Íslenski boltinn

Meistararnir úr leik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Haukur Páll jafnaði metin á lokamínútu fyrri hálfleiks.
Haukur Páll jafnaði metin á lokamínútu fyrri hálfleiks. vísir/andri marinó

Valur varð nú rétt í þessu fjórða og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Lengjubikarsins eftir 2-1 sigur á Breiðabliki á Valsvellinum.

Blikar eru ríkjandi Lengjubikarmeistarar en nú er ljóst að þeir verja ekki titilinn sem þeir unnu í fyrra.

Breiðablik komst yfir á 18. mínútu þegar Guðmundur Atli Steinþórsson skoraði eftir mistök Rasmusar Christiansen í vörn Vals.

Á lokamínútu fyrri hálfleiks jafnaði Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, metin með skalla eftir hornspyrnu.

Staðan var 1-1 í hálfleik og allt fram á 72. mínútu þegar Rolf Toft kom boltanum í netið.

Fleiri urðu mörkin ekki og Valsmenn fögnuðu sigri og sæti í undanúrslitunum þar sem þeir mæta Víkingi R.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.