Segja átta hafa verið tekin af lífi á skipulagðan hátt Samúel Karl Ólason skrifar 25. apríl 2016 10:36 Morðin foru framin í bænum Piketon í Ohio þar sem íbúar segjast óttaslegnir. MYND/WIKIPEDIA COMMONS Yfirvöld í Ohio í Bandaríkjunum standa nú í umfangsmikilli leit að mögulegum morðingjum eftir að átta fjölskyldumeðlimir voru teknir af lífi á skipulagðan hátt í bænum Piketon í síðustu viku. Um er að ræða sjö fullorðna og einn táning. Lögreglan segir að þremur börnum hafi verið hlíft. Ódæðið hefur haft veruleg áhrif á samfélagið og íbúar segjast mjög óttaslegnir. Fógeti Piketon ráðlagði ættingjum fjölskyldunnar að vopnast, óttist þau um líf sín. Morðin áttu sér stað á fjórum heimilum. Tvö þeirra eru nálægt hvoru öðru, en hin eru í nokkurri fjarlægð frá þeim tveimur. Fógetinn Charles Reader segir að flest fórnarlömbin hafi verið sofandi þegar þau voru skotin til bana. Lögreglan hefur að öðru leyti varist fregna af málinu, samkvæmt AP fréttaveitunni, en þeir segja þó að kannabisræktun hafi fundist á heimilum fólksins sem var myrt. Ekki er vitað hvort að morðin tengist ræktuninni. Þá hefur lögreglan rætt við um 50 manns vegna rannsóknarinnar og fjölmenn teymi rannsakenda eru enn að störfum við heimilin. Fórnarlömbin voru 44 til 16 ára gömul. Ein 19 ára gömul kona var meðal fórnarlambanna og þegar hún var skotin var hún með nokkurra daga gamalt barn með sér í rúminu. Ekki er vitað hvort að morðin voru framin af einum eða fleiri aðilum. Ríkissaksóknari Ohio segist þó telja líklegt að um fleiri en einn morðingja hafi verið að ræða. Þá liggur ekki fyrir hvenær morðin voru framin. Morðin voru fyrst tilkynnt á föstudagskvöldið. Búið er að birta símtöl til Neyðarlínunnar vegna morðanna. Tengdar fréttir Minnst sjö liggja í valnum í Ohio Árásarmaðurinn gengur laus og skólum hefur verið lokað í bænum Piketon en fimm börn eru sögð meðal hinna látnu. 22. apríl 2016 16:53 Morð á fjölskyldu í Ohio: Segja morðin minna á aftökur Þrjú börn lifðu af árásina. 23. apríl 2016 09:24 Að meðaltali 30 morð á dag Fimm meðlimir sömu fjölskyldu voru skotnir til bana í Georgíuríki í Bandaríkjunum í gær, sama dag og átta skyldmenni voru myrt í Pike-sýslu í Ohio. Hátt í 4000 einstaklingar hafa verið skotnir til bana í Bandaríkjunum það sem af er þessu ári. 23. apríl 2016 20:00 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Yfirvöld í Ohio í Bandaríkjunum standa nú í umfangsmikilli leit að mögulegum morðingjum eftir að átta fjölskyldumeðlimir voru teknir af lífi á skipulagðan hátt í bænum Piketon í síðustu viku. Um er að ræða sjö fullorðna og einn táning. Lögreglan segir að þremur börnum hafi verið hlíft. Ódæðið hefur haft veruleg áhrif á samfélagið og íbúar segjast mjög óttaslegnir. Fógeti Piketon ráðlagði ættingjum fjölskyldunnar að vopnast, óttist þau um líf sín. Morðin áttu sér stað á fjórum heimilum. Tvö þeirra eru nálægt hvoru öðru, en hin eru í nokkurri fjarlægð frá þeim tveimur. Fógetinn Charles Reader segir að flest fórnarlömbin hafi verið sofandi þegar þau voru skotin til bana. Lögreglan hefur að öðru leyti varist fregna af málinu, samkvæmt AP fréttaveitunni, en þeir segja þó að kannabisræktun hafi fundist á heimilum fólksins sem var myrt. Ekki er vitað hvort að morðin tengist ræktuninni. Þá hefur lögreglan rætt við um 50 manns vegna rannsóknarinnar og fjölmenn teymi rannsakenda eru enn að störfum við heimilin. Fórnarlömbin voru 44 til 16 ára gömul. Ein 19 ára gömul kona var meðal fórnarlambanna og þegar hún var skotin var hún með nokkurra daga gamalt barn með sér í rúminu. Ekki er vitað hvort að morðin voru framin af einum eða fleiri aðilum. Ríkissaksóknari Ohio segist þó telja líklegt að um fleiri en einn morðingja hafi verið að ræða. Þá liggur ekki fyrir hvenær morðin voru framin. Morðin voru fyrst tilkynnt á föstudagskvöldið. Búið er að birta símtöl til Neyðarlínunnar vegna morðanna.
Tengdar fréttir Minnst sjö liggja í valnum í Ohio Árásarmaðurinn gengur laus og skólum hefur verið lokað í bænum Piketon en fimm börn eru sögð meðal hinna látnu. 22. apríl 2016 16:53 Morð á fjölskyldu í Ohio: Segja morðin minna á aftökur Þrjú börn lifðu af árásina. 23. apríl 2016 09:24 Að meðaltali 30 morð á dag Fimm meðlimir sömu fjölskyldu voru skotnir til bana í Georgíuríki í Bandaríkjunum í gær, sama dag og átta skyldmenni voru myrt í Pike-sýslu í Ohio. Hátt í 4000 einstaklingar hafa verið skotnir til bana í Bandaríkjunum það sem af er þessu ári. 23. apríl 2016 20:00 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Minnst sjö liggja í valnum í Ohio Árásarmaðurinn gengur laus og skólum hefur verið lokað í bænum Piketon en fimm börn eru sögð meðal hinna látnu. 22. apríl 2016 16:53
Morð á fjölskyldu í Ohio: Segja morðin minna á aftökur Þrjú börn lifðu af árásina. 23. apríl 2016 09:24
Að meðaltali 30 morð á dag Fimm meðlimir sömu fjölskyldu voru skotnir til bana í Georgíuríki í Bandaríkjunum í gær, sama dag og átta skyldmenni voru myrt í Pike-sýslu í Ohio. Hátt í 4000 einstaklingar hafa verið skotnir til bana í Bandaríkjunum það sem af er þessu ári. 23. apríl 2016 20:00