„Húrra yfir því að vera hóra“ Birgir Örn Steinarsson skrifar 28. apríl 2016 13:12 Steven veittist hart að Bryndísi og hennar fjölskyldugildum í nýlegri predikun sinni. Vísir „Lífið í hinu femínska helvíti er bara ljúft. Við kunnum ekkert að skammast okkar. Húrra fyrir því að vera hóra. Það er voðalega gaman, hann er eitthvað að misskilja þetta,“ segir Bryndís Eva Ásmundsdóttir um predikun baptista prestsins Steven Anderson sem gerði meintan hórdóm hennar og annarra íslenskra kvenna að umræðuefni sínu undir yfirskriftinni „þjóð bastarða". Þar sagði hann meðal annars að Ísland væri „femínskt helvíti“. Ástæðan fyrir því að hann gerði Ísland umfjöllunarefni sínu var frétt CNN frá því í mars sem fjallaði um „ófhefðbundin“ íslensk fjölskyldugildi út frá þeirri staðreynd að 67% íslenskra barna fæðast hér utan hjónabands. „Þetta er óvæntur titill sem ég hef eignað mér. Að vera táknmynd skandinavísk saurlífis. Okkur brá svolítið fyrst en aðallega höfum við gaman að þessu. Þetta er mjög langt gengið í geðveikinni.“CNN hafði samband eftir predikunina Bryndís segir að það hafi hrúgast inn vinabeiðnir frá mis vafasömum mönnum eftir að viðtalið birtist á sínum tíma. Hún segist ekki hafa orðið fyrir beinu áreiti vegna þessa. Í gær höfðu svo þáttastjórnendur CNN samband við hana til þess að ítreka að viðbrögð predikarans séu ekki í takt við þau viðbrögð er þeir hafi orðið var við. „Bandaríkin skiptast kannski í tvennt með þessar týpur og þá sem okkur finnst meira réttþenkjandi. Samt var ákveðinn hugsunarháttur hjá þeim líka í því hvernig þeir báru þetta fram. Sögðu að við kusum að lifa svona „án nokkurra skammar eða eftirsjá“. Það eitt er töluvert gildishlaðið þó svo að þeir reyni að vera kúl með þetta. Þeir voru sjálfir svolítið hissa að þetta væri í alvöru í lagi og að fólk geti gengið hér um með höfuðið hátt þrátt fyrir að svona sé í gangi.“ Bryndís segir þetta áhugavert dæmi um hvernig trúarbrögð séu stundum notuð sem stjórntæki karla yfir konum. Hún bendir til dæmis á að hvergi sé minnst á kærasta hennar Sigurð Eggertsson í umfjöllun um frétt CNN og segir í gríni að hann fái hvergi viðurkenningu fyrir sinn hórdóm þó að hann sé í sömu stöðu og hún. „Predikarinn talar alltaf um konur. Leggur áherslu á að konan eigi að vera hrein mey og annað. Það er aldrei lögð áhersla á að kallinn eigi að vera það líka.“„Virðist vera í lagi að glenna fætur sínar fyrir hvern sem er“ Í gær tóku þáttastjórnendur Harmageddon á X-inu símaviðtal við Steven Anderson sem sagðist vera leiður yfir því að það sé stöðugt verið að éta ofan í þjóð sína að vera meira eins og hinar „dásamlegu“ Skandínavíuþjóðir. „Ég var að reyna kenna fólkinu mínu að Ísland er í raun vondur staður og að við eigum ekki að fylgja í fótspor ykkar. Íslendingar verða líka að heyra það að þið eruð ekki að lifa lífi sem er samþykkt af Guði,“ segir Steven meðal annars í viðtalinu. „Í stað þess að skammast ykkar þá virðist þið vera stolt af þessu. Þarna virðist það bara vera í lagi að konur glenni fótleggi sína fyrir hvern sem er og séu hórur. Miðað við þessa tölu hljómar eins og meirihluti kvenna á Íslandi séu hórur. Margir skilgreina hórur sem konur sem fá greitt fyrir kynlíf en Biblían segir að konur sem sofi hjá mörgum körlum án þess að fá greitt fyrir það séu jafnvel verri en hórur.“Femínismi og Biblía fara ekki samanSteven segir femínisma og boðskap Biblíunnar fara illa saman og talaði um Ísland sem „feminista-helvíti“ í predikun sinni. „Það er ekkert leyndarmál að Ísland er leiðandi þjóð hvað femínisma varðar. Venjulegir menn vilja ekki láta konu stjórna sér, það skapar honum helvíti. Ef ég væri giftur konu sem væri uppreisnargjörn, væri að reyna segja mér hvað ég ætti að gera í stað þess að lúta mínum vilja, yrði það persónulegt helvíti. Biblían segir að það eigi að kenna ungum konum að vera allsgáðar, að elska menn sína og börn. Að vera auðmjúkar á heimilum sínum og hlýðnar mönnum sínum. Femínismi er því algjörlega á skjöni við boðskap Biblíunnar.“ Þegar þáttastjórnendur spurðu hvort hann tryði því að Íslendingar væru flestir á leið til helju eftir þetta jarðlíf sagði hann að það færi alfarið eftir því hvort þeir samþykktu Jesú Krist sem frelsara sinn eður ei. En þar sem hann vissi að mikið trúleysi ríkti á Íslandi væri hann sannfærður um að 99% Íslendinga væru á leið á stóra grillið niðri. „Mér finnst fyndið hvernig þið horfið á þessa stöðu ykkar sem jákvæða þróun. Þetta er eins hér í Bandaríkjunum þar sem við eigum núna að horfa á viðurkenningu á samkynhneigðar sem jákvæða þróun. En ef þú skoðar tölfræði þá sérðu að það að vera samkynhneigður eykur líkur á HIV smiti um 85%. Þannig að þessir „stórkostlegu háþróuðu“ lifnaðarhættir framleiða bara kynsjúkdóma, bastarðabörn, eykur notkun á geðlyfjum og fleira. Þetta er ekki betra en það var. Ég er viss um að Ísland var betri staður áður en þetta var svona. Þið eruð á leið niður klósettið.“ Heyra má viðtal Harmageddon við Steven í heild sinni hér; Tengdar fréttir „Við þurfum að snúa aftur til siðferðis Biblíunnar svo að við verðum ekki bastarðaþjóð líkt og Ísland“ Umdeildur baptistaprestur í Arisóna fjallar um Ísland í nýjustu predikun sinni. 27. apríl 2016 14:12 „Ekki bara hóra, heldur heill poki af hórum“ Vegna miður fallegra ummæla á Youtube vegna viðtals sem CNN tók við hana og kærastann vegna „óhefðbundna fjölskyldugildna“ á Íslandi ákvað Bryndís Eva Ásmundsdóttir að svara fyrir sig og íslenskar konur á Facebook. 30. mars 2016 13:16 CNN furðar sig á fjölda íslenskra barna utan hjónabands Blaðamaðurinn Bill Weir komst að þeirri niðurstöðu að feminismi á Íslandi væri það ríkjandi að það þætti ekkert tiltökumál að ógiftar konur eignist börn. 29. mars 2016 12:07 Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma Lífið Fleiri fréttir Blóðugur Kristur og brjáluð stemming í Breiðholtinu Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira
„Lífið í hinu femínska helvíti er bara ljúft. Við kunnum ekkert að skammast okkar. Húrra fyrir því að vera hóra. Það er voðalega gaman, hann er eitthvað að misskilja þetta,“ segir Bryndís Eva Ásmundsdóttir um predikun baptista prestsins Steven Anderson sem gerði meintan hórdóm hennar og annarra íslenskra kvenna að umræðuefni sínu undir yfirskriftinni „þjóð bastarða". Þar sagði hann meðal annars að Ísland væri „femínskt helvíti“. Ástæðan fyrir því að hann gerði Ísland umfjöllunarefni sínu var frétt CNN frá því í mars sem fjallaði um „ófhefðbundin“ íslensk fjölskyldugildi út frá þeirri staðreynd að 67% íslenskra barna fæðast hér utan hjónabands. „Þetta er óvæntur titill sem ég hef eignað mér. Að vera táknmynd skandinavísk saurlífis. Okkur brá svolítið fyrst en aðallega höfum við gaman að þessu. Þetta er mjög langt gengið í geðveikinni.“CNN hafði samband eftir predikunina Bryndís segir að það hafi hrúgast inn vinabeiðnir frá mis vafasömum mönnum eftir að viðtalið birtist á sínum tíma. Hún segist ekki hafa orðið fyrir beinu áreiti vegna þessa. Í gær höfðu svo þáttastjórnendur CNN samband við hana til þess að ítreka að viðbrögð predikarans séu ekki í takt við þau viðbrögð er þeir hafi orðið var við. „Bandaríkin skiptast kannski í tvennt með þessar týpur og þá sem okkur finnst meira réttþenkjandi. Samt var ákveðinn hugsunarháttur hjá þeim líka í því hvernig þeir báru þetta fram. Sögðu að við kusum að lifa svona „án nokkurra skammar eða eftirsjá“. Það eitt er töluvert gildishlaðið þó svo að þeir reyni að vera kúl með þetta. Þeir voru sjálfir svolítið hissa að þetta væri í alvöru í lagi og að fólk geti gengið hér um með höfuðið hátt þrátt fyrir að svona sé í gangi.“ Bryndís segir þetta áhugavert dæmi um hvernig trúarbrögð séu stundum notuð sem stjórntæki karla yfir konum. Hún bendir til dæmis á að hvergi sé minnst á kærasta hennar Sigurð Eggertsson í umfjöllun um frétt CNN og segir í gríni að hann fái hvergi viðurkenningu fyrir sinn hórdóm þó að hann sé í sömu stöðu og hún. „Predikarinn talar alltaf um konur. Leggur áherslu á að konan eigi að vera hrein mey og annað. Það er aldrei lögð áhersla á að kallinn eigi að vera það líka.“„Virðist vera í lagi að glenna fætur sínar fyrir hvern sem er“ Í gær tóku þáttastjórnendur Harmageddon á X-inu símaviðtal við Steven Anderson sem sagðist vera leiður yfir því að það sé stöðugt verið að éta ofan í þjóð sína að vera meira eins og hinar „dásamlegu“ Skandínavíuþjóðir. „Ég var að reyna kenna fólkinu mínu að Ísland er í raun vondur staður og að við eigum ekki að fylgja í fótspor ykkar. Íslendingar verða líka að heyra það að þið eruð ekki að lifa lífi sem er samþykkt af Guði,“ segir Steven meðal annars í viðtalinu. „Í stað þess að skammast ykkar þá virðist þið vera stolt af þessu. Þarna virðist það bara vera í lagi að konur glenni fótleggi sína fyrir hvern sem er og séu hórur. Miðað við þessa tölu hljómar eins og meirihluti kvenna á Íslandi séu hórur. Margir skilgreina hórur sem konur sem fá greitt fyrir kynlíf en Biblían segir að konur sem sofi hjá mörgum körlum án þess að fá greitt fyrir það séu jafnvel verri en hórur.“Femínismi og Biblía fara ekki samanSteven segir femínisma og boðskap Biblíunnar fara illa saman og talaði um Ísland sem „feminista-helvíti“ í predikun sinni. „Það er ekkert leyndarmál að Ísland er leiðandi þjóð hvað femínisma varðar. Venjulegir menn vilja ekki láta konu stjórna sér, það skapar honum helvíti. Ef ég væri giftur konu sem væri uppreisnargjörn, væri að reyna segja mér hvað ég ætti að gera í stað þess að lúta mínum vilja, yrði það persónulegt helvíti. Biblían segir að það eigi að kenna ungum konum að vera allsgáðar, að elska menn sína og börn. Að vera auðmjúkar á heimilum sínum og hlýðnar mönnum sínum. Femínismi er því algjörlega á skjöni við boðskap Biblíunnar.“ Þegar þáttastjórnendur spurðu hvort hann tryði því að Íslendingar væru flestir á leið til helju eftir þetta jarðlíf sagði hann að það færi alfarið eftir því hvort þeir samþykktu Jesú Krist sem frelsara sinn eður ei. En þar sem hann vissi að mikið trúleysi ríkti á Íslandi væri hann sannfærður um að 99% Íslendinga væru á leið á stóra grillið niðri. „Mér finnst fyndið hvernig þið horfið á þessa stöðu ykkar sem jákvæða þróun. Þetta er eins hér í Bandaríkjunum þar sem við eigum núna að horfa á viðurkenningu á samkynhneigðar sem jákvæða þróun. En ef þú skoðar tölfræði þá sérðu að það að vera samkynhneigður eykur líkur á HIV smiti um 85%. Þannig að þessir „stórkostlegu háþróuðu“ lifnaðarhættir framleiða bara kynsjúkdóma, bastarðabörn, eykur notkun á geðlyfjum og fleira. Þetta er ekki betra en það var. Ég er viss um að Ísland var betri staður áður en þetta var svona. Þið eruð á leið niður klósettið.“ Heyra má viðtal Harmageddon við Steven í heild sinni hér;
Tengdar fréttir „Við þurfum að snúa aftur til siðferðis Biblíunnar svo að við verðum ekki bastarðaþjóð líkt og Ísland“ Umdeildur baptistaprestur í Arisóna fjallar um Ísland í nýjustu predikun sinni. 27. apríl 2016 14:12 „Ekki bara hóra, heldur heill poki af hórum“ Vegna miður fallegra ummæla á Youtube vegna viðtals sem CNN tók við hana og kærastann vegna „óhefðbundna fjölskyldugildna“ á Íslandi ákvað Bryndís Eva Ásmundsdóttir að svara fyrir sig og íslenskar konur á Facebook. 30. mars 2016 13:16 CNN furðar sig á fjölda íslenskra barna utan hjónabands Blaðamaðurinn Bill Weir komst að þeirri niðurstöðu að feminismi á Íslandi væri það ríkjandi að það þætti ekkert tiltökumál að ógiftar konur eignist börn. 29. mars 2016 12:07 Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma Lífið Fleiri fréttir Blóðugur Kristur og brjáluð stemming í Breiðholtinu Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira
„Við þurfum að snúa aftur til siðferðis Biblíunnar svo að við verðum ekki bastarðaþjóð líkt og Ísland“ Umdeildur baptistaprestur í Arisóna fjallar um Ísland í nýjustu predikun sinni. 27. apríl 2016 14:12
„Ekki bara hóra, heldur heill poki af hórum“ Vegna miður fallegra ummæla á Youtube vegna viðtals sem CNN tók við hana og kærastann vegna „óhefðbundna fjölskyldugildna“ á Íslandi ákvað Bryndís Eva Ásmundsdóttir að svara fyrir sig og íslenskar konur á Facebook. 30. mars 2016 13:16
CNN furðar sig á fjölda íslenskra barna utan hjónabands Blaðamaðurinn Bill Weir komst að þeirri niðurstöðu að feminismi á Íslandi væri það ríkjandi að það þætti ekkert tiltökumál að ógiftar konur eignist börn. 29. mars 2016 12:07