Íslendingur á jarðskjálftasvæðinu í Japan: „Bíllinn fór alveg á fleygiferð“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. apríl 2016 11:13 Rut með kisunni sinni í fjöldahjálparstöðinni. mynd/aðsend Rut Einarsdóttir er íslenskur viðskiptafræðinemi og búsett í Beppu í Oita-héraði í Japan, en stórir jarðskjálftar hafa riðið yfir þann hluta landsins undanfarna daga. Nú síðast í gær varð jarðskjálfti að stærðinni 7,3 skammt frá borginni Kumamoto en upptök skjálftanna hafa verið í og við fjallið Aso sem er um 80 kílómetra frá Beppu þar sem Rut býr. Þegar Vísir náði tali af Rut í morgun var hún í fjöldahjálparstöð ásamt vinum sínum þar sem ekki er óhætt fyrir hana að vera heima hjá sér. „Þetta er í rauninni bara háskóli og við erum inni í íþróttasalnum þar. Ég fór fyrst í nótt þegar skjálftinn varð og fjöldi eftirskjálfta í aðra hjálparmiðstöð en var ekki með neitt með mér nema vegabréfið mitt og eitt hálsmen sem ég hafði fengið frá ömmu minni. Við ákváðum síðan, ég og tvær stelpur sem voru með mér að fara heim til okkar og ná í meiri birgðir, föt og mat,“ segir Rut.Aðspurð segist Rut hafa sofið fyrri skjálftann af sér sem varð á fimmtudag en hún fann vel fyrir skjálftanum sem varð í gær. „Ég vaknaði aðeins við hann á fimmtudaginn en ég hélt að þetta væri bara einn af þessum litlu skjálftum sem eru reglulega hér á svæðinu. Ég tók þessu því ekkert alvarlega og fór bara aftur að sofa. Um nóttina hringdi síðan vinkona mín í mig og sagði að það hefði verið gefin út flóðbylgjuviðvörun. Ég ætti því ekki að fara neitt út heldur bara vera heima með allt klárt, vegabréf, pening og annað, ef ég myndi þurfa að fara í skyndi,“ segir Rut. Hún fór síðan í skólann í gær og að vinna um kvöldið og var í bíl á leiðinni heim þegar skjálfti sem var af stærðinni 6 skók borgina. „Ég fann alveg rosalega mikið fyrir honum af því að bíllinn fór alveg á fleygiferð. Við vorum sem betur fer stopp á rauðu ljósi þannig að við vorum ekki á ferð en svo bara um leið og ég var komin heim kom annar skjálfti og þá bara ákváðum við um leið að drífa okkur bara út og vera ekkert inni í húsi,“ segir Rut.Eyðilegging í Beppu.mynd/rutEn er mikil eyðilegging í borginni þar sem þú ert? „Það er svolítil eyðilegging á götunum. Ég er búin að sjá þó nokkrar byggingar sem hafa eyðilagst, gler hefur brotnað í rúðum og þá er búið að loka öllum hraðbrautunum því það hefur orðið mikil eyðilegging úti á vegunum.“ Að sögn Rutar er fólk ekki mjög óttaslegið. Japanir séu vel undirbúnir undir jarðskjálfta enda eru þeir tíðir í landinu og viðbragðskerfi yfirvalda sé því gott.Nú þekkjum við Íslendingar jarðskjálfta vel. Hvernig er að vera í Japan þegar svona gengur á? Er það mjög ólíkt því sem við þekkjum hér heima? „Ég er frá Patreksfirði og á Vestfjarðakjálkanum verða ekki jarðskjálftar þannig að ég er ekki vön þessu. Ég hef held ég einu sinni fundið fyrir skjálfta þegar ég var í Reykjavík en mér finnst þetta mjög skrýtið. Ég reyni bara að halda mér mjög rólegri í svona aðstæðum og á mjög erfitt með það að verða óttaslegin af því ég átta mig kannski ekki nógu vel á hættunni. En þegar þetta eru orðnir svona stórir skjálftar og maður sér hús hreyfast til og hluti hrynja þá er svolítið erfitt að verða ekki hræddur,“ segir Rut.Rut segir að það fari vel um sig og vini hennar í fjöldahjálparstöðinni.Mynd/rutHún segir framhaldið óljóst og veit ekki hvenær hún fær að fara heim til sín. „Það á víst að koma stormur í nótt og það er jafnvel búist við öðrum stórum skjálfta svo okkur er bara ráðlagt að halda okkur hér yfir nóttina. Síðan sjáum við til í fyrramálið hvernig staðan verður. Sem betur fer er ég bara með nokkrum góðum vinum mínum hérna og við erum bara að spila á spil og ég er með köttinn minn hérna með mér. Hann er rosalega rólegur sem að róar mig því dýr eru svo næm á allt svona,“ segir Rut.Rut var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld í gegnum Skype. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Rut Einarsdóttir er íslenskur viðskiptafræðinemi og búsett í Beppu í Oita-héraði í Japan, en stórir jarðskjálftar hafa riðið yfir þann hluta landsins undanfarna daga. Nú síðast í gær varð jarðskjálfti að stærðinni 7,3 skammt frá borginni Kumamoto en upptök skjálftanna hafa verið í og við fjallið Aso sem er um 80 kílómetra frá Beppu þar sem Rut býr. Þegar Vísir náði tali af Rut í morgun var hún í fjöldahjálparstöð ásamt vinum sínum þar sem ekki er óhætt fyrir hana að vera heima hjá sér. „Þetta er í rauninni bara háskóli og við erum inni í íþróttasalnum þar. Ég fór fyrst í nótt þegar skjálftinn varð og fjöldi eftirskjálfta í aðra hjálparmiðstöð en var ekki með neitt með mér nema vegabréfið mitt og eitt hálsmen sem ég hafði fengið frá ömmu minni. Við ákváðum síðan, ég og tvær stelpur sem voru með mér að fara heim til okkar og ná í meiri birgðir, föt og mat,“ segir Rut.Aðspurð segist Rut hafa sofið fyrri skjálftann af sér sem varð á fimmtudag en hún fann vel fyrir skjálftanum sem varð í gær. „Ég vaknaði aðeins við hann á fimmtudaginn en ég hélt að þetta væri bara einn af þessum litlu skjálftum sem eru reglulega hér á svæðinu. Ég tók þessu því ekkert alvarlega og fór bara aftur að sofa. Um nóttina hringdi síðan vinkona mín í mig og sagði að það hefði verið gefin út flóðbylgjuviðvörun. Ég ætti því ekki að fara neitt út heldur bara vera heima með allt klárt, vegabréf, pening og annað, ef ég myndi þurfa að fara í skyndi,“ segir Rut. Hún fór síðan í skólann í gær og að vinna um kvöldið og var í bíl á leiðinni heim þegar skjálfti sem var af stærðinni 6 skók borgina. „Ég fann alveg rosalega mikið fyrir honum af því að bíllinn fór alveg á fleygiferð. Við vorum sem betur fer stopp á rauðu ljósi þannig að við vorum ekki á ferð en svo bara um leið og ég var komin heim kom annar skjálfti og þá bara ákváðum við um leið að drífa okkur bara út og vera ekkert inni í húsi,“ segir Rut.Eyðilegging í Beppu.mynd/rutEn er mikil eyðilegging í borginni þar sem þú ert? „Það er svolítil eyðilegging á götunum. Ég er búin að sjá þó nokkrar byggingar sem hafa eyðilagst, gler hefur brotnað í rúðum og þá er búið að loka öllum hraðbrautunum því það hefur orðið mikil eyðilegging úti á vegunum.“ Að sögn Rutar er fólk ekki mjög óttaslegið. Japanir séu vel undirbúnir undir jarðskjálfta enda eru þeir tíðir í landinu og viðbragðskerfi yfirvalda sé því gott.Nú þekkjum við Íslendingar jarðskjálfta vel. Hvernig er að vera í Japan þegar svona gengur á? Er það mjög ólíkt því sem við þekkjum hér heima? „Ég er frá Patreksfirði og á Vestfjarðakjálkanum verða ekki jarðskjálftar þannig að ég er ekki vön þessu. Ég hef held ég einu sinni fundið fyrir skjálfta þegar ég var í Reykjavík en mér finnst þetta mjög skrýtið. Ég reyni bara að halda mér mjög rólegri í svona aðstæðum og á mjög erfitt með það að verða óttaslegin af því ég átta mig kannski ekki nógu vel á hættunni. En þegar þetta eru orðnir svona stórir skjálftar og maður sér hús hreyfast til og hluti hrynja þá er svolítið erfitt að verða ekki hræddur,“ segir Rut.Rut segir að það fari vel um sig og vini hennar í fjöldahjálparstöðinni.Mynd/rutHún segir framhaldið óljóst og veit ekki hvenær hún fær að fara heim til sín. „Það á víst að koma stormur í nótt og það er jafnvel búist við öðrum stórum skjálfta svo okkur er bara ráðlagt að halda okkur hér yfir nóttina. Síðan sjáum við til í fyrramálið hvernig staðan verður. Sem betur fer er ég bara með nokkrum góðum vinum mínum hérna og við erum bara að spila á spil og ég er með köttinn minn hérna með mér. Hann er rosalega rólegur sem að róar mig því dýr eru svo næm á allt svona,“ segir Rut.Rut var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld í gegnum Skype.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira