Frans páfi heimsækir flóttamannabúðir á Lesbos Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. apríl 2016 23:26 Börn við gaddavírsgirðingu í Moria-búðunum í dag. vísir/getty Frans páfi mun heimsækja grísku eyjuna Lesbos á morgun, laugardag, en tilgangur heimsóknar hans er að beina athyglinni að þeim gríðarlega fjölda flóttamanna sem kemur yfir til Evrópu á degi hverjum og býr við afar erfiðar aðstæður í flóttamannabúðum í Grikklandi og víðar.BBC greinir frá því að Sýrlendingur í flóttamannabúðum á Lesbos hafi í dag reynt að hengja sig eftir að honum var tilkynnt að hann yrði sendur aftur til Tyrklands á grundvelli samnings landsins við Evrópusambandið sem settur var á laggirnar til að reyna að ná tökum á flóttamannastraumnum. Maðurinn dvelur í Moria-flóttamannabúðunum en þangað er páfinn væntanlegur á morgun. Hann mun ávarpa 250 flóttamenn sem haldið er í nokkurs konar fangelsi sem staðsett er í búðunum. Grísk yfirvöld hafa ekki staðfest að sjálfsmorðstilraun mannsins en hann er er einn af fjórum flóttamönnum í búðunum sem hafa formlega krafist þess að verða ekki sendir til baka til Tyrklands.Helmingurinn sendur aftur til Tyrklands 4000 flóttamenn dvelja í Moria-búðunum og er talið að senda eigi 2000 þeirra til baka til Tyrklands. Samningur ESB við landið hefur verið harðlega gagnrýndur af mannréttindasamtökum þar sem talið er að tyrknesk yfirvöld hafi sent Sýrlendinga aftur til síns heima. Slíkt er að mati mannréttindasamtaka á borð við Amnesty International brot á alþjóðalögum. Tyrkland sé því ekki öruggur staður fyrir flóttamenn. Samkvæmt samningi Tyrklands og ESB skal senda flóttamenn sem koma ólöglega inn í Grikkland aftur til Tyrklands ef þeir sækja um hæli eða ef hælisumsókn þeirra er hafnað. Fyrir hvern sýrlenskan flóttamann sem sendur er til baka skuldbindur ESB sig til að taka á móti einum Sýrlendingi sem hefur lagt fram formlega umsókn um hæli. Þeir Sýrlendingar sem ekki fá hæli í Grikklandi verða sendir í flóttamannabúðir í Suður-Tyrklandi í stað þeirra sem verða sendir beint til Evrópu á grundvelli samningsins.Ekki gagnrýni á samning ESB og Tyrklands Flestir þeirra sem hingað til hafa verið sendir til baka koma frá Pakistan eða Afganistan sem eru ekki skilgreind sem stríðshrjáð lönd, líkt og Sýrland. Þó hafa Sýrlendingar einnig verið sendir til baka og fleiri munu að öllum líkindum verða sendir á næstunni. Páfinn mun vera á Lesbos í um fimm klukkutíma. Í aðdraganda heimsóknarinnar hefur Vatíkanið lagt áherslu á að heimsóknin sé farin í mannúðar-og trúarlegum tilgangi og ekki beri að líta svo á að með henni sé páfinn að gagnrýna það að flóttamenn séu sendir aftur til Tyrklands. Tengdar fréttir Samningurinn gæti sprungið í loft upp Samkvæmt samningi við Tyrki frá 20. mars mega ríki ESB senda flóttamenn aftur til Tyrklands frá og með deginum í dag. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir samninginn geta sprungið af mörgum ástæðum. 4. apríl 2016 07:00 Send aftur til Sýrlands Hundruð flóttamanna hafa flúið úr búðum á grísku eyjunum næst Tyrklandi. Samkvæmt samningi við Evrópusambandið á að flytja fólkið aftur til Tyrklands. 2. apríl 2016 07:00 Þúsundir flóttamanna flýja í átt að landamærum Tyrklands eftir óvænta árás ISIS Landamæri Tyrklands eru lokið og skotið var á flóttamennina sem flúðu undan ISIS. 14. apríl 2016 19:14 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Frans páfi mun heimsækja grísku eyjuna Lesbos á morgun, laugardag, en tilgangur heimsóknar hans er að beina athyglinni að þeim gríðarlega fjölda flóttamanna sem kemur yfir til Evrópu á degi hverjum og býr við afar erfiðar aðstæður í flóttamannabúðum í Grikklandi og víðar.BBC greinir frá því að Sýrlendingur í flóttamannabúðum á Lesbos hafi í dag reynt að hengja sig eftir að honum var tilkynnt að hann yrði sendur aftur til Tyrklands á grundvelli samnings landsins við Evrópusambandið sem settur var á laggirnar til að reyna að ná tökum á flóttamannastraumnum. Maðurinn dvelur í Moria-flóttamannabúðunum en þangað er páfinn væntanlegur á morgun. Hann mun ávarpa 250 flóttamenn sem haldið er í nokkurs konar fangelsi sem staðsett er í búðunum. Grísk yfirvöld hafa ekki staðfest að sjálfsmorðstilraun mannsins en hann er er einn af fjórum flóttamönnum í búðunum sem hafa formlega krafist þess að verða ekki sendir til baka til Tyrklands.Helmingurinn sendur aftur til Tyrklands 4000 flóttamenn dvelja í Moria-búðunum og er talið að senda eigi 2000 þeirra til baka til Tyrklands. Samningur ESB við landið hefur verið harðlega gagnrýndur af mannréttindasamtökum þar sem talið er að tyrknesk yfirvöld hafi sent Sýrlendinga aftur til síns heima. Slíkt er að mati mannréttindasamtaka á borð við Amnesty International brot á alþjóðalögum. Tyrkland sé því ekki öruggur staður fyrir flóttamenn. Samkvæmt samningi Tyrklands og ESB skal senda flóttamenn sem koma ólöglega inn í Grikkland aftur til Tyrklands ef þeir sækja um hæli eða ef hælisumsókn þeirra er hafnað. Fyrir hvern sýrlenskan flóttamann sem sendur er til baka skuldbindur ESB sig til að taka á móti einum Sýrlendingi sem hefur lagt fram formlega umsókn um hæli. Þeir Sýrlendingar sem ekki fá hæli í Grikklandi verða sendir í flóttamannabúðir í Suður-Tyrklandi í stað þeirra sem verða sendir beint til Evrópu á grundvelli samningsins.Ekki gagnrýni á samning ESB og Tyrklands Flestir þeirra sem hingað til hafa verið sendir til baka koma frá Pakistan eða Afganistan sem eru ekki skilgreind sem stríðshrjáð lönd, líkt og Sýrland. Þó hafa Sýrlendingar einnig verið sendir til baka og fleiri munu að öllum líkindum verða sendir á næstunni. Páfinn mun vera á Lesbos í um fimm klukkutíma. Í aðdraganda heimsóknarinnar hefur Vatíkanið lagt áherslu á að heimsóknin sé farin í mannúðar-og trúarlegum tilgangi og ekki beri að líta svo á að með henni sé páfinn að gagnrýna það að flóttamenn séu sendir aftur til Tyrklands.
Tengdar fréttir Samningurinn gæti sprungið í loft upp Samkvæmt samningi við Tyrki frá 20. mars mega ríki ESB senda flóttamenn aftur til Tyrklands frá og með deginum í dag. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir samninginn geta sprungið af mörgum ástæðum. 4. apríl 2016 07:00 Send aftur til Sýrlands Hundruð flóttamanna hafa flúið úr búðum á grísku eyjunum næst Tyrklandi. Samkvæmt samningi við Evrópusambandið á að flytja fólkið aftur til Tyrklands. 2. apríl 2016 07:00 Þúsundir flóttamanna flýja í átt að landamærum Tyrklands eftir óvænta árás ISIS Landamæri Tyrklands eru lokið og skotið var á flóttamennina sem flúðu undan ISIS. 14. apríl 2016 19:14 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Samningurinn gæti sprungið í loft upp Samkvæmt samningi við Tyrki frá 20. mars mega ríki ESB senda flóttamenn aftur til Tyrklands frá og með deginum í dag. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir samninginn geta sprungið af mörgum ástæðum. 4. apríl 2016 07:00
Send aftur til Sýrlands Hundruð flóttamanna hafa flúið úr búðum á grísku eyjunum næst Tyrklandi. Samkvæmt samningi við Evrópusambandið á að flytja fólkið aftur til Tyrklands. 2. apríl 2016 07:00
Þúsundir flóttamanna flýja í átt að landamærum Tyrklands eftir óvænta árás ISIS Landamæri Tyrklands eru lokið og skotið var á flóttamennina sem flúðu undan ISIS. 14. apríl 2016 19:14