Ungverska stúlkan fær aðstoð stéttarfélags Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 15. apríl 2016 07:00 Zsofía fær góða aðstoð frá Bárunni stéttarfélagi. Formaður félagsins segir marga vinnuveitendur bera við vankunnáttu. vísir/pjetur Zsófía Sidlovits, ungversk stúlka sem vann allt að tvö hundruð tíma á mánuði án samnings og fékk greitt undir lágmarkskjörum fær aðstoð Bárunnar stéttarfélags. Zsófía vann á sveitabænum Fjalli I á Suðurlandi og greindi sjálf frá aðstæðum sínum í viðtali við Fréttablaðið. Í máli hennar kom fram að þrátt fyrir allt hafi hún kunnað vel við húsráðendur og þótti vænt um börn og dýr sem hún annaðist. Tilfinningar hennar voru því blendnar. Hún var sótt á fund til stéttarfélagsins í gær og næsta skref verður að afla gagna í málinu. „Við hlýðum á hennar sögu, sendum fólk á svæðið og við munum gera kröfu vegna vinnu hennar. Það er mikil vinna fram undan,“ segir Halldóra Sveinsdóttir formaður Bárunnar stéttarfélags. „Stéttarfélögin eru mikið í þessu ferli, að reikna út kröfur og innheimta en það girðir því miður ekki fyrir síendurtekin brot hjá sömu aðilum. Annars vegar eru þetta aðilar með einbeittan brotavilja eða ákveðin vanþekking sem auðvelt er að vinna með,“ segir hún og dregur málið saman. „Í hennar tilfelli þá kemur fram að hún vinnur í 10-12 klukkustundir á dag og fær greiddar fjörutíu til sextíu þúsund krónur á mánuði. Hún er ekki með ráðningarsamning. Hún er réttlaus, ótryggð og einangruð. Hún var háð þeim með húsaskjól og það er spurning hvernig var með aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Þetta mál þarfnast frekari skoðunar og gæti flokkast undir þrælkun. Það eru alltaf að koma upp ný og ný mál sem fær mann til þess að velta fyrir sér umfangi þessa.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. apríl Tengdar fréttir Einangruð, alveg réttlaus og ótryggð í vinnu í íslenskri sveit Zsófía Sidlovits vann um tvö hundruð tíma á mánuði og fékk greiddar fjörutíu til sextíu þúsund krónur í laun á mánuði fyrir vinnu á sveitabæ á Suðurlandi. 14. apríl 2016 06:00 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Zsófía Sidlovits, ungversk stúlka sem vann allt að tvö hundruð tíma á mánuði án samnings og fékk greitt undir lágmarkskjörum fær aðstoð Bárunnar stéttarfélags. Zsófía vann á sveitabænum Fjalli I á Suðurlandi og greindi sjálf frá aðstæðum sínum í viðtali við Fréttablaðið. Í máli hennar kom fram að þrátt fyrir allt hafi hún kunnað vel við húsráðendur og þótti vænt um börn og dýr sem hún annaðist. Tilfinningar hennar voru því blendnar. Hún var sótt á fund til stéttarfélagsins í gær og næsta skref verður að afla gagna í málinu. „Við hlýðum á hennar sögu, sendum fólk á svæðið og við munum gera kröfu vegna vinnu hennar. Það er mikil vinna fram undan,“ segir Halldóra Sveinsdóttir formaður Bárunnar stéttarfélags. „Stéttarfélögin eru mikið í þessu ferli, að reikna út kröfur og innheimta en það girðir því miður ekki fyrir síendurtekin brot hjá sömu aðilum. Annars vegar eru þetta aðilar með einbeittan brotavilja eða ákveðin vanþekking sem auðvelt er að vinna með,“ segir hún og dregur málið saman. „Í hennar tilfelli þá kemur fram að hún vinnur í 10-12 klukkustundir á dag og fær greiddar fjörutíu til sextíu þúsund krónur á mánuði. Hún er ekki með ráðningarsamning. Hún er réttlaus, ótryggð og einangruð. Hún var háð þeim með húsaskjól og það er spurning hvernig var með aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Þetta mál þarfnast frekari skoðunar og gæti flokkast undir þrælkun. Það eru alltaf að koma upp ný og ný mál sem fær mann til þess að velta fyrir sér umfangi þessa.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. apríl
Tengdar fréttir Einangruð, alveg réttlaus og ótryggð í vinnu í íslenskri sveit Zsófía Sidlovits vann um tvö hundruð tíma á mánuði og fékk greiddar fjörutíu til sextíu þúsund krónur í laun á mánuði fyrir vinnu á sveitabæ á Suðurlandi. 14. apríl 2016 06:00 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Einangruð, alveg réttlaus og ótryggð í vinnu í íslenskri sveit Zsófía Sidlovits vann um tvö hundruð tíma á mánuði og fékk greiddar fjörutíu til sextíu þúsund krónur í laun á mánuði fyrir vinnu á sveitabæ á Suðurlandi. 14. apríl 2016 06:00