Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar 3. september 2025 14:32 Um þessar mundir stendur yfir Gulur september sem er mánuður vitundarvakningar um geðrænar áskoranir og sjálfsvígsforvarnir. Markmið vitundarvakningar um geðræn málefni er að benda á að vandi og sársauki fólks er oft ekki sýnilegur og á við fleiri í okkar samfélagi en við höldum. Aukin umræða um þessi málefni er hjálpleg með því að minnka fordóma, auka tengingu og tilfinningu fyrir samfélagi. Margt hefur verið gert á undanförnum árum til þess að auka þekkingu almennings á málaflokknum og auðvelda fólki að sækja sér stuðning á erfiðum tímum. Notendur geðheilbrigðisþjónustu hafa lengi talað fyrir því að fá einstaklingsmiðaða og óþvingaða þjónustu sem miðar að því að bæta lífsgæði frekar en að útrýma einkennamynd. Er þetta sömuleiðis kjarninn í batamiðaðri hugmyndafræði (e. recovery oriented services), sem er ákveðið andsvar við því sem kallast hefur læknisfræðilega nálgunin (e. biomedical model), sem segir geðrænan vanda kominn til vegna líffræðilegra þátta og að meðferð ætti að leggja áherslu á lyfjagjöf. Baráttuhópar notenda hafa kallað eftir þessari stefnubreytingu allt frá tímum Judi Chamberlin (1944-2010), sem nýtti slagorðin ,,ekkert um okkur án okkar” til að leggja áherslu á þörfina fyrir samráð við notendur þegar kemur að mótun þjónustunnar sem þeir þiggja. Annar kjarni í batamiðaðri hugmyndafræði er viðurkenning á virði lifaðrar og lifandi reynslu (e. lived and living experience) sem þýðir að reynsla einstaklinga af sínu eigin lífi eigi að vera metin til jafns við fagþekkingu starfsfólksins sem fengin er frá menntastofnunum. Batamiðuð hugmyndafræði leggur því meiri áherslu á einstaklinginn og hans lífsgæði á meðan læknisfræðilega módelið lítur til einkenna og lyfjagjafar fyrst. Starfsmenn með lifaða reynslu af geðsjúkdómum og bataferli Í Geðþjónustu Landspítala vinna margir starfsmenn sem hafa reynslu af andlegum veikindum, bataferli og öllu sem því tengist. Hluti þessara starfsmanna bera starfsheitið jafningi (e. peer supporter) og er tilgangur þeirra að deila eigin reynslu, tengjast notendum þjónustunnar og vinna í þeirra þágu sem málsvarar til þess að minnka félagslega jaðarsetningu þeirra sem nýta sér eða þurfa á geðheilbrigðisþjónustu að halda. Sjálf var ég fyrsti jafninginn sem var ráðinn til starfa á Landspítala árið 2021 og fékk ég mína fyrstu sjálfsvígshugsun þegar ég var 11 ára. Sjálfsvígshugsanir eru algengari en flest okkar eru tilbúin að viðurkenna. Erfitt getur verið fyrir einstakling að viðurkenna fyrir sér og sínum nánustu að slíkar hugsanir sæki mann heim. Síðast fékk ég sjálfsvígshugsun fyrir nokkrum vikum og má segja að ég hef lært að lifa með þeim vitandi að þær munu líklega fylgja mér ævilangt. Því er mér sannur heiður að fá að leggja Gulum September lið með því að benda á það mikilvæga starf sem fyrrum og núverandi notendur geðheilbrigðisþjónustu vinna hér á spítalanum. Notendastarfsmaður er hver sá starfsmaður sem sjálfur hefur reynslu af því að nýta sér þjónustuna þar sem hann starfar. Fyrst var fjallað um notendastarfsmenn árið 1793, þegar forstjóri geðheilbrigðisstofnunarinnar í París skrifaði í bréfi að hann kysi fyrrum notendur í störf vegna þess að þeir væru mýkri í samskiptum við notendurna og voru ólíklegri til þess að beita þá ofbeldi og nauðung. Skilgreiningin er víð og getur átt við starfsmenn óháð starfsheiti. Árið 2006 var ráðinn notendafulltrúi í geðþjónustu Landspítala, en starf hans var það fyrsta þar sem var gerð krafa um notendareynslu. Jafningjar eru svo önnur tegund notendastarfsmanns með sína eigin starfslýsingu. Sú var skrifuð af jafningjunum, síðar yfirfarin af stjórnendum og segir þar að markmið starfsins sé „Að mynda tengsl við notendur þjónustunnar sem byggja á trausti, samkennd og virðingu“. Ábyrgð jafningja í starfi felst í því að valdefla notendur, að deila eigin sögu, að taka þátt í störfum og virkni notenda, að styðja teymið eða deildina í að vinna samkvæmt batamiðaðri hugmyndafræði, að þróa jafningjastarfið og að þekkja starfsemi geðþjónustu. Upphaf jafningjastuðnings á Landspítala Jafningjastuðningur eins og hann er veittur á geðdeildum Landspítala í dag á uppruna sinn árið 2020 þegar vinnuhópur var myndaður þar sem tveir fulltrúar Landspítala áttu sæti auk tveggja frá Geðhjálp og tveggja frá Hugarafli. Ég var svo ráðin sem jafningi síðla árs 2021 og fékk sem fyrsta verkefni að kynna mér rannsóknir og fræði á bakvið jafningjastuðning. Þetta þýðir að notendur fengu að hafa áhrif á fyrirkomulag starfsins strax frá upphafi og er þetta traust til notenda mjög sjaldgæft þegar litið er til innleiðingar starfsins á heimsvísu. Haustið 2022 hóf Landspítali samstarf við félagasamtökin Traustan kjarna, sem buðu mér með til Noregs á námskeið hjá Intentional Peer Support. Þetta námskeið er kjarninn í vinnunni sem jafningjar vinna enn þann dag í dag. Áherslur námskeiðsins eru sjálfsmynd tengt veikindum, áfallamiðuð nálgun, tengslamyndun, samkennd og aktívismi. Frá árinu 2022 hafa 8 jafningjar til viðbótar verið ráðnir og til stendur að ráða einn til viðbótar nú á næstunni. Í dag eru 7 jafningjar starfandi á 6 mismunandi einingum. Sjálf er ég teymisstjóri jafningja, sem hefur styðjandi og leiðbeinandi hlutverk gagnvart öðrum jafningjum, auk þess að sinna fræðslu og vitundarvakningu um starfið bæði innan sem utan stofnunarinnar. Jafningjar vinna hlutastörf og eru þau á bilinu 20% - 45%. Störf jafningja í Geðþjónustu Í framkvæmd eru störf jafningja á Landspítala mjög fjölbreytt og breytileg eftir áhuga og starfsgetu jafningjans, skipulagi og umhverfi deildarinnar og þjónustuþega á þeirri einingu sem jafningi vinnur á. Á deildum þar sem fólk er í bráðum geðrænum vanda og hefur styttri innlagnartíma er jafningi mikið í alrými deildar og veitir einstaklingsstuðning til fólks sem er í sumum tilfellum mjög einangrað eða hefur hafnað samskiptum við aðra starfsmenn. Þar eins og á öðrum deildum þar sem skipulögð virkni fer fram hefur jafningi líka það hlutverk að fylgja notendum í virkni eða aðra dagskrárliði og taka þátt með notendum eins og hæfni og áhugi hans leyfir. Á deildum þar sem innlagnartími er lengri beitir jafningi sér meira til þess að byggja upp sambönd við einstaklinga og finna út með þeim hvað hægt er að gera saman. Þar sem einungis er samfélags- eða göngudeildarþjónusta fer jafningi heim til fólks eins og vinur þeirra myndi gera, eða býður upp á opna samtalstíma á göngudeild. Alls staðar þar sem jafningjar vinna koma þeir þó að einhverju leyti að teymisfundum eða öðrum fundum þar sem málefni notenda eru rædd, og gefa sína sýn á hin ýmsu atriði sem mætti athuga á nýjan leik eða gera betur. Allir jafningjar ráða sínum eigin vinnutíma til þess að gera þeim kleift að haga sinni vinnu eins og þeim best hentar. Þó eru jafningjar hvattir til þess að hafa reglulega viðveru þannig að notendur sem og starfsfólk viti hvenær von er á þeim. Öllum sem nýta geðþjónustu á Landspítala stendur til boða að tala við jafningja. Við sem höfum unnið sem jafningjar og þau sem vinna við það í dag gerum það til að aðrir þurfi ekki að upplifa sig eins eina og við höfum upplifað okkur. Því er átak eins og Gulur september vonartíra í svartnættinu. Hvert er hægt að leita? Þeim sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á Píeta símann s. 552-2218, Upplýsingasíma heilsugæslunnar s. 1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717 og netspjallið 1717.is. Þeim sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, Upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar s. 1700, netspjallið heilsuvera.is, og á Píeta símann s. 552-2218. Höfundur er teymisstjóri jafningja og félagsráðgjafi í Geðhvarfateymi Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Um þessar mundir stendur yfir Gulur september sem er mánuður vitundarvakningar um geðrænar áskoranir og sjálfsvígsforvarnir. Markmið vitundarvakningar um geðræn málefni er að benda á að vandi og sársauki fólks er oft ekki sýnilegur og á við fleiri í okkar samfélagi en við höldum. Aukin umræða um þessi málefni er hjálpleg með því að minnka fordóma, auka tengingu og tilfinningu fyrir samfélagi. Margt hefur verið gert á undanförnum árum til þess að auka þekkingu almennings á málaflokknum og auðvelda fólki að sækja sér stuðning á erfiðum tímum. Notendur geðheilbrigðisþjónustu hafa lengi talað fyrir því að fá einstaklingsmiðaða og óþvingaða þjónustu sem miðar að því að bæta lífsgæði frekar en að útrýma einkennamynd. Er þetta sömuleiðis kjarninn í batamiðaðri hugmyndafræði (e. recovery oriented services), sem er ákveðið andsvar við því sem kallast hefur læknisfræðilega nálgunin (e. biomedical model), sem segir geðrænan vanda kominn til vegna líffræðilegra þátta og að meðferð ætti að leggja áherslu á lyfjagjöf. Baráttuhópar notenda hafa kallað eftir þessari stefnubreytingu allt frá tímum Judi Chamberlin (1944-2010), sem nýtti slagorðin ,,ekkert um okkur án okkar” til að leggja áherslu á þörfina fyrir samráð við notendur þegar kemur að mótun þjónustunnar sem þeir þiggja. Annar kjarni í batamiðaðri hugmyndafræði er viðurkenning á virði lifaðrar og lifandi reynslu (e. lived and living experience) sem þýðir að reynsla einstaklinga af sínu eigin lífi eigi að vera metin til jafns við fagþekkingu starfsfólksins sem fengin er frá menntastofnunum. Batamiðuð hugmyndafræði leggur því meiri áherslu á einstaklinginn og hans lífsgæði á meðan læknisfræðilega módelið lítur til einkenna og lyfjagjafar fyrst. Starfsmenn með lifaða reynslu af geðsjúkdómum og bataferli Í Geðþjónustu Landspítala vinna margir starfsmenn sem hafa reynslu af andlegum veikindum, bataferli og öllu sem því tengist. Hluti þessara starfsmanna bera starfsheitið jafningi (e. peer supporter) og er tilgangur þeirra að deila eigin reynslu, tengjast notendum þjónustunnar og vinna í þeirra þágu sem málsvarar til þess að minnka félagslega jaðarsetningu þeirra sem nýta sér eða þurfa á geðheilbrigðisþjónustu að halda. Sjálf var ég fyrsti jafninginn sem var ráðinn til starfa á Landspítala árið 2021 og fékk ég mína fyrstu sjálfsvígshugsun þegar ég var 11 ára. Sjálfsvígshugsanir eru algengari en flest okkar eru tilbúin að viðurkenna. Erfitt getur verið fyrir einstakling að viðurkenna fyrir sér og sínum nánustu að slíkar hugsanir sæki mann heim. Síðast fékk ég sjálfsvígshugsun fyrir nokkrum vikum og má segja að ég hef lært að lifa með þeim vitandi að þær munu líklega fylgja mér ævilangt. Því er mér sannur heiður að fá að leggja Gulum September lið með því að benda á það mikilvæga starf sem fyrrum og núverandi notendur geðheilbrigðisþjónustu vinna hér á spítalanum. Notendastarfsmaður er hver sá starfsmaður sem sjálfur hefur reynslu af því að nýta sér þjónustuna þar sem hann starfar. Fyrst var fjallað um notendastarfsmenn árið 1793, þegar forstjóri geðheilbrigðisstofnunarinnar í París skrifaði í bréfi að hann kysi fyrrum notendur í störf vegna þess að þeir væru mýkri í samskiptum við notendurna og voru ólíklegri til þess að beita þá ofbeldi og nauðung. Skilgreiningin er víð og getur átt við starfsmenn óháð starfsheiti. Árið 2006 var ráðinn notendafulltrúi í geðþjónustu Landspítala, en starf hans var það fyrsta þar sem var gerð krafa um notendareynslu. Jafningjar eru svo önnur tegund notendastarfsmanns með sína eigin starfslýsingu. Sú var skrifuð af jafningjunum, síðar yfirfarin af stjórnendum og segir þar að markmið starfsins sé „Að mynda tengsl við notendur þjónustunnar sem byggja á trausti, samkennd og virðingu“. Ábyrgð jafningja í starfi felst í því að valdefla notendur, að deila eigin sögu, að taka þátt í störfum og virkni notenda, að styðja teymið eða deildina í að vinna samkvæmt batamiðaðri hugmyndafræði, að þróa jafningjastarfið og að þekkja starfsemi geðþjónustu. Upphaf jafningjastuðnings á Landspítala Jafningjastuðningur eins og hann er veittur á geðdeildum Landspítala í dag á uppruna sinn árið 2020 þegar vinnuhópur var myndaður þar sem tveir fulltrúar Landspítala áttu sæti auk tveggja frá Geðhjálp og tveggja frá Hugarafli. Ég var svo ráðin sem jafningi síðla árs 2021 og fékk sem fyrsta verkefni að kynna mér rannsóknir og fræði á bakvið jafningjastuðning. Þetta þýðir að notendur fengu að hafa áhrif á fyrirkomulag starfsins strax frá upphafi og er þetta traust til notenda mjög sjaldgæft þegar litið er til innleiðingar starfsins á heimsvísu. Haustið 2022 hóf Landspítali samstarf við félagasamtökin Traustan kjarna, sem buðu mér með til Noregs á námskeið hjá Intentional Peer Support. Þetta námskeið er kjarninn í vinnunni sem jafningjar vinna enn þann dag í dag. Áherslur námskeiðsins eru sjálfsmynd tengt veikindum, áfallamiðuð nálgun, tengslamyndun, samkennd og aktívismi. Frá árinu 2022 hafa 8 jafningjar til viðbótar verið ráðnir og til stendur að ráða einn til viðbótar nú á næstunni. Í dag eru 7 jafningjar starfandi á 6 mismunandi einingum. Sjálf er ég teymisstjóri jafningja, sem hefur styðjandi og leiðbeinandi hlutverk gagnvart öðrum jafningjum, auk þess að sinna fræðslu og vitundarvakningu um starfið bæði innan sem utan stofnunarinnar. Jafningjar vinna hlutastörf og eru þau á bilinu 20% - 45%. Störf jafningja í Geðþjónustu Í framkvæmd eru störf jafningja á Landspítala mjög fjölbreytt og breytileg eftir áhuga og starfsgetu jafningjans, skipulagi og umhverfi deildarinnar og þjónustuþega á þeirri einingu sem jafningi vinnur á. Á deildum þar sem fólk er í bráðum geðrænum vanda og hefur styttri innlagnartíma er jafningi mikið í alrými deildar og veitir einstaklingsstuðning til fólks sem er í sumum tilfellum mjög einangrað eða hefur hafnað samskiptum við aðra starfsmenn. Þar eins og á öðrum deildum þar sem skipulögð virkni fer fram hefur jafningi líka það hlutverk að fylgja notendum í virkni eða aðra dagskrárliði og taka þátt með notendum eins og hæfni og áhugi hans leyfir. Á deildum þar sem innlagnartími er lengri beitir jafningi sér meira til þess að byggja upp sambönd við einstaklinga og finna út með þeim hvað hægt er að gera saman. Þar sem einungis er samfélags- eða göngudeildarþjónusta fer jafningi heim til fólks eins og vinur þeirra myndi gera, eða býður upp á opna samtalstíma á göngudeild. Alls staðar þar sem jafningjar vinna koma þeir þó að einhverju leyti að teymisfundum eða öðrum fundum þar sem málefni notenda eru rædd, og gefa sína sýn á hin ýmsu atriði sem mætti athuga á nýjan leik eða gera betur. Allir jafningjar ráða sínum eigin vinnutíma til þess að gera þeim kleift að haga sinni vinnu eins og þeim best hentar. Þó eru jafningjar hvattir til þess að hafa reglulega viðveru þannig að notendur sem og starfsfólk viti hvenær von er á þeim. Öllum sem nýta geðþjónustu á Landspítala stendur til boða að tala við jafningja. Við sem höfum unnið sem jafningjar og þau sem vinna við það í dag gerum það til að aðrir þurfi ekki að upplifa sig eins eina og við höfum upplifað okkur. Því er átak eins og Gulur september vonartíra í svartnættinu. Hvert er hægt að leita? Þeim sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á Píeta símann s. 552-2218, Upplýsingasíma heilsugæslunnar s. 1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717 og netspjallið 1717.is. Þeim sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, Upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar s. 1700, netspjallið heilsuvera.is, og á Píeta símann s. 552-2218. Höfundur er teymisstjóri jafningja og félagsráðgjafi í Geðhvarfateymi Landspítala.
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar