Ekki hægt að treysta völdum upplýsingum einstakra þingmanna Heimir Már Pétursson skrifar 15. apríl 2016 17:39 Þingflokksformaður Vinstri grænna telur að hagsmunaskráning þingmanna og ráðherra þurfi að vera ítarlegri en nú er og þá sérstaklega varðandi ráðherra. Þingið og almenningur geti ekki treyst á valin gögn einstakra þingmanna úr bókhaldi sínu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins birti upplýsingar um tekjur sínar og eignir í aflandsfélaginu Falson og CO á Facebook síðu sinni seinnipartinn í gær. Þar kemur fram í yfirlýsingu frá endurskoðanda Bjarna að í skattframtali hans vegna ársins 2006 hafi eign hans í aflandsfélaginu upp á 33 milljónir verið gefin upp til skatts. Í skattframtali vegna ársins 2009 hafi síðan verið greint frá greiðslu til Bjarna frá félaginu upp á rúmar 26 milljónir króna og ári síðar hafi félagið síðan verið afskráð. Bjarni hafi því tapað rúmum 7 milljónum á eign sinni í aflandsfélaginu. Þá birtir Bjarni heildartekjur sínar og skattgreiðslur frá árinu 2013 til 2015 eða frá því hann varð ráðherra og eru þær á bilinu fimmtán til tæplega 18 milljónir króna á ári. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna lagði skriflega fyrirspurn í fimm liðum fyrir Einar K. Guðfinsson forseta Alþingis í gær, þar sem hann er m.a. spurður hvernig hann hyggist bregðast við mismunandi túlkunum þingmanna á reglum þingsins um hagsmunaskráningu. Nú hafi einn ráðherra farið úr ríkistjórn vegna Panama skjalanna en enn sitji tveir sem þar megi finna. Nokkrir þingmenn hafa birt upplýsingar um tekjur sínar og skatta undanfarna daga, þeirra á meðal Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar og Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. Svandís spyr forseta Alþingis m.a. út í álit hans á því að Bjarni Beneditksson hafi ekki gert grein fyrir aflandsfélagi sínu þegar hann var óbreyttur þingmaður. Á fundi Tryggva Gunnarssonar umboðsmanns Alþingis með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í gær kom fram að reglur um hagsmunaskráningu ráðherra eru ýtarlegri en um skráningu þingmanna í Danmörku og þurfa ráðherrar einnig að tilgreina hagsmuni maka. Tengdar fréttir Spyr um hagsmunaskráningu þingmanna Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, hefur lagt fram fyrirspurn til Einars K. Guðfinnssonar, forseta Alþingis, um hagsmunaskráningu þingmanna. 15. apríl 2016 08:54 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Þingflokksformaður Vinstri grænna telur að hagsmunaskráning þingmanna og ráðherra þurfi að vera ítarlegri en nú er og þá sérstaklega varðandi ráðherra. Þingið og almenningur geti ekki treyst á valin gögn einstakra þingmanna úr bókhaldi sínu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins birti upplýsingar um tekjur sínar og eignir í aflandsfélaginu Falson og CO á Facebook síðu sinni seinnipartinn í gær. Þar kemur fram í yfirlýsingu frá endurskoðanda Bjarna að í skattframtali hans vegna ársins 2006 hafi eign hans í aflandsfélaginu upp á 33 milljónir verið gefin upp til skatts. Í skattframtali vegna ársins 2009 hafi síðan verið greint frá greiðslu til Bjarna frá félaginu upp á rúmar 26 milljónir króna og ári síðar hafi félagið síðan verið afskráð. Bjarni hafi því tapað rúmum 7 milljónum á eign sinni í aflandsfélaginu. Þá birtir Bjarni heildartekjur sínar og skattgreiðslur frá árinu 2013 til 2015 eða frá því hann varð ráðherra og eru þær á bilinu fimmtán til tæplega 18 milljónir króna á ári. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna lagði skriflega fyrirspurn í fimm liðum fyrir Einar K. Guðfinsson forseta Alþingis í gær, þar sem hann er m.a. spurður hvernig hann hyggist bregðast við mismunandi túlkunum þingmanna á reglum þingsins um hagsmunaskráningu. Nú hafi einn ráðherra farið úr ríkistjórn vegna Panama skjalanna en enn sitji tveir sem þar megi finna. Nokkrir þingmenn hafa birt upplýsingar um tekjur sínar og skatta undanfarna daga, þeirra á meðal Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar og Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. Svandís spyr forseta Alþingis m.a. út í álit hans á því að Bjarni Beneditksson hafi ekki gert grein fyrir aflandsfélagi sínu þegar hann var óbreyttur þingmaður. Á fundi Tryggva Gunnarssonar umboðsmanns Alþingis með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í gær kom fram að reglur um hagsmunaskráningu ráðherra eru ýtarlegri en um skráningu þingmanna í Danmörku og þurfa ráðherrar einnig að tilgreina hagsmuni maka.
Tengdar fréttir Spyr um hagsmunaskráningu þingmanna Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, hefur lagt fram fyrirspurn til Einars K. Guðfinnssonar, forseta Alþingis, um hagsmunaskráningu þingmanna. 15. apríl 2016 08:54 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Spyr um hagsmunaskráningu þingmanna Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, hefur lagt fram fyrirspurn til Einars K. Guðfinnssonar, forseta Alþingis, um hagsmunaskráningu þingmanna. 15. apríl 2016 08:54