Frans páfi heimsækir flóttamannabúðir á Lesbos Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. apríl 2016 23:26 Börn við gaddavírsgirðingu í Moria-búðunum í dag. vísir/getty Frans páfi mun heimsækja grísku eyjuna Lesbos á morgun, laugardag, en tilgangur heimsóknar hans er að beina athyglinni að þeim gríðarlega fjölda flóttamanna sem kemur yfir til Evrópu á degi hverjum og býr við afar erfiðar aðstæður í flóttamannabúðum í Grikklandi og víðar.BBC greinir frá því að Sýrlendingur í flóttamannabúðum á Lesbos hafi í dag reynt að hengja sig eftir að honum var tilkynnt að hann yrði sendur aftur til Tyrklands á grundvelli samnings landsins við Evrópusambandið sem settur var á laggirnar til að reyna að ná tökum á flóttamannastraumnum. Maðurinn dvelur í Moria-flóttamannabúðunum en þangað er páfinn væntanlegur á morgun. Hann mun ávarpa 250 flóttamenn sem haldið er í nokkurs konar fangelsi sem staðsett er í búðunum. Grísk yfirvöld hafa ekki staðfest að sjálfsmorðstilraun mannsins en hann er er einn af fjórum flóttamönnum í búðunum sem hafa formlega krafist þess að verða ekki sendir til baka til Tyrklands.Helmingurinn sendur aftur til Tyrklands 4000 flóttamenn dvelja í Moria-búðunum og er talið að senda eigi 2000 þeirra til baka til Tyrklands. Samningur ESB við landið hefur verið harðlega gagnrýndur af mannréttindasamtökum þar sem talið er að tyrknesk yfirvöld hafi sent Sýrlendinga aftur til síns heima. Slíkt er að mati mannréttindasamtaka á borð við Amnesty International brot á alþjóðalögum. Tyrkland sé því ekki öruggur staður fyrir flóttamenn. Samkvæmt samningi Tyrklands og ESB skal senda flóttamenn sem koma ólöglega inn í Grikkland aftur til Tyrklands ef þeir sækja um hæli eða ef hælisumsókn þeirra er hafnað. Fyrir hvern sýrlenskan flóttamann sem sendur er til baka skuldbindur ESB sig til að taka á móti einum Sýrlendingi sem hefur lagt fram formlega umsókn um hæli. Þeir Sýrlendingar sem ekki fá hæli í Grikklandi verða sendir í flóttamannabúðir í Suður-Tyrklandi í stað þeirra sem verða sendir beint til Evrópu á grundvelli samningsins.Ekki gagnrýni á samning ESB og Tyrklands Flestir þeirra sem hingað til hafa verið sendir til baka koma frá Pakistan eða Afganistan sem eru ekki skilgreind sem stríðshrjáð lönd, líkt og Sýrland. Þó hafa Sýrlendingar einnig verið sendir til baka og fleiri munu að öllum líkindum verða sendir á næstunni. Páfinn mun vera á Lesbos í um fimm klukkutíma. Í aðdraganda heimsóknarinnar hefur Vatíkanið lagt áherslu á að heimsóknin sé farin í mannúðar-og trúarlegum tilgangi og ekki beri að líta svo á að með henni sé páfinn að gagnrýna það að flóttamenn séu sendir aftur til Tyrklands. Tengdar fréttir Samningurinn gæti sprungið í loft upp Samkvæmt samningi við Tyrki frá 20. mars mega ríki ESB senda flóttamenn aftur til Tyrklands frá og með deginum í dag. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir samninginn geta sprungið af mörgum ástæðum. 4. apríl 2016 07:00 Send aftur til Sýrlands Hundruð flóttamanna hafa flúið úr búðum á grísku eyjunum næst Tyrklandi. Samkvæmt samningi við Evrópusambandið á að flytja fólkið aftur til Tyrklands. 2. apríl 2016 07:00 Þúsundir flóttamanna flýja í átt að landamærum Tyrklands eftir óvænta árás ISIS Landamæri Tyrklands eru lokið og skotið var á flóttamennina sem flúðu undan ISIS. 14. apríl 2016 19:14 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Sjá meira
Frans páfi mun heimsækja grísku eyjuna Lesbos á morgun, laugardag, en tilgangur heimsóknar hans er að beina athyglinni að þeim gríðarlega fjölda flóttamanna sem kemur yfir til Evrópu á degi hverjum og býr við afar erfiðar aðstæður í flóttamannabúðum í Grikklandi og víðar.BBC greinir frá því að Sýrlendingur í flóttamannabúðum á Lesbos hafi í dag reynt að hengja sig eftir að honum var tilkynnt að hann yrði sendur aftur til Tyrklands á grundvelli samnings landsins við Evrópusambandið sem settur var á laggirnar til að reyna að ná tökum á flóttamannastraumnum. Maðurinn dvelur í Moria-flóttamannabúðunum en þangað er páfinn væntanlegur á morgun. Hann mun ávarpa 250 flóttamenn sem haldið er í nokkurs konar fangelsi sem staðsett er í búðunum. Grísk yfirvöld hafa ekki staðfest að sjálfsmorðstilraun mannsins en hann er er einn af fjórum flóttamönnum í búðunum sem hafa formlega krafist þess að verða ekki sendir til baka til Tyrklands.Helmingurinn sendur aftur til Tyrklands 4000 flóttamenn dvelja í Moria-búðunum og er talið að senda eigi 2000 þeirra til baka til Tyrklands. Samningur ESB við landið hefur verið harðlega gagnrýndur af mannréttindasamtökum þar sem talið er að tyrknesk yfirvöld hafi sent Sýrlendinga aftur til síns heima. Slíkt er að mati mannréttindasamtaka á borð við Amnesty International brot á alþjóðalögum. Tyrkland sé því ekki öruggur staður fyrir flóttamenn. Samkvæmt samningi Tyrklands og ESB skal senda flóttamenn sem koma ólöglega inn í Grikkland aftur til Tyrklands ef þeir sækja um hæli eða ef hælisumsókn þeirra er hafnað. Fyrir hvern sýrlenskan flóttamann sem sendur er til baka skuldbindur ESB sig til að taka á móti einum Sýrlendingi sem hefur lagt fram formlega umsókn um hæli. Þeir Sýrlendingar sem ekki fá hæli í Grikklandi verða sendir í flóttamannabúðir í Suður-Tyrklandi í stað þeirra sem verða sendir beint til Evrópu á grundvelli samningsins.Ekki gagnrýni á samning ESB og Tyrklands Flestir þeirra sem hingað til hafa verið sendir til baka koma frá Pakistan eða Afganistan sem eru ekki skilgreind sem stríðshrjáð lönd, líkt og Sýrland. Þó hafa Sýrlendingar einnig verið sendir til baka og fleiri munu að öllum líkindum verða sendir á næstunni. Páfinn mun vera á Lesbos í um fimm klukkutíma. Í aðdraganda heimsóknarinnar hefur Vatíkanið lagt áherslu á að heimsóknin sé farin í mannúðar-og trúarlegum tilgangi og ekki beri að líta svo á að með henni sé páfinn að gagnrýna það að flóttamenn séu sendir aftur til Tyrklands.
Tengdar fréttir Samningurinn gæti sprungið í loft upp Samkvæmt samningi við Tyrki frá 20. mars mega ríki ESB senda flóttamenn aftur til Tyrklands frá og með deginum í dag. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir samninginn geta sprungið af mörgum ástæðum. 4. apríl 2016 07:00 Send aftur til Sýrlands Hundruð flóttamanna hafa flúið úr búðum á grísku eyjunum næst Tyrklandi. Samkvæmt samningi við Evrópusambandið á að flytja fólkið aftur til Tyrklands. 2. apríl 2016 07:00 Þúsundir flóttamanna flýja í átt að landamærum Tyrklands eftir óvænta árás ISIS Landamæri Tyrklands eru lokið og skotið var á flóttamennina sem flúðu undan ISIS. 14. apríl 2016 19:14 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Sjá meira
Samningurinn gæti sprungið í loft upp Samkvæmt samningi við Tyrki frá 20. mars mega ríki ESB senda flóttamenn aftur til Tyrklands frá og með deginum í dag. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir samninginn geta sprungið af mörgum ástæðum. 4. apríl 2016 07:00
Send aftur til Sýrlands Hundruð flóttamanna hafa flúið úr búðum á grísku eyjunum næst Tyrklandi. Samkvæmt samningi við Evrópusambandið á að flytja fólkið aftur til Tyrklands. 2. apríl 2016 07:00
Þúsundir flóttamanna flýja í átt að landamærum Tyrklands eftir óvænta árás ISIS Landamæri Tyrklands eru lokið og skotið var á flóttamennina sem flúðu undan ISIS. 14. apríl 2016 19:14