Sauðfjárbændur ósáttir við lyfjaskort í landinu Sveinn Arnarsson skrifar 16. apríl 2016 07:00 Stutt er í sauðburð en nauðsynleg lyf ófáanleg. vísir/Pjetur Grafalvarleg staða er komin upp í sauðfjárrækt. Þrígilt bóluefni sem bændur nota við að bólusetja fé fyrir sauðburð er ekki til í landinu. Hörgull er á ormalyfjum fyrir fullorðið fé og sýklalyf við slefu í lömbum svo gott sem uppurið. Charlotta Oddsdóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, segir stöðuna erfiða.Charlotta Oddsdóttir, formaður dýralæknafélags íslands„Tribovax er þrígilt bóluefni sem sauðfjárbændur nota fyrir sauðburð við að bólusetja gemlinga. Það þarf að bólusetja tvisvar sinnum með tveggja vikna millibili og ef seinni skammturinn er ekki til er vinnan unnin fyrir gýg,“ segir Charlotta Oddsdóttir. „Þessi lyfjaskortur er svo sem ekki nýr af nálinni en kemur nú á mjög slæmum tíma,“ segir hún jafnframt. Stutt er í sauðburð hér á landi. Á hverju vori eru um 700 þúsund lömb borin og því í mörg horn að líta fyrir sauðfjárbændur. Sauðfjárbændur eru víðast hvar orðnir uggandi yfir því að lyf verði ekki til staðar þegar sauðburður hefst af alvöru. Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssambands sauðfjárbænda, hefur ekki síður áhyggjur af stöðunni. „Þetta er auðvitað skandall að innflytjendur þessara lyfja skuli ekki átta sig á dagatalinu og að það sé að koma vor,“ segir Þórarinn Ingi. Þórarinn Ingi Pétursson, formaður LS„Nú fer í hönd mikill annatími fyrir okkur sauðfjárbændur og þá skiptir gríðarlega miklu máli að í landinu skuli vera nauðsynleg lyf fyrir sauðburð.“ Charlotta segir Ísland einfaldlega of lítið markaðssvæði fyrir markaðsleyfisskyld lyf og þetta ástand einskorðist ekki einungis við dýralyf. „Það væri best ef við værum á sama markaðssvæði og hin Norðurlöndin. Við erum of lítið markaðssvæði fyrir þessa stóru aðila úti í heimi og við því verður að bregðast. Markaðsleyfisskyld lyf hér á landi eru mun færri en annars staðar á Norðurlöndunum,“ segir Charlotta. „Þetta er síðan einnig vandamál með önnur lyf og hefur maður heyrt lækna einnig tala um skort á lyfjum á sumum sviðum og það er miður,“ segir Charlotta að lokum við Fréttablaðið. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Grafalvarleg staða er komin upp í sauðfjárrækt. Þrígilt bóluefni sem bændur nota við að bólusetja fé fyrir sauðburð er ekki til í landinu. Hörgull er á ormalyfjum fyrir fullorðið fé og sýklalyf við slefu í lömbum svo gott sem uppurið. Charlotta Oddsdóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, segir stöðuna erfiða.Charlotta Oddsdóttir, formaður dýralæknafélags íslands„Tribovax er þrígilt bóluefni sem sauðfjárbændur nota fyrir sauðburð við að bólusetja gemlinga. Það þarf að bólusetja tvisvar sinnum með tveggja vikna millibili og ef seinni skammturinn er ekki til er vinnan unnin fyrir gýg,“ segir Charlotta Oddsdóttir. „Þessi lyfjaskortur er svo sem ekki nýr af nálinni en kemur nú á mjög slæmum tíma,“ segir hún jafnframt. Stutt er í sauðburð hér á landi. Á hverju vori eru um 700 þúsund lömb borin og því í mörg horn að líta fyrir sauðfjárbændur. Sauðfjárbændur eru víðast hvar orðnir uggandi yfir því að lyf verði ekki til staðar þegar sauðburður hefst af alvöru. Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssambands sauðfjárbænda, hefur ekki síður áhyggjur af stöðunni. „Þetta er auðvitað skandall að innflytjendur þessara lyfja skuli ekki átta sig á dagatalinu og að það sé að koma vor,“ segir Þórarinn Ingi. Þórarinn Ingi Pétursson, formaður LS„Nú fer í hönd mikill annatími fyrir okkur sauðfjárbændur og þá skiptir gríðarlega miklu máli að í landinu skuli vera nauðsynleg lyf fyrir sauðburð.“ Charlotta segir Ísland einfaldlega of lítið markaðssvæði fyrir markaðsleyfisskyld lyf og þetta ástand einskorðist ekki einungis við dýralyf. „Það væri best ef við værum á sama markaðssvæði og hin Norðurlöndin. Við erum of lítið markaðssvæði fyrir þessa stóru aðila úti í heimi og við því verður að bregðast. Markaðsleyfisskyld lyf hér á landi eru mun færri en annars staðar á Norðurlöndunum,“ segir Charlotta. „Þetta er síðan einnig vandamál með önnur lyf og hefur maður heyrt lækna einnig tala um skort á lyfjum á sumum sviðum og það er miður,“ segir Charlotta að lokum við Fréttablaðið. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira