnslu tilvísana hefur styst verulega og innleiðing nýrra farsældarlaga hefur skapað betri grundvöll fyrir snemmtækan stuðning við börn og fjölskyldur þeirra. Samvinna og teymisvinna á milli þjónustuveitenda hefur reynst lykillinn að þessum árangri. Fræðsluþjónustan hefur jafnframt haldið fræðsludaga fyrir starfsfólk og fræðsluerindi fyrir foreldra og almenning, sem hafa hlotið góðar undirtektir. Í upphafi árs var þróunarverkefnið Föruneyti barna – samstarf um stuðning við uppeldi og nám sett á stað hér í Hveragerði og foreldrum barna í árgang 2019 boðin þátttaka. Verkefnið er samstarfsverkefni mennta- og barnamálaráðuneytis og Háskóla Íslands og styður við farsæld barna. Það er mikilvægt að styrkja og styðja við tengsl innan samfélagsins. Með þessum leiðum hefur það verið markmikðið, að styrkja og stuðla að góðum tengslum innan stofnanna og ekki síður við samfélagið allt. Samvinna og björt framtíð Tækifærin í menntamálum í Hveragerði eru fjölmörg og björt framtíð blasir við. Það hefur verið lögð rík áhersla hjá Okkar Hveragerði að styðja við og efla þennan málaflokk og það hefur svo sannarlega tekist vel til. Með samvinnu, lausnamiðaðri hugsun og gagnrýnu samtali getum við skapað menntakerfi sem styður við þarfir hvers og eins og styrkir samfélagið í heild sinni. Í Hveragerði er svo sannarlega gott að búa. Höfundur er formaður skólanefndar Hveragerðisbæjar og forseti bæjarstjórnar.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun