Ákvörðun Merkel vekur blendin viðbrögð 16. apríl 2016 15:51 Angela Merkel vill ekki glata stuðningi Tyrklands nú þegar Tyrkir hafa fallist á að leysa að hluta flóttamannavandans. vísir/getty Ákvörðun Þýskalandskanslara að setja sig ekki upp á móti mögulegri lögsókn á hendur þýskum grínista hefur vakið blendin viðbrögð þar í landi það sem af er degi. Grínistinn, Jan Böhmermann, á allt að fimm ára fangelsi yfir höfði sér fyrir að móðga Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Grínið var í formi ljóðs sem hann las í þætti sínum Neo Magazin Royale 31 mars síðastliðinn. Það fjallaði meðal annars um kynlíf með geitum og kindum auk kúgunar minnihlutahópa í Tyrklandi. Merkel blés til blaðamannafundar í gær með stuttum fyrirvara til að tilkynna að ríkisstjórn hennar myndi verða við beiðni tyrkneskra stjórnvalda um að kanna möguleikann á lögsókn á hendur Böhermann.Sjá einnig: Grínisti fór í felur vegna hótanaStjórnmálaskýrendur hafa skiptst í tvær fylkingar. Sumir hafa sagt ákvörðun Angelu Merkel til marks um að hún treysti dómstólum landsins á meðan aðrir telja hana til marks um undirgefni við Tyrklandsforseta.„Saknað“ stendur á spjaldinu með mynd af grínistanumSamkvæmt þýskum hegningarlögum er refsivert að móðga erlendan þjóðhöfðingja. Sambærilegt ákvæði er enn í íslenskum hegningarlögum. Talið er að kanslarinn vilji samt ekki fá Erdogan upp á móti sér, nú þegar Tyrkir hafa fallist á að leysa að hluta þann flóttamannavanda sem Evrópuríki hafa sárlega kveinkað sér undan. Leiðarahöfundur dagblaðsins Die Welt fór hörðum orðum um ákvörðun Merkel og sagði að kanslaratíð Merkel muni ætíð bera þess merki verði Böhmerann dæmdur fyrir grín sitt. Berthold Kohler hjá dagblaðinu Frankfurter Allgemeine Zeitung var á öðru máli í pistli sínum í morgun. „Ólíkt því sem þekkist í Rússland og Tyrklandi þarf saklaust fólk ekki að óttast lögin í þessu landi. Mál Böhmermann er í höndum sjálfstæðra dómara.“ Í færslu á Facebook-síðu sinni sagði grínistinn hafa fundið fyrir miklum stuðningi síðustu daga - „frá meirihluta þeirra sem eru ekki Erdogan forseti.“ Færslu hans má sjá hér að neðan. Tengdar fréttir Þýskur grínisti nýtur lögregluverndar eftir ljóð um forseta Tyrklands Sumum þykir ljóðið hafa verið bjánalegt, dónalegt og óábyrgt á víðsjálverðum tímum þegar Evrópa þarf hjálp Tyrklands til að leysa flóttamannavandann. 12. apríl 2016 23:53 Grínisti fór í felur vegna hótana Þýska stjórnin hikar við að taka ákvörðun um hvort ákæra eigi Jan Böhmermann fyrir að móðga erlendan þjóðhöfðingja. Tyrkir hafa gert formlega kröfu um að honum verði refsað. Grínistinn fékk í vikunni verðlaun sem veitt eru fyrir 15. apríl 2016 07:00 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fleiri fréttir Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Sjá meira
Ákvörðun Þýskalandskanslara að setja sig ekki upp á móti mögulegri lögsókn á hendur þýskum grínista hefur vakið blendin viðbrögð þar í landi það sem af er degi. Grínistinn, Jan Böhmermann, á allt að fimm ára fangelsi yfir höfði sér fyrir að móðga Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Grínið var í formi ljóðs sem hann las í þætti sínum Neo Magazin Royale 31 mars síðastliðinn. Það fjallaði meðal annars um kynlíf með geitum og kindum auk kúgunar minnihlutahópa í Tyrklandi. Merkel blés til blaðamannafundar í gær með stuttum fyrirvara til að tilkynna að ríkisstjórn hennar myndi verða við beiðni tyrkneskra stjórnvalda um að kanna möguleikann á lögsókn á hendur Böhermann.Sjá einnig: Grínisti fór í felur vegna hótanaStjórnmálaskýrendur hafa skiptst í tvær fylkingar. Sumir hafa sagt ákvörðun Angelu Merkel til marks um að hún treysti dómstólum landsins á meðan aðrir telja hana til marks um undirgefni við Tyrklandsforseta.„Saknað“ stendur á spjaldinu með mynd af grínistanumSamkvæmt þýskum hegningarlögum er refsivert að móðga erlendan þjóðhöfðingja. Sambærilegt ákvæði er enn í íslenskum hegningarlögum. Talið er að kanslarinn vilji samt ekki fá Erdogan upp á móti sér, nú þegar Tyrkir hafa fallist á að leysa að hluta þann flóttamannavanda sem Evrópuríki hafa sárlega kveinkað sér undan. Leiðarahöfundur dagblaðsins Die Welt fór hörðum orðum um ákvörðun Merkel og sagði að kanslaratíð Merkel muni ætíð bera þess merki verði Böhmerann dæmdur fyrir grín sitt. Berthold Kohler hjá dagblaðinu Frankfurter Allgemeine Zeitung var á öðru máli í pistli sínum í morgun. „Ólíkt því sem þekkist í Rússland og Tyrklandi þarf saklaust fólk ekki að óttast lögin í þessu landi. Mál Böhmermann er í höndum sjálfstæðra dómara.“ Í færslu á Facebook-síðu sinni sagði grínistinn hafa fundið fyrir miklum stuðningi síðustu daga - „frá meirihluta þeirra sem eru ekki Erdogan forseti.“ Færslu hans má sjá hér að neðan.
Tengdar fréttir Þýskur grínisti nýtur lögregluverndar eftir ljóð um forseta Tyrklands Sumum þykir ljóðið hafa verið bjánalegt, dónalegt og óábyrgt á víðsjálverðum tímum þegar Evrópa þarf hjálp Tyrklands til að leysa flóttamannavandann. 12. apríl 2016 23:53 Grínisti fór í felur vegna hótana Þýska stjórnin hikar við að taka ákvörðun um hvort ákæra eigi Jan Böhmermann fyrir að móðga erlendan þjóðhöfðingja. Tyrkir hafa gert formlega kröfu um að honum verði refsað. Grínistinn fékk í vikunni verðlaun sem veitt eru fyrir 15. apríl 2016 07:00 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fleiri fréttir Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Sjá meira
Þýskur grínisti nýtur lögregluverndar eftir ljóð um forseta Tyrklands Sumum þykir ljóðið hafa verið bjánalegt, dónalegt og óábyrgt á víðsjálverðum tímum þegar Evrópa þarf hjálp Tyrklands til að leysa flóttamannavandann. 12. apríl 2016 23:53
Grínisti fór í felur vegna hótana Þýska stjórnin hikar við að taka ákvörðun um hvort ákæra eigi Jan Böhmermann fyrir að móðga erlendan þjóðhöfðingja. Tyrkir hafa gert formlega kröfu um að honum verði refsað. Grínistinn fékk í vikunni verðlaun sem veitt eru fyrir 15. apríl 2016 07:00