Grínisti fór í felur vegna hótana Guðsteinn Bjarnason skrifar 15. apríl 2016 07:00 „Saknað“ stendur á spjaldinu með mynd af grínistanum Jan Böhmermann, sem mætti ekki til verðlaunaafhendingar í vikunni. vísir/epa Þýski grínistinn Jan Böhmermann hefur ekki látið sjá sig opinberlega síðustu daga. Síðan á fimmtudaginn nýtur hann lögregluverndar. Hann á allt að fimm ára fangelsi yfir höfði sér fyrir að móðga Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Samkvæmt þýskum hegningarlögum er refsivert að móðga erlendan þjóðhöfðingja. Sambærilegt ákvæði er enn í íslenskum hegningarlögum. Angela Merkel kanslari stendur að vísu með Böhmermann og segir ekki koma til greina að takmarka tjáningarfrelsi hans: „Við erum með grundvallargildi í stjórnarskránni og þar á meðal er fimmta greinin, þar sem eru ákvæði um skoðanafrelsi, vísindafrelsi og auðvitað listfrelsi,“ sagði hún. Tyrknesk stjórnvöld hafa hins vegar lagt fram formlega kröfu um að Böhmermann verði sóttur til saka. Þýska ríkisstjórnin þarf að taka afstöðu til þessarar kröfu, en Steffen Seibert, talsmaður stjórnarinnar, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um það hvenær ákvörðunar er að vænta. Böhmermann birti nýverið í sjónvarpsþætti sínum, Neo Magazin Royale, harða ádeilu á Erdogan, þar sem forseti Tyrklands var dreginn sundur og saman í háði. Hann fékk í vikunni þýsku Grimme-verðlaunin, sem veitt eru fyrir framúrskarandi sjónvarpsefni. Hann sá sér reyndar ekki fært að mæta til verðlaunaafhendingarinnar, og gaf þá skýringu að hann ætti erfitt með að fagna undir þeim kringumstæðum, sem nú ríkja: „Mér finnst allt sem ég hef trúað á vera að engu orðið,“ sagði hann. Verðlaunin fékk hann reyndar ekki fyrir grínið, sem hann gerði að Erdogan, heldur fyrir grín sem hann gerði á síðasta ári þar sem hann dró Janis Varoufakis, fyrrverandi fjármálaráðherra Grikklands, sundur og saman í háði af engu minna vægðarleysi en tyrkneska forsetann. Varoufakis hafði hins vegar húmor fyrir gríninu og sendi frá sér yfirlýsingu í gær til stuðnings Böhmermann: „Evrópa glataði fyrst sálu sinni (með samkomulaginu við Tyrkland um flóttafólk), og er nú að glata húmornum. Látið Böhmermann í friði.“ Merkel kanslari vill samt ekki fá Erdogan upp á móti sér, nú þegar Tyrkir hafa fallist á að leysa að hluta þann flóttamannavanda sem Evrópuríki hafa sárlega kveinkað sér undan. Merkel lagði ríka áherslu á að ná þessu samkomulagi við Tyrki, enda var hún farin að finna fyrir andbyr innanlands vegna þess hve vel hún vildi taka á móti flóttafólki. Hún virðist því vera stödd í ákveðinni klípu þessa dagana.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. apríl Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Sjá meira
Þýski grínistinn Jan Böhmermann hefur ekki látið sjá sig opinberlega síðustu daga. Síðan á fimmtudaginn nýtur hann lögregluverndar. Hann á allt að fimm ára fangelsi yfir höfði sér fyrir að móðga Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Samkvæmt þýskum hegningarlögum er refsivert að móðga erlendan þjóðhöfðingja. Sambærilegt ákvæði er enn í íslenskum hegningarlögum. Angela Merkel kanslari stendur að vísu með Böhmermann og segir ekki koma til greina að takmarka tjáningarfrelsi hans: „Við erum með grundvallargildi í stjórnarskránni og þar á meðal er fimmta greinin, þar sem eru ákvæði um skoðanafrelsi, vísindafrelsi og auðvitað listfrelsi,“ sagði hún. Tyrknesk stjórnvöld hafa hins vegar lagt fram formlega kröfu um að Böhmermann verði sóttur til saka. Þýska ríkisstjórnin þarf að taka afstöðu til þessarar kröfu, en Steffen Seibert, talsmaður stjórnarinnar, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um það hvenær ákvörðunar er að vænta. Böhmermann birti nýverið í sjónvarpsþætti sínum, Neo Magazin Royale, harða ádeilu á Erdogan, þar sem forseti Tyrklands var dreginn sundur og saman í háði. Hann fékk í vikunni þýsku Grimme-verðlaunin, sem veitt eru fyrir framúrskarandi sjónvarpsefni. Hann sá sér reyndar ekki fært að mæta til verðlaunaafhendingarinnar, og gaf þá skýringu að hann ætti erfitt með að fagna undir þeim kringumstæðum, sem nú ríkja: „Mér finnst allt sem ég hef trúað á vera að engu orðið,“ sagði hann. Verðlaunin fékk hann reyndar ekki fyrir grínið, sem hann gerði að Erdogan, heldur fyrir grín sem hann gerði á síðasta ári þar sem hann dró Janis Varoufakis, fyrrverandi fjármálaráðherra Grikklands, sundur og saman í háði af engu minna vægðarleysi en tyrkneska forsetann. Varoufakis hafði hins vegar húmor fyrir gríninu og sendi frá sér yfirlýsingu í gær til stuðnings Böhmermann: „Evrópa glataði fyrst sálu sinni (með samkomulaginu við Tyrkland um flóttafólk), og er nú að glata húmornum. Látið Böhmermann í friði.“ Merkel kanslari vill samt ekki fá Erdogan upp á móti sér, nú þegar Tyrkir hafa fallist á að leysa að hluta þann flóttamannavanda sem Evrópuríki hafa sárlega kveinkað sér undan. Merkel lagði ríka áherslu á að ná þessu samkomulagi við Tyrki, enda var hún farin að finna fyrir andbyr innanlands vegna þess hve vel hún vildi taka á móti flóttafólki. Hún virðist því vera stödd í ákveðinni klípu þessa dagana.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. apríl
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Sjá meira