Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar 3. september 2025 11:45 Brátt taka gildi hér á landi nýjar reglur um ráðningarsamband sem snúa annars vegar að reynslutíma og hins vegar að rétti starfsfólks til að taka að sér störf utan umsamins vinnutíma. Reglurnar byggja á tilskipun (ESB) 2019/1152 um gagnsæi og fyrirsjáanleg vinnuskilyrði, sem leggja ríkar skyldur á vinnuveitendur um að upplýsa starfsfólk um helstu skilmála ráðningar frá fyrsta degi. Að mati BHM er löngu tímabært að þessar reglur verði innleiddar á Íslandi. Reynslutími Reynslutími er lögmætt úrræði sem gerir báðum aðilum kleift að meta hvort ráðning standist væntingar. Vinnuveitandi fær tækifæri til að kanna hæfni og frammistöðu, en starfsfólk metur hvort starf, starfskjör og vinnuumhverfi séu viðeigandi. Hingað til hefur framkvæmd reynslutíma að mestu ráðist af ákvörðunum vinnuveitenda, sem endurspeglar sterkari samningsstöðu þeirra. Tilskipunin leitast við að jafna aðstöðumun með því að tryggja að skilyrði reynslutíma séu málefnaleg, fyrirsjáanleg og gagnsæ. Vinnuveitandi ber að upplýsa skriflega hvort ráðning sé bundin reynslutíma og tilgreina lengd hans og skilyrði. Þar gilda eftirfarandi meginreglur: Almenn regla: Reynslutími skal ekki vera lengri en sex mánuðir. Tímabundnar ráðningar: Lengd reynslutíma skal vera í samræmi við gildistíma samnings og eðli starfs. Endurnýjun: Óheimilt er að setja nýjan reynslutíma við endurnýjun samnings til sambærilegra starfa. Undantekningar: Heimilt er að ákveða lengri reynslutíma ef það er réttlætanlegt vegna eðlis starfs eða í þágu hagsmuna starfsmanns. Reynslutíma má framlengja ef starfsmaður þarf að vera frá vegna veikinda eða annarra lögmætra forfalla. Uppsögn: Vinnuveitandi skal upplýsa um þau sérákvæði sem gilda um uppsögn á reynslutíma. Í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins er aðeins gert ráð fyrir ráðningu til reynslu, án þess að kveðið sé á um hámarkslengd. Í framkvæmd hafa forstöðumenn stofnana ákveðið hann, oftast þrjá til sex mánuði, en stundum lengur. Nýju reglurnar setja því skýr mörk, auka fyrirsjáanleika og réttaröryggi án þess að skerða nauðsynlegt svigrúm stjórnenda. Sambærilegt fyrirkomulag er hjá sveitarfélögum. Hjá Reykjavíkurborg er almennt miðað við þriggja mánaða reynslutíma, með möguleika á framlengingu í allt að fimm mánuði í undantekningartilvikum. Á almennum vinnumarkaði hefur verið fylgt sömu meginreglum. Almennt hafa reglur um reynslutíma verið notaðar af ábyrgð, en með nýju tilskipuninni verður framkvæmdin skýrari og betur afmörkuð. Sérstaklega skiptir máli að vinnuveitendur þurfi að færa rök fyrir því ef ákveðið er reynslutími skuli vera lengri en sex mánuðir, þannig að forsendur fyrir þeirri ákvæði liggi ljósar fyrir og framkvæmdin gagnsæ. Staða starfsfólks í tímabundnum ráðningum er jafnframt styrkt og komið er í veg fyrir að það sé endurtekið sett á reynslutíma í sömu störfum eða verkefnum. Á því sviði reynir einnig á samspil við ákvæði laga um tímabundnar ráðningar sem banna misnotkun á því ráðningarformi. Reglurnar mynda þannig varnarmúr gegn misnotkun og tryggja jafnræði aðila. Samhliða störf Nýju reglurnar skerpa einnig á rétti starfsfólks til að taka að sér störf hjá öðrum aðilum utan umsamins vinnutíma. Vinnuveitendur munu ekki lengur geta bannað slík störf nema fyrir liggi málefnaleg og lögmæt rök, svo sem: vernd heilsu og öryggis starfsfólks, vernd viðskiptaleyndarmála, kröfur um óhlutdrægni í opinberri þjónustu, eða til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra. Óheimilt verður að mismuna starfsfólki í starfskjörum vegna slíkra starfa. Reglur af þessu tagi hafa lengi gilt á opinberum vinnumarkaði, en með nýju tilskipuninni verða þær samræmdar fyrir allt starfsfólk á íslenskum vinnumarkaði. Þetta er ekki hið sama og samkeppnisákvæði í ráðningarsamningum sem geta tekið gildi eftir lok ráðningar. Slík ákvæði lúta sértækum og ströngum skilyrðum til verndar atvinnufrelsi. Persónulegt gildissvið Tilskipunin nær til alls vinnumarkaðarins, bæði hins almenna og opinbera. Heimilt er að undanþiggja tiltekna hópa opinberra starfsmanna, en BHM telur engar ástæður til þess. Þvert á móti ber að tryggja jafna vernd fyrir allt starfsfólk, óháð starfsvettvangi. Löngu tímabært Tilskipunin var samþykkt í Brussel árið 2019 en ekki tekin upp í EES-samninginn fyrr en árið 2024. Að mati BHM hefur starfsfólk þurft að bíða óþarflega lengi eftir þessum sjálfsögðu réttarbótum. Brýnt er að stjórnvöld tryggi tafarlausa og fulla innleiðingu. Niðurstaða Nýju reglurnar setja skýr mörk um lengd reynslutíma, tryggja vernd gegn óréttmætum takmörkunum á samhliða störfum og ná yfir allan vinnumarkaðinn. Markmiðið er að starfsfólk viti frá fyrsta degi hvar það stendur, njóti atvinnufrelsis og eigi rétt á sanngjörnu og gagnsæju mati á frammistöðu sinni. Með innleiðingu tilskipunarinnar er lagður grundvöllur að traustari og réttlátari vinnumarkaði þar sem jafnræði, fyrirsjáanleiki og réttindi starfsfólks eru í forgrunni. BHM fagnar því að aðildarfélög þess fái betri verkfæri til að styðja við og þjónusta sitt félagsfólk. Höfundur er sérfræðingur í kjara- og réttindamálum hjá BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Brátt taka gildi hér á landi nýjar reglur um ráðningarsamband sem snúa annars vegar að reynslutíma og hins vegar að rétti starfsfólks til að taka að sér störf utan umsamins vinnutíma. Reglurnar byggja á tilskipun (ESB) 2019/1152 um gagnsæi og fyrirsjáanleg vinnuskilyrði, sem leggja ríkar skyldur á vinnuveitendur um að upplýsa starfsfólk um helstu skilmála ráðningar frá fyrsta degi. Að mati BHM er löngu tímabært að þessar reglur verði innleiddar á Íslandi. Reynslutími Reynslutími er lögmætt úrræði sem gerir báðum aðilum kleift að meta hvort ráðning standist væntingar. Vinnuveitandi fær tækifæri til að kanna hæfni og frammistöðu, en starfsfólk metur hvort starf, starfskjör og vinnuumhverfi séu viðeigandi. Hingað til hefur framkvæmd reynslutíma að mestu ráðist af ákvörðunum vinnuveitenda, sem endurspeglar sterkari samningsstöðu þeirra. Tilskipunin leitast við að jafna aðstöðumun með því að tryggja að skilyrði reynslutíma séu málefnaleg, fyrirsjáanleg og gagnsæ. Vinnuveitandi ber að upplýsa skriflega hvort ráðning sé bundin reynslutíma og tilgreina lengd hans og skilyrði. Þar gilda eftirfarandi meginreglur: Almenn regla: Reynslutími skal ekki vera lengri en sex mánuðir. Tímabundnar ráðningar: Lengd reynslutíma skal vera í samræmi við gildistíma samnings og eðli starfs. Endurnýjun: Óheimilt er að setja nýjan reynslutíma við endurnýjun samnings til sambærilegra starfa. Undantekningar: Heimilt er að ákveða lengri reynslutíma ef það er réttlætanlegt vegna eðlis starfs eða í þágu hagsmuna starfsmanns. Reynslutíma má framlengja ef starfsmaður þarf að vera frá vegna veikinda eða annarra lögmætra forfalla. Uppsögn: Vinnuveitandi skal upplýsa um þau sérákvæði sem gilda um uppsögn á reynslutíma. Í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins er aðeins gert ráð fyrir ráðningu til reynslu, án þess að kveðið sé á um hámarkslengd. Í framkvæmd hafa forstöðumenn stofnana ákveðið hann, oftast þrjá til sex mánuði, en stundum lengur. Nýju reglurnar setja því skýr mörk, auka fyrirsjáanleika og réttaröryggi án þess að skerða nauðsynlegt svigrúm stjórnenda. Sambærilegt fyrirkomulag er hjá sveitarfélögum. Hjá Reykjavíkurborg er almennt miðað við þriggja mánaða reynslutíma, með möguleika á framlengingu í allt að fimm mánuði í undantekningartilvikum. Á almennum vinnumarkaði hefur verið fylgt sömu meginreglum. Almennt hafa reglur um reynslutíma verið notaðar af ábyrgð, en með nýju tilskipuninni verður framkvæmdin skýrari og betur afmörkuð. Sérstaklega skiptir máli að vinnuveitendur þurfi að færa rök fyrir því ef ákveðið er reynslutími skuli vera lengri en sex mánuðir, þannig að forsendur fyrir þeirri ákvæði liggi ljósar fyrir og framkvæmdin gagnsæ. Staða starfsfólks í tímabundnum ráðningum er jafnframt styrkt og komið er í veg fyrir að það sé endurtekið sett á reynslutíma í sömu störfum eða verkefnum. Á því sviði reynir einnig á samspil við ákvæði laga um tímabundnar ráðningar sem banna misnotkun á því ráðningarformi. Reglurnar mynda þannig varnarmúr gegn misnotkun og tryggja jafnræði aðila. Samhliða störf Nýju reglurnar skerpa einnig á rétti starfsfólks til að taka að sér störf hjá öðrum aðilum utan umsamins vinnutíma. Vinnuveitendur munu ekki lengur geta bannað slík störf nema fyrir liggi málefnaleg og lögmæt rök, svo sem: vernd heilsu og öryggis starfsfólks, vernd viðskiptaleyndarmála, kröfur um óhlutdrægni í opinberri þjónustu, eða til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra. Óheimilt verður að mismuna starfsfólki í starfskjörum vegna slíkra starfa. Reglur af þessu tagi hafa lengi gilt á opinberum vinnumarkaði, en með nýju tilskipuninni verða þær samræmdar fyrir allt starfsfólk á íslenskum vinnumarkaði. Þetta er ekki hið sama og samkeppnisákvæði í ráðningarsamningum sem geta tekið gildi eftir lok ráðningar. Slík ákvæði lúta sértækum og ströngum skilyrðum til verndar atvinnufrelsi. Persónulegt gildissvið Tilskipunin nær til alls vinnumarkaðarins, bæði hins almenna og opinbera. Heimilt er að undanþiggja tiltekna hópa opinberra starfsmanna, en BHM telur engar ástæður til þess. Þvert á móti ber að tryggja jafna vernd fyrir allt starfsfólk, óháð starfsvettvangi. Löngu tímabært Tilskipunin var samþykkt í Brussel árið 2019 en ekki tekin upp í EES-samninginn fyrr en árið 2024. Að mati BHM hefur starfsfólk þurft að bíða óþarflega lengi eftir þessum sjálfsögðu réttarbótum. Brýnt er að stjórnvöld tryggi tafarlausa og fulla innleiðingu. Niðurstaða Nýju reglurnar setja skýr mörk um lengd reynslutíma, tryggja vernd gegn óréttmætum takmörkunum á samhliða störfum og ná yfir allan vinnumarkaðinn. Markmiðið er að starfsfólk viti frá fyrsta degi hvar það stendur, njóti atvinnufrelsis og eigi rétt á sanngjörnu og gagnsæju mati á frammistöðu sinni. Með innleiðingu tilskipunarinnar er lagður grundvöllur að traustari og réttlátari vinnumarkaði þar sem jafnræði, fyrirsjáanleiki og réttindi starfsfólks eru í forgrunni. BHM fagnar því að aðildarfélög þess fái betri verkfæri til að styðja við og þjónusta sitt félagsfólk. Höfundur er sérfræðingur í kjara- og réttindamálum hjá BHM.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar