Bakari á verkamannalaunum lagði bakarí Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. apríl 2016 10:42 Maðurinn starfaði í bakaríinu í rúmt ár. Vísir/GVA Hæstiréttur dæmdi í gær Bakstur og veislu ehf, sem rekur bakaríið Vinaminni í Vestmannaeyjum, til að greiða fyrrverandi starfsmanni bakarísins rúmlega tvær milljónir króna. Um er að ræða mismun á launum starfsmannsins sem fékk greidd verkamannalaun en taldi sig eiga að fá laun sem menntaður bakari. Héraðsdómur hafði áður sýknað bakaríið en Hæstiréttur féllst á kröfu starfsmannsins. Maðurinn, sem er með sveinspróf í bakaraiðn, hóf störf í bakaríinu í Vestmannaeyjum í maí 2012 og starfaði í rúmt ár. Eftir að ágreiningur kom upp um þau laun sem hann átti að fá varð samkomulag um að hann myndi ljúka störfum eftir Þjóðhátíð 2013. Hann hætti þó viku fyrr en samið hafði verið um. Forsvarsmenn bakarísins sögðu manninn hafa verið ráðinn til almennra verkamannastarfa. Enginn ráðningasamningur var hins vegar gerður við starfsmanninn eins og skylt er. Á launaseðlum var tilgreint að hann starfaði sem bakari. Taldi Hæstiréttur að bakaríið yrði að bera hallan af sönnun um efni ráðningarsamningsins þar sem hann hefði ekki verið gerður. Þegar litið væri til menntunar starfsmannsins, tilgreiningar á launaseðli um starf bakara og að forsvarsmönnum bakarísins hefði ekki tekist fyrir dómi að útlista með trúverðugum hætti þann grundvallarmun sem væri á sviði bakara annars vegar aðstoðarmanna þeirra hins vegar hefði bakaríinu ekki tekist að sanna að starfsmaðurinn hefði verið ráðinn til almennra verkamannastarfa. Þurfti bakaríið því að greiða starfsmanninum launakröfuna og 1,2 milljónir í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti.Dóminn í heild má lesa hér. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Hæstiréttur dæmdi í gær Bakstur og veislu ehf, sem rekur bakaríið Vinaminni í Vestmannaeyjum, til að greiða fyrrverandi starfsmanni bakarísins rúmlega tvær milljónir króna. Um er að ræða mismun á launum starfsmannsins sem fékk greidd verkamannalaun en taldi sig eiga að fá laun sem menntaður bakari. Héraðsdómur hafði áður sýknað bakaríið en Hæstiréttur féllst á kröfu starfsmannsins. Maðurinn, sem er með sveinspróf í bakaraiðn, hóf störf í bakaríinu í Vestmannaeyjum í maí 2012 og starfaði í rúmt ár. Eftir að ágreiningur kom upp um þau laun sem hann átti að fá varð samkomulag um að hann myndi ljúka störfum eftir Þjóðhátíð 2013. Hann hætti þó viku fyrr en samið hafði verið um. Forsvarsmenn bakarísins sögðu manninn hafa verið ráðinn til almennra verkamannastarfa. Enginn ráðningasamningur var hins vegar gerður við starfsmanninn eins og skylt er. Á launaseðlum var tilgreint að hann starfaði sem bakari. Taldi Hæstiréttur að bakaríið yrði að bera hallan af sönnun um efni ráðningarsamningsins þar sem hann hefði ekki verið gerður. Þegar litið væri til menntunar starfsmannsins, tilgreiningar á launaseðli um starf bakara og að forsvarsmönnum bakarísins hefði ekki tekist fyrir dómi að útlista með trúverðugum hætti þann grundvallarmun sem væri á sviði bakara annars vegar aðstoðarmanna þeirra hins vegar hefði bakaríinu ekki tekist að sanna að starfsmaðurinn hefði verið ráðinn til almennra verkamannastarfa. Þurfti bakaríið því að greiða starfsmanninum launakröfuna og 1,2 milljónir í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti.Dóminn í heild má lesa hér.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent