Þér er boðið Birgir Örn Guðjónsson skrifar 27. apríl 2016 13:01 Fréttir síðustu vikna af földu fé á fjarlægum eyjum eru engar fréttir. Þetta er bara staðfesting á því sem við vissum alltaf. Við vissum vel að menn fóru með fullt af peningum úr landi. Við vissum vel að þeir ríku héldu áfram að vera ríkir þrátt fyrir hrun. Við vissum líka alveg að Jón Ásgeir átti fyrir meiru en diet kók. Við vissum að við hin stóðum eftir á klístruðu gólfi eftir að partýið fór úr böndunum. Við vissum að við sátum eftir með reikninginn. Fréttir síðustu vikna eru stóra „sko“ almúgans. Núna getum við loksins sagt „sko, ég vissi það!“. Við getum bent framan í þá sem áttu VIP kort í Panama klúbbinn og sagt að þetta var drullu ljótt af ykkur og þið ættuð að skammast ykkar. Þið voruð þið að svindla og það komst upp um ykkur. Okkur er alveg sama hvort svindlið hafi tekist eða ekki. Þið eruð jafn sek um svindl, svik og pretti gagnvart okkur, sama hvort fjársjóðsfélagið ykkar hafi floppað eða toppað. Heiðarleiki og sanngirni eru margfallt verðmætari en loftbólu-góðæri og matador peningar. Ég er þakklátur fyrir að samfélagið virðist nú gera sér grein fyrir því. Ég vona að samfélagið muni í þetta sinn. Engin lögmannsstofa í Panama getur hjálpað þér að kaupa æru þína og samvisku til baka. Ég er þakklátur fyrir þessa uppljóstrun á þessum tímapunkti. Við erum nefnilega á góðri siglingu inn í sama ruglið og sökkti okkur síðast. Boðsgestum síðasta partýs er aftur boðið og við eigum að bíða spennt eftir brauðmolum á gólfinu og flöskum með botnfylli af diet kók með syndandi sígarettustubbum. „Kannski finnurðu ónotað boðskort og kemst inn“ er blekkingin sem heldur hlífðarskyldi yfir græðgidrifnum kapitalismanum. Heldur okkur frá því að segja „hingað og ekki lengra“. En bestuvinafélagið og Panamaklúbburinn er ekki fyrir okkur. Lets face it. Við erum þjónar þeirra og verndarar, ekki boðsgestir. Ég vil engum illt. Ekki heldur þeim sem hafa gert okkur illt. Þeir ætluðu líka fæstir að gera okkur illt. Ég verð að gefa þeim það. Þeir voru blindaðir af græðgi og gleymdu sér í keppni við jakkafataklædda ofurmennið í næstu þotu. Þeir voru klappaðir upp og hylltir. Þeir notfærðu sér kerfi sem er götótt, gallað og úldið. Það sem ég vil er að fréttir síðustu vikna kenni mönnum eitthvað. Geri okkur að betra samfélagi. Ég vil að við lærum að sumt er ekki þess virði. Góðæri er ekki mælt með einkaþotum og lúxus jeppum. Raunverulegt góðæri er mælt með heiðarleika, náungakærleika og sanngjörnu samfélagi. Það er góðærið sem ég bíð eftir. Í það hafa allir fengið boðskort. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Sjá meira
Fréttir síðustu vikna af földu fé á fjarlægum eyjum eru engar fréttir. Þetta er bara staðfesting á því sem við vissum alltaf. Við vissum vel að menn fóru með fullt af peningum úr landi. Við vissum vel að þeir ríku héldu áfram að vera ríkir þrátt fyrir hrun. Við vissum líka alveg að Jón Ásgeir átti fyrir meiru en diet kók. Við vissum að við hin stóðum eftir á klístruðu gólfi eftir að partýið fór úr böndunum. Við vissum að við sátum eftir með reikninginn. Fréttir síðustu vikna eru stóra „sko“ almúgans. Núna getum við loksins sagt „sko, ég vissi það!“. Við getum bent framan í þá sem áttu VIP kort í Panama klúbbinn og sagt að þetta var drullu ljótt af ykkur og þið ættuð að skammast ykkar. Þið voruð þið að svindla og það komst upp um ykkur. Okkur er alveg sama hvort svindlið hafi tekist eða ekki. Þið eruð jafn sek um svindl, svik og pretti gagnvart okkur, sama hvort fjársjóðsfélagið ykkar hafi floppað eða toppað. Heiðarleiki og sanngirni eru margfallt verðmætari en loftbólu-góðæri og matador peningar. Ég er þakklátur fyrir að samfélagið virðist nú gera sér grein fyrir því. Ég vona að samfélagið muni í þetta sinn. Engin lögmannsstofa í Panama getur hjálpað þér að kaupa æru þína og samvisku til baka. Ég er þakklátur fyrir þessa uppljóstrun á þessum tímapunkti. Við erum nefnilega á góðri siglingu inn í sama ruglið og sökkti okkur síðast. Boðsgestum síðasta partýs er aftur boðið og við eigum að bíða spennt eftir brauðmolum á gólfinu og flöskum með botnfylli af diet kók með syndandi sígarettustubbum. „Kannski finnurðu ónotað boðskort og kemst inn“ er blekkingin sem heldur hlífðarskyldi yfir græðgidrifnum kapitalismanum. Heldur okkur frá því að segja „hingað og ekki lengra“. En bestuvinafélagið og Panamaklúbburinn er ekki fyrir okkur. Lets face it. Við erum þjónar þeirra og verndarar, ekki boðsgestir. Ég vil engum illt. Ekki heldur þeim sem hafa gert okkur illt. Þeir ætluðu líka fæstir að gera okkur illt. Ég verð að gefa þeim það. Þeir voru blindaðir af græðgi og gleymdu sér í keppni við jakkafataklædda ofurmennið í næstu þotu. Þeir voru klappaðir upp og hylltir. Þeir notfærðu sér kerfi sem er götótt, gallað og úldið. Það sem ég vil er að fréttir síðustu vikna kenni mönnum eitthvað. Geri okkur að betra samfélagi. Ég vil að við lærum að sumt er ekki þess virði. Góðæri er ekki mælt með einkaþotum og lúxus jeppum. Raunverulegt góðæri er mælt með heiðarleika, náungakærleika og sanngjörnu samfélagi. Það er góðærið sem ég bíð eftir. Í það hafa allir fengið boðskort.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar