Frans páfi heimsækir flóttamannabúðir á Lesbos Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. apríl 2016 23:26 Börn við gaddavírsgirðingu í Moria-búðunum í dag. vísir/getty Frans páfi mun heimsækja grísku eyjuna Lesbos á morgun, laugardag, en tilgangur heimsóknar hans er að beina athyglinni að þeim gríðarlega fjölda flóttamanna sem kemur yfir til Evrópu á degi hverjum og býr við afar erfiðar aðstæður í flóttamannabúðum í Grikklandi og víðar.BBC greinir frá því að Sýrlendingur í flóttamannabúðum á Lesbos hafi í dag reynt að hengja sig eftir að honum var tilkynnt að hann yrði sendur aftur til Tyrklands á grundvelli samnings landsins við Evrópusambandið sem settur var á laggirnar til að reyna að ná tökum á flóttamannastraumnum. Maðurinn dvelur í Moria-flóttamannabúðunum en þangað er páfinn væntanlegur á morgun. Hann mun ávarpa 250 flóttamenn sem haldið er í nokkurs konar fangelsi sem staðsett er í búðunum. Grísk yfirvöld hafa ekki staðfest að sjálfsmorðstilraun mannsins en hann er er einn af fjórum flóttamönnum í búðunum sem hafa formlega krafist þess að verða ekki sendir til baka til Tyrklands.Helmingurinn sendur aftur til Tyrklands 4000 flóttamenn dvelja í Moria-búðunum og er talið að senda eigi 2000 þeirra til baka til Tyrklands. Samningur ESB við landið hefur verið harðlega gagnrýndur af mannréttindasamtökum þar sem talið er að tyrknesk yfirvöld hafi sent Sýrlendinga aftur til síns heima. Slíkt er að mati mannréttindasamtaka á borð við Amnesty International brot á alþjóðalögum. Tyrkland sé því ekki öruggur staður fyrir flóttamenn. Samkvæmt samningi Tyrklands og ESB skal senda flóttamenn sem koma ólöglega inn í Grikkland aftur til Tyrklands ef þeir sækja um hæli eða ef hælisumsókn þeirra er hafnað. Fyrir hvern sýrlenskan flóttamann sem sendur er til baka skuldbindur ESB sig til að taka á móti einum Sýrlendingi sem hefur lagt fram formlega umsókn um hæli. Þeir Sýrlendingar sem ekki fá hæli í Grikklandi verða sendir í flóttamannabúðir í Suður-Tyrklandi í stað þeirra sem verða sendir beint til Evrópu á grundvelli samningsins.Ekki gagnrýni á samning ESB og Tyrklands Flestir þeirra sem hingað til hafa verið sendir til baka koma frá Pakistan eða Afganistan sem eru ekki skilgreind sem stríðshrjáð lönd, líkt og Sýrland. Þó hafa Sýrlendingar einnig verið sendir til baka og fleiri munu að öllum líkindum verða sendir á næstunni. Páfinn mun vera á Lesbos í um fimm klukkutíma. Í aðdraganda heimsóknarinnar hefur Vatíkanið lagt áherslu á að heimsóknin sé farin í mannúðar-og trúarlegum tilgangi og ekki beri að líta svo á að með henni sé páfinn að gagnrýna það að flóttamenn séu sendir aftur til Tyrklands. Tengdar fréttir Samningurinn gæti sprungið í loft upp Samkvæmt samningi við Tyrki frá 20. mars mega ríki ESB senda flóttamenn aftur til Tyrklands frá og með deginum í dag. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir samninginn geta sprungið af mörgum ástæðum. 4. apríl 2016 07:00 Send aftur til Sýrlands Hundruð flóttamanna hafa flúið úr búðum á grísku eyjunum næst Tyrklandi. Samkvæmt samningi við Evrópusambandið á að flytja fólkið aftur til Tyrklands. 2. apríl 2016 07:00 Þúsundir flóttamanna flýja í átt að landamærum Tyrklands eftir óvænta árás ISIS Landamæri Tyrklands eru lokið og skotið var á flóttamennina sem flúðu undan ISIS. 14. apríl 2016 19:14 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Frans páfi mun heimsækja grísku eyjuna Lesbos á morgun, laugardag, en tilgangur heimsóknar hans er að beina athyglinni að þeim gríðarlega fjölda flóttamanna sem kemur yfir til Evrópu á degi hverjum og býr við afar erfiðar aðstæður í flóttamannabúðum í Grikklandi og víðar.BBC greinir frá því að Sýrlendingur í flóttamannabúðum á Lesbos hafi í dag reynt að hengja sig eftir að honum var tilkynnt að hann yrði sendur aftur til Tyrklands á grundvelli samnings landsins við Evrópusambandið sem settur var á laggirnar til að reyna að ná tökum á flóttamannastraumnum. Maðurinn dvelur í Moria-flóttamannabúðunum en þangað er páfinn væntanlegur á morgun. Hann mun ávarpa 250 flóttamenn sem haldið er í nokkurs konar fangelsi sem staðsett er í búðunum. Grísk yfirvöld hafa ekki staðfest að sjálfsmorðstilraun mannsins en hann er er einn af fjórum flóttamönnum í búðunum sem hafa formlega krafist þess að verða ekki sendir til baka til Tyrklands.Helmingurinn sendur aftur til Tyrklands 4000 flóttamenn dvelja í Moria-búðunum og er talið að senda eigi 2000 þeirra til baka til Tyrklands. Samningur ESB við landið hefur verið harðlega gagnrýndur af mannréttindasamtökum þar sem talið er að tyrknesk yfirvöld hafi sent Sýrlendinga aftur til síns heima. Slíkt er að mati mannréttindasamtaka á borð við Amnesty International brot á alþjóðalögum. Tyrkland sé því ekki öruggur staður fyrir flóttamenn. Samkvæmt samningi Tyrklands og ESB skal senda flóttamenn sem koma ólöglega inn í Grikkland aftur til Tyrklands ef þeir sækja um hæli eða ef hælisumsókn þeirra er hafnað. Fyrir hvern sýrlenskan flóttamann sem sendur er til baka skuldbindur ESB sig til að taka á móti einum Sýrlendingi sem hefur lagt fram formlega umsókn um hæli. Þeir Sýrlendingar sem ekki fá hæli í Grikklandi verða sendir í flóttamannabúðir í Suður-Tyrklandi í stað þeirra sem verða sendir beint til Evrópu á grundvelli samningsins.Ekki gagnrýni á samning ESB og Tyrklands Flestir þeirra sem hingað til hafa verið sendir til baka koma frá Pakistan eða Afganistan sem eru ekki skilgreind sem stríðshrjáð lönd, líkt og Sýrland. Þó hafa Sýrlendingar einnig verið sendir til baka og fleiri munu að öllum líkindum verða sendir á næstunni. Páfinn mun vera á Lesbos í um fimm klukkutíma. Í aðdraganda heimsóknarinnar hefur Vatíkanið lagt áherslu á að heimsóknin sé farin í mannúðar-og trúarlegum tilgangi og ekki beri að líta svo á að með henni sé páfinn að gagnrýna það að flóttamenn séu sendir aftur til Tyrklands.
Tengdar fréttir Samningurinn gæti sprungið í loft upp Samkvæmt samningi við Tyrki frá 20. mars mega ríki ESB senda flóttamenn aftur til Tyrklands frá og með deginum í dag. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir samninginn geta sprungið af mörgum ástæðum. 4. apríl 2016 07:00 Send aftur til Sýrlands Hundruð flóttamanna hafa flúið úr búðum á grísku eyjunum næst Tyrklandi. Samkvæmt samningi við Evrópusambandið á að flytja fólkið aftur til Tyrklands. 2. apríl 2016 07:00 Þúsundir flóttamanna flýja í átt að landamærum Tyrklands eftir óvænta árás ISIS Landamæri Tyrklands eru lokið og skotið var á flóttamennina sem flúðu undan ISIS. 14. apríl 2016 19:14 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Samningurinn gæti sprungið í loft upp Samkvæmt samningi við Tyrki frá 20. mars mega ríki ESB senda flóttamenn aftur til Tyrklands frá og með deginum í dag. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir samninginn geta sprungið af mörgum ástæðum. 4. apríl 2016 07:00
Send aftur til Sýrlands Hundruð flóttamanna hafa flúið úr búðum á grísku eyjunum næst Tyrklandi. Samkvæmt samningi við Evrópusambandið á að flytja fólkið aftur til Tyrklands. 2. apríl 2016 07:00
Þúsundir flóttamanna flýja í átt að landamærum Tyrklands eftir óvænta árás ISIS Landamæri Tyrklands eru lokið og skotið var á flóttamennina sem flúðu undan ISIS. 14. apríl 2016 19:14