Ákvörðun Merkel vekur blendin viðbrögð 16. apríl 2016 15:51 Angela Merkel vill ekki glata stuðningi Tyrklands nú þegar Tyrkir hafa fallist á að leysa að hluta flóttamannavandans. vísir/getty Ákvörðun Þýskalandskanslara að setja sig ekki upp á móti mögulegri lögsókn á hendur þýskum grínista hefur vakið blendin viðbrögð þar í landi það sem af er degi. Grínistinn, Jan Böhmermann, á allt að fimm ára fangelsi yfir höfði sér fyrir að móðga Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Grínið var í formi ljóðs sem hann las í þætti sínum Neo Magazin Royale 31 mars síðastliðinn. Það fjallaði meðal annars um kynlíf með geitum og kindum auk kúgunar minnihlutahópa í Tyrklandi. Merkel blés til blaðamannafundar í gær með stuttum fyrirvara til að tilkynna að ríkisstjórn hennar myndi verða við beiðni tyrkneskra stjórnvalda um að kanna möguleikann á lögsókn á hendur Böhermann.Sjá einnig: Grínisti fór í felur vegna hótanaStjórnmálaskýrendur hafa skiptst í tvær fylkingar. Sumir hafa sagt ákvörðun Angelu Merkel til marks um að hún treysti dómstólum landsins á meðan aðrir telja hana til marks um undirgefni við Tyrklandsforseta.„Saknað“ stendur á spjaldinu með mynd af grínistanumSamkvæmt þýskum hegningarlögum er refsivert að móðga erlendan þjóðhöfðingja. Sambærilegt ákvæði er enn í íslenskum hegningarlögum. Talið er að kanslarinn vilji samt ekki fá Erdogan upp á móti sér, nú þegar Tyrkir hafa fallist á að leysa að hluta þann flóttamannavanda sem Evrópuríki hafa sárlega kveinkað sér undan. Leiðarahöfundur dagblaðsins Die Welt fór hörðum orðum um ákvörðun Merkel og sagði að kanslaratíð Merkel muni ætíð bera þess merki verði Böhmerann dæmdur fyrir grín sitt. Berthold Kohler hjá dagblaðinu Frankfurter Allgemeine Zeitung var á öðru máli í pistli sínum í morgun. „Ólíkt því sem þekkist í Rússland og Tyrklandi þarf saklaust fólk ekki að óttast lögin í þessu landi. Mál Böhmermann er í höndum sjálfstæðra dómara.“ Í færslu á Facebook-síðu sinni sagði grínistinn hafa fundið fyrir miklum stuðningi síðustu daga - „frá meirihluta þeirra sem eru ekki Erdogan forseti.“ Færslu hans má sjá hér að neðan. Tengdar fréttir Þýskur grínisti nýtur lögregluverndar eftir ljóð um forseta Tyrklands Sumum þykir ljóðið hafa verið bjánalegt, dónalegt og óábyrgt á víðsjálverðum tímum þegar Evrópa þarf hjálp Tyrklands til að leysa flóttamannavandann. 12. apríl 2016 23:53 Grínisti fór í felur vegna hótana Þýska stjórnin hikar við að taka ákvörðun um hvort ákæra eigi Jan Böhmermann fyrir að móðga erlendan þjóðhöfðingja. Tyrkir hafa gert formlega kröfu um að honum verði refsað. Grínistinn fékk í vikunni verðlaun sem veitt eru fyrir 15. apríl 2016 07:00 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Sjá meira
Ákvörðun Þýskalandskanslara að setja sig ekki upp á móti mögulegri lögsókn á hendur þýskum grínista hefur vakið blendin viðbrögð þar í landi það sem af er degi. Grínistinn, Jan Böhmermann, á allt að fimm ára fangelsi yfir höfði sér fyrir að móðga Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Grínið var í formi ljóðs sem hann las í þætti sínum Neo Magazin Royale 31 mars síðastliðinn. Það fjallaði meðal annars um kynlíf með geitum og kindum auk kúgunar minnihlutahópa í Tyrklandi. Merkel blés til blaðamannafundar í gær með stuttum fyrirvara til að tilkynna að ríkisstjórn hennar myndi verða við beiðni tyrkneskra stjórnvalda um að kanna möguleikann á lögsókn á hendur Böhermann.Sjá einnig: Grínisti fór í felur vegna hótanaStjórnmálaskýrendur hafa skiptst í tvær fylkingar. Sumir hafa sagt ákvörðun Angelu Merkel til marks um að hún treysti dómstólum landsins á meðan aðrir telja hana til marks um undirgefni við Tyrklandsforseta.„Saknað“ stendur á spjaldinu með mynd af grínistanumSamkvæmt þýskum hegningarlögum er refsivert að móðga erlendan þjóðhöfðingja. Sambærilegt ákvæði er enn í íslenskum hegningarlögum. Talið er að kanslarinn vilji samt ekki fá Erdogan upp á móti sér, nú þegar Tyrkir hafa fallist á að leysa að hluta þann flóttamannavanda sem Evrópuríki hafa sárlega kveinkað sér undan. Leiðarahöfundur dagblaðsins Die Welt fór hörðum orðum um ákvörðun Merkel og sagði að kanslaratíð Merkel muni ætíð bera þess merki verði Böhmerann dæmdur fyrir grín sitt. Berthold Kohler hjá dagblaðinu Frankfurter Allgemeine Zeitung var á öðru máli í pistli sínum í morgun. „Ólíkt því sem þekkist í Rússland og Tyrklandi þarf saklaust fólk ekki að óttast lögin í þessu landi. Mál Böhmermann er í höndum sjálfstæðra dómara.“ Í færslu á Facebook-síðu sinni sagði grínistinn hafa fundið fyrir miklum stuðningi síðustu daga - „frá meirihluta þeirra sem eru ekki Erdogan forseti.“ Færslu hans má sjá hér að neðan.
Tengdar fréttir Þýskur grínisti nýtur lögregluverndar eftir ljóð um forseta Tyrklands Sumum þykir ljóðið hafa verið bjánalegt, dónalegt og óábyrgt á víðsjálverðum tímum þegar Evrópa þarf hjálp Tyrklands til að leysa flóttamannavandann. 12. apríl 2016 23:53 Grínisti fór í felur vegna hótana Þýska stjórnin hikar við að taka ákvörðun um hvort ákæra eigi Jan Böhmermann fyrir að móðga erlendan þjóðhöfðingja. Tyrkir hafa gert formlega kröfu um að honum verði refsað. Grínistinn fékk í vikunni verðlaun sem veitt eru fyrir 15. apríl 2016 07:00 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Sjá meira
Þýskur grínisti nýtur lögregluverndar eftir ljóð um forseta Tyrklands Sumum þykir ljóðið hafa verið bjánalegt, dónalegt og óábyrgt á víðsjálverðum tímum þegar Evrópa þarf hjálp Tyrklands til að leysa flóttamannavandann. 12. apríl 2016 23:53
Grínisti fór í felur vegna hótana Þýska stjórnin hikar við að taka ákvörðun um hvort ákæra eigi Jan Böhmermann fyrir að móðga erlendan þjóðhöfðingja. Tyrkir hafa gert formlega kröfu um að honum verði refsað. Grínistinn fékk í vikunni verðlaun sem veitt eru fyrir 15. apríl 2016 07:00