Í húfi er lýðræðið Marc Fleurbaey skrifar 14. apríl 2016 07:00 Ísland er býsna áhugavert land. Íbúar eru þar fáir og því er þar hægara um vik en í fjölmennari ríkjum að gera tilraunir að því er varðar samfélagsgerð, og brydda upp á nýjungum. Þar voru til dæmis stjórnendur bankastofnana kallaðir til ábyrgðar vegna þess sem gerðist árið 2008, en í öðrum löndum höfðu menn ekki kjark til þess. Stjórnarskrárdrögin sem samin voru 2012 eru annað merkilegt og byltingarkennt afrek. Í því ferli var grasrótin lögð til grundvallar og kallaðir voru saman fjölmargir borgarar á þjóðfundi sem skilgreindu grunngildi þjóðarinnar. Síðan var kjörin fámennari nefnd sem hélt áfram að vinna við verkefnið með fáséðu gagnsæi. Árangurinn er einstök blanda alþýðlegrar visku og sérfræðiþekkingar. Kannski er það þess vegna sem umrædd stjórnarskrá komst ekki í gegnum þingið. Hvað er í húfi? Ef til vill er það sjálft lýðræðið í innsta eðli sínu. Til er tvenns konar skilningur á hugtakinu lýðræði. Annars vegar er sá sem mest ber á í almennri umræðu um „lýðræðisríki“, en hann er meðal annars fenginn hjá austurrísk-bandaríska hagfræðingnum Joseph Schumpeter. Þar er litið til lýðræðis í stofnunum, þar sem gert er ráð fyrir því að keppt sé um opinberar stöður, og kosningakerfi með þátttöku flestra hæfra einstaklinga. Í sumum ríkjum er minna lýðræði en í öðrum, þar sem kjósendum er gert erfitt um vik að komast á kjörstað, mörk kjördæma eru færð til í því skyni að skapa þannig tiltekinn meirihluta, eða útiloka tiltekin pólitísk samtök frá þátttöku á vafasömum grunni. Í stuttu máli byggist þessi skilningur lýðræðis á því að opið og gagnsætt kosningakerfi nægi til að lýðræði dafni. Þá er til annar skilningur á lýðræði, sem alþýðuviska staðfestir yfirleitt. Þar er ekki litið á lýðræði sem pólitíska samkeppni, heldur sem möguleika allra til þess að taka þátt í ákvörðunum sem hafa áhrif á líf manna, á öllum sviðum, og ekki aðeins að því er varðar stjórnmál í þröngum skilningi. Samkvæmt þessum skilningi, sem vissulega gerir meiri kröfur, er lýðræði ábótavant þegar lykilákvarðanir, sem hafa áhrif á líf ríkisborgaranna, mótast af elítum sem ekki eru kosnar, og þrýstihópum. Í þessu tilviki eru það sérhagsmunahópar, sem stjórna fjölmiðlunum, og oft er kosningabarátta fjármögnuð eftir leynilegum leiðum. Þessi skilningur nær hljómgrunni í alþýðuvisku, þar sem allir vilja hafa stjórn á eigin lífi, og slík stjórn er útilokuð þegar fámennisstjórn nær völdum þar sem mikilvægar ákvarðanir eru teknar. Þessi skilningur á lýðræðishugtakinu er í fullkomnu samræmi við aukna þátttöku kvenna í valdastólum, bæði innan fjölskyldunnar og í samfélaginu, valdatöku hagsmunaaðila við stjórn fyrirtækja, og aukna stjórn borgara að því er varðar efnahags- og félagsmál.Ber þátttökulýðræðinu fagurt vitni Víkur þá sögunni aftur að íslensku stjórnarskrárdrögunum. Þau voru samin með opinni þátttöku fjölda einstaklinga, og ber það eitt þátttökulýðræðinu fagurt vitni. Auk þess stefnir sá texti í sömu átt. Hann kveður ekki aðeins á um grundvallarmannréttindi og grunnstofnanir þingræðis. Þar er líka krafist gagnsæis í eignarhaldi á fjölmiðlum og fjármögnun stjórnmálaflokka, gagnsæi í allri opinberri stjórnsýslu, og þar er líka kveðið á um rétt til mannsæmandi lífs og almannatrygginga, aðgang að heilsugæslu og menntun, þar eru settar skorður á eign og nýtingu náttúruauðlinda til þess að vernda almannahagsmuni og komandi kynslóðir, þar er gert ráð fyrir lausn hagsmunaárekstra á Alþingi. Öll þessi ákvæði er unnt að skilja sem svo, að ríkisborgarar eru hvattir til þess að stjórna lífi sínu í auknum mæli, einnig eigin hagsmunum og sameiginlegum hagsmunum. Er það þetta sem starfandi stjórnmálamenn óttast?Þýðandi: Ólöf Pétursdóttir Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ísland er býsna áhugavert land. Íbúar eru þar fáir og því er þar hægara um vik en í fjölmennari ríkjum að gera tilraunir að því er varðar samfélagsgerð, og brydda upp á nýjungum. Þar voru til dæmis stjórnendur bankastofnana kallaðir til ábyrgðar vegna þess sem gerðist árið 2008, en í öðrum löndum höfðu menn ekki kjark til þess. Stjórnarskrárdrögin sem samin voru 2012 eru annað merkilegt og byltingarkennt afrek. Í því ferli var grasrótin lögð til grundvallar og kallaðir voru saman fjölmargir borgarar á þjóðfundi sem skilgreindu grunngildi þjóðarinnar. Síðan var kjörin fámennari nefnd sem hélt áfram að vinna við verkefnið með fáséðu gagnsæi. Árangurinn er einstök blanda alþýðlegrar visku og sérfræðiþekkingar. Kannski er það þess vegna sem umrædd stjórnarskrá komst ekki í gegnum þingið. Hvað er í húfi? Ef til vill er það sjálft lýðræðið í innsta eðli sínu. Til er tvenns konar skilningur á hugtakinu lýðræði. Annars vegar er sá sem mest ber á í almennri umræðu um „lýðræðisríki“, en hann er meðal annars fenginn hjá austurrísk-bandaríska hagfræðingnum Joseph Schumpeter. Þar er litið til lýðræðis í stofnunum, þar sem gert er ráð fyrir því að keppt sé um opinberar stöður, og kosningakerfi með þátttöku flestra hæfra einstaklinga. Í sumum ríkjum er minna lýðræði en í öðrum, þar sem kjósendum er gert erfitt um vik að komast á kjörstað, mörk kjördæma eru færð til í því skyni að skapa þannig tiltekinn meirihluta, eða útiloka tiltekin pólitísk samtök frá þátttöku á vafasömum grunni. Í stuttu máli byggist þessi skilningur lýðræðis á því að opið og gagnsætt kosningakerfi nægi til að lýðræði dafni. Þá er til annar skilningur á lýðræði, sem alþýðuviska staðfestir yfirleitt. Þar er ekki litið á lýðræði sem pólitíska samkeppni, heldur sem möguleika allra til þess að taka þátt í ákvörðunum sem hafa áhrif á líf manna, á öllum sviðum, og ekki aðeins að því er varðar stjórnmál í þröngum skilningi. Samkvæmt þessum skilningi, sem vissulega gerir meiri kröfur, er lýðræði ábótavant þegar lykilákvarðanir, sem hafa áhrif á líf ríkisborgaranna, mótast af elítum sem ekki eru kosnar, og þrýstihópum. Í þessu tilviki eru það sérhagsmunahópar, sem stjórna fjölmiðlunum, og oft er kosningabarátta fjármögnuð eftir leynilegum leiðum. Þessi skilningur nær hljómgrunni í alþýðuvisku, þar sem allir vilja hafa stjórn á eigin lífi, og slík stjórn er útilokuð þegar fámennisstjórn nær völdum þar sem mikilvægar ákvarðanir eru teknar. Þessi skilningur á lýðræðishugtakinu er í fullkomnu samræmi við aukna þátttöku kvenna í valdastólum, bæði innan fjölskyldunnar og í samfélaginu, valdatöku hagsmunaaðila við stjórn fyrirtækja, og aukna stjórn borgara að því er varðar efnahags- og félagsmál.Ber þátttökulýðræðinu fagurt vitni Víkur þá sögunni aftur að íslensku stjórnarskrárdrögunum. Þau voru samin með opinni þátttöku fjölda einstaklinga, og ber það eitt þátttökulýðræðinu fagurt vitni. Auk þess stefnir sá texti í sömu átt. Hann kveður ekki aðeins á um grundvallarmannréttindi og grunnstofnanir þingræðis. Þar er líka krafist gagnsæis í eignarhaldi á fjölmiðlum og fjármögnun stjórnmálaflokka, gagnsæi í allri opinberri stjórnsýslu, og þar er líka kveðið á um rétt til mannsæmandi lífs og almannatrygginga, aðgang að heilsugæslu og menntun, þar eru settar skorður á eign og nýtingu náttúruauðlinda til þess að vernda almannahagsmuni og komandi kynslóðir, þar er gert ráð fyrir lausn hagsmunaárekstra á Alþingi. Öll þessi ákvæði er unnt að skilja sem svo, að ríkisborgarar eru hvattir til þess að stjórna lífi sínu í auknum mæli, einnig eigin hagsmunum og sameiginlegum hagsmunum. Er það þetta sem starfandi stjórnmálamenn óttast?Þýðandi: Ólöf Pétursdóttir Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun