Airbnb og svört atvinnustarfsemi Lárus Lárusson hdl. skrifar 28. apríl 2016 13:00 Annað árið í röð hefur á Alþingi verið lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald í því skyni að reyna að henda reiður á heimagistingu í gegnum airbnb.com. Því miður virðast ekki vera miklar líkur á því að núverandi frumvarp nái í gegnum þingið fyrir sumarið. Í frumvarpinu, sem er nokkuð breytt frá fyrra þingi, er ýmislegt til bóta. Með því er opnaður gluggi fyrir einstaklinga til þess að leigja út aukaherbergi á lögheimili sínu til ferðamanna í 90 daga á ári án þess að þurfa til þess opinber leyfi. Einnig yrði heimilt að leigja út eina aðra fasteign í persónulegum notum, eins og það er orðað, t.d. sumarbústað. Með þessu yrði dregið úr reglubyrði og einstaklingum gert mun auðveldara um vik að leigja gistingu til ferðamanna innan þeirra marka sem fumvarpið kveður á um. Eins og regluverkið er í dag þá er öll gistiþjónusta háð leyfum og er skattskyld atvinnustarfsemi. Í frumvarpinu er reynt að draga skil milli einstaklinga sem vilja hagnýta heimili sitt innan eðlilegra marka sem búbót við tekjur sínar og svo hinna sem stunda gistiþjónustu beinlínis sem atvinnustarfsemi í bága við lög og reglur. Samkvæmt frumvarpinu verða hinir síðarnefndu eftir sem áður skuldbundnir til þess að afla opinberra leyfi fyrir starfsemi sinni og standa skil skatta og gjalda. Það sem frumvarpið gerir hins vegar ekki er að búa til hvata fyrir þá aðila, sem hafa hingað til stundað þessa starfsemi svarta, til þess að breyta þeirri hegðun. Rannsóknir í stórborgum Evrópu benda til þess að einungis þriðjungur gistiþjónustu sem boðin er í deilihagkerfinu svokallaða, t.d. gegnum airbnb.com, er gefinn upp. Þetta á til dæmis við um París sem hefur verið kölluð höfuðborg airbnb og Berlín þrátt fyrir ívilnandi breytingar á reglum þar í borg. Ekki virðist skipta máli hversu algeng eða óalgeng þessi tegund útleigu er því í París er hlutfallið af íbúðum í borginni skráðum á airbnb.com 4% eða með því hæsta sem þekkist á meðan hlutfallið í Berlín er aðeins 0,4%. Við Íslendingar mælumst auðvitað við hæstu mörk eins og þeir í París. Þetta held ég að sýni okkur að þegar öllu er á botninn hvolft eru því miður litlar líkur á því að þetta annars ágæta frumvarp muni skila tilætluðum árangri. Frumvarpið mun nýtast minni aðilunum á meðan hinir munu að öllum líkindum halda ótrauðir áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Sjá meira
Annað árið í röð hefur á Alþingi verið lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald í því skyni að reyna að henda reiður á heimagistingu í gegnum airbnb.com. Því miður virðast ekki vera miklar líkur á því að núverandi frumvarp nái í gegnum þingið fyrir sumarið. Í frumvarpinu, sem er nokkuð breytt frá fyrra þingi, er ýmislegt til bóta. Með því er opnaður gluggi fyrir einstaklinga til þess að leigja út aukaherbergi á lögheimili sínu til ferðamanna í 90 daga á ári án þess að þurfa til þess opinber leyfi. Einnig yrði heimilt að leigja út eina aðra fasteign í persónulegum notum, eins og það er orðað, t.d. sumarbústað. Með þessu yrði dregið úr reglubyrði og einstaklingum gert mun auðveldara um vik að leigja gistingu til ferðamanna innan þeirra marka sem fumvarpið kveður á um. Eins og regluverkið er í dag þá er öll gistiþjónusta háð leyfum og er skattskyld atvinnustarfsemi. Í frumvarpinu er reynt að draga skil milli einstaklinga sem vilja hagnýta heimili sitt innan eðlilegra marka sem búbót við tekjur sínar og svo hinna sem stunda gistiþjónustu beinlínis sem atvinnustarfsemi í bága við lög og reglur. Samkvæmt frumvarpinu verða hinir síðarnefndu eftir sem áður skuldbundnir til þess að afla opinberra leyfi fyrir starfsemi sinni og standa skil skatta og gjalda. Það sem frumvarpið gerir hins vegar ekki er að búa til hvata fyrir þá aðila, sem hafa hingað til stundað þessa starfsemi svarta, til þess að breyta þeirri hegðun. Rannsóknir í stórborgum Evrópu benda til þess að einungis þriðjungur gistiþjónustu sem boðin er í deilihagkerfinu svokallaða, t.d. gegnum airbnb.com, er gefinn upp. Þetta á til dæmis við um París sem hefur verið kölluð höfuðborg airbnb og Berlín þrátt fyrir ívilnandi breytingar á reglum þar í borg. Ekki virðist skipta máli hversu algeng eða óalgeng þessi tegund útleigu er því í París er hlutfallið af íbúðum í borginni skráðum á airbnb.com 4% eða með því hæsta sem þekkist á meðan hlutfallið í Berlín er aðeins 0,4%. Við Íslendingar mælumst auðvitað við hæstu mörk eins og þeir í París. Þetta held ég að sýni okkur að þegar öllu er á botninn hvolft eru því miður litlar líkur á því að þetta annars ágæta frumvarp muni skila tilætluðum árangri. Frumvarpið mun nýtast minni aðilunum á meðan hinir munu að öllum líkindum halda ótrauðir áfram.
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun