Grínisti fór í felur vegna hótana Guðsteinn Bjarnason skrifar 15. apríl 2016 07:00 „Saknað“ stendur á spjaldinu með mynd af grínistanum Jan Böhmermann, sem mætti ekki til verðlaunaafhendingar í vikunni. vísir/epa Þýski grínistinn Jan Böhmermann hefur ekki látið sjá sig opinberlega síðustu daga. Síðan á fimmtudaginn nýtur hann lögregluverndar. Hann á allt að fimm ára fangelsi yfir höfði sér fyrir að móðga Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Samkvæmt þýskum hegningarlögum er refsivert að móðga erlendan þjóðhöfðingja. Sambærilegt ákvæði er enn í íslenskum hegningarlögum. Angela Merkel kanslari stendur að vísu með Böhmermann og segir ekki koma til greina að takmarka tjáningarfrelsi hans: „Við erum með grundvallargildi í stjórnarskránni og þar á meðal er fimmta greinin, þar sem eru ákvæði um skoðanafrelsi, vísindafrelsi og auðvitað listfrelsi,“ sagði hún. Tyrknesk stjórnvöld hafa hins vegar lagt fram formlega kröfu um að Böhmermann verði sóttur til saka. Þýska ríkisstjórnin þarf að taka afstöðu til þessarar kröfu, en Steffen Seibert, talsmaður stjórnarinnar, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um það hvenær ákvörðunar er að vænta. Böhmermann birti nýverið í sjónvarpsþætti sínum, Neo Magazin Royale, harða ádeilu á Erdogan, þar sem forseti Tyrklands var dreginn sundur og saman í háði. Hann fékk í vikunni þýsku Grimme-verðlaunin, sem veitt eru fyrir framúrskarandi sjónvarpsefni. Hann sá sér reyndar ekki fært að mæta til verðlaunaafhendingarinnar, og gaf þá skýringu að hann ætti erfitt með að fagna undir þeim kringumstæðum, sem nú ríkja: „Mér finnst allt sem ég hef trúað á vera að engu orðið,“ sagði hann. Verðlaunin fékk hann reyndar ekki fyrir grínið, sem hann gerði að Erdogan, heldur fyrir grín sem hann gerði á síðasta ári þar sem hann dró Janis Varoufakis, fyrrverandi fjármálaráðherra Grikklands, sundur og saman í háði af engu minna vægðarleysi en tyrkneska forsetann. Varoufakis hafði hins vegar húmor fyrir gríninu og sendi frá sér yfirlýsingu í gær til stuðnings Böhmermann: „Evrópa glataði fyrst sálu sinni (með samkomulaginu við Tyrkland um flóttafólk), og er nú að glata húmornum. Látið Böhmermann í friði.“ Merkel kanslari vill samt ekki fá Erdogan upp á móti sér, nú þegar Tyrkir hafa fallist á að leysa að hluta þann flóttamannavanda sem Evrópuríki hafa sárlega kveinkað sér undan. Merkel lagði ríka áherslu á að ná þessu samkomulagi við Tyrki, enda var hún farin að finna fyrir andbyr innanlands vegna þess hve vel hún vildi taka á móti flóttafólki. Hún virðist því vera stödd í ákveðinni klípu þessa dagana.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. apríl Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
Þýski grínistinn Jan Böhmermann hefur ekki látið sjá sig opinberlega síðustu daga. Síðan á fimmtudaginn nýtur hann lögregluverndar. Hann á allt að fimm ára fangelsi yfir höfði sér fyrir að móðga Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Samkvæmt þýskum hegningarlögum er refsivert að móðga erlendan þjóðhöfðingja. Sambærilegt ákvæði er enn í íslenskum hegningarlögum. Angela Merkel kanslari stendur að vísu með Böhmermann og segir ekki koma til greina að takmarka tjáningarfrelsi hans: „Við erum með grundvallargildi í stjórnarskránni og þar á meðal er fimmta greinin, þar sem eru ákvæði um skoðanafrelsi, vísindafrelsi og auðvitað listfrelsi,“ sagði hún. Tyrknesk stjórnvöld hafa hins vegar lagt fram formlega kröfu um að Böhmermann verði sóttur til saka. Þýska ríkisstjórnin þarf að taka afstöðu til þessarar kröfu, en Steffen Seibert, talsmaður stjórnarinnar, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um það hvenær ákvörðunar er að vænta. Böhmermann birti nýverið í sjónvarpsþætti sínum, Neo Magazin Royale, harða ádeilu á Erdogan, þar sem forseti Tyrklands var dreginn sundur og saman í háði. Hann fékk í vikunni þýsku Grimme-verðlaunin, sem veitt eru fyrir framúrskarandi sjónvarpsefni. Hann sá sér reyndar ekki fært að mæta til verðlaunaafhendingarinnar, og gaf þá skýringu að hann ætti erfitt með að fagna undir þeim kringumstæðum, sem nú ríkja: „Mér finnst allt sem ég hef trúað á vera að engu orðið,“ sagði hann. Verðlaunin fékk hann reyndar ekki fyrir grínið, sem hann gerði að Erdogan, heldur fyrir grín sem hann gerði á síðasta ári þar sem hann dró Janis Varoufakis, fyrrverandi fjármálaráðherra Grikklands, sundur og saman í háði af engu minna vægðarleysi en tyrkneska forsetann. Varoufakis hafði hins vegar húmor fyrir gríninu og sendi frá sér yfirlýsingu í gær til stuðnings Böhmermann: „Evrópa glataði fyrst sálu sinni (með samkomulaginu við Tyrkland um flóttafólk), og er nú að glata húmornum. Látið Böhmermann í friði.“ Merkel kanslari vill samt ekki fá Erdogan upp á móti sér, nú þegar Tyrkir hafa fallist á að leysa að hluta þann flóttamannavanda sem Evrópuríki hafa sárlega kveinkað sér undan. Merkel lagði ríka áherslu á að ná þessu samkomulagi við Tyrki, enda var hún farin að finna fyrir andbyr innanlands vegna þess hve vel hún vildi taka á móti flóttafólki. Hún virðist því vera stödd í ákveðinni klípu þessa dagana.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. apríl
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira