Mikill missir að Einari K. segir formaður Sjálfstæðisflokksins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. apríl 2016 16:55 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins Vísir/Anton Brink Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það sé mikill missir að Einari K. Guðfinnssyni, þingmanni flokksins og forseta þingsins, en hann tilkynnti í dag að hann ætli ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu. Áætlað er að Alþingiskosningar verði í haust. „Þetta er ekki aðeins missir fyrir Sjálfstæðisflokkinn og þingflokk hans heldur fyrir þingið að sjá á eftir bæði reynslumiklum þingmanni og einstökum karakter sem hefur notið mikils trausts sem forseti þingsins,“ segir Bjarni í samtali við Vísi. Einar tilkynnti um ákvörðun sína á Facebook-síðu sinni en aðspurður segir Bjarni að Einar hafi talað við hann áður en hann setti færsluna á samfélagsmiðilinn. Bjarni segir að það komi honum ekki mikið á óvart að Einar skuli nú kjósa að hætta þingmennsku. „Ég hefði sannarlega viljað njóta krafta hans áfram. Hann hefur mikið fram að færa og það sést mjög vel á hans störfum og hversu vel er tekið eftir hans framgöngu á kjörtímabilinu,“ segir Bjarni. Eins og flestir þekkja hafa verið miklar hræringar í stjórnmálunum síðustu vikur og nú þegar gefið hefur verið út að kosið verði í haust má búast við því að fleiri tilkynni um að þeir hyggist kveðja þingið. Óttast formaður Sjálfstæðisflokksins að fleiri þingmenn eigi eftir að hætta á næstu misserum? „Það er ekkert óeðlilegt við það að það verði endurnýjun í stjórnmálunum. Við höfum séð mikla endurnýjun í tvennum síðustu kosningum og það er eitthvað sem ég hræðist í sjálfu sér ekki neitt. Það er bara gangur lífsins í stjórnmálunum eins og annars staðar að það verða breytingar,“ segir Bjarni.En þú sjálfur ætlar ekkert að hætta? „Nei, ég hafði nú ekki hugsað mér það.“ Tengdar fréttir Einar K. hættir í haust Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingi og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að leita ekki endurkjörs í næstu alþingiskosningum. 16. apríl 2016 15:24 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það sé mikill missir að Einari K. Guðfinnssyni, þingmanni flokksins og forseta þingsins, en hann tilkynnti í dag að hann ætli ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu. Áætlað er að Alþingiskosningar verði í haust. „Þetta er ekki aðeins missir fyrir Sjálfstæðisflokkinn og þingflokk hans heldur fyrir þingið að sjá á eftir bæði reynslumiklum þingmanni og einstökum karakter sem hefur notið mikils trausts sem forseti þingsins,“ segir Bjarni í samtali við Vísi. Einar tilkynnti um ákvörðun sína á Facebook-síðu sinni en aðspurður segir Bjarni að Einar hafi talað við hann áður en hann setti færsluna á samfélagsmiðilinn. Bjarni segir að það komi honum ekki mikið á óvart að Einar skuli nú kjósa að hætta þingmennsku. „Ég hefði sannarlega viljað njóta krafta hans áfram. Hann hefur mikið fram að færa og það sést mjög vel á hans störfum og hversu vel er tekið eftir hans framgöngu á kjörtímabilinu,“ segir Bjarni. Eins og flestir þekkja hafa verið miklar hræringar í stjórnmálunum síðustu vikur og nú þegar gefið hefur verið út að kosið verði í haust má búast við því að fleiri tilkynni um að þeir hyggist kveðja þingið. Óttast formaður Sjálfstæðisflokksins að fleiri þingmenn eigi eftir að hætta á næstu misserum? „Það er ekkert óeðlilegt við það að það verði endurnýjun í stjórnmálunum. Við höfum séð mikla endurnýjun í tvennum síðustu kosningum og það er eitthvað sem ég hræðist í sjálfu sér ekki neitt. Það er bara gangur lífsins í stjórnmálunum eins og annars staðar að það verða breytingar,“ segir Bjarni.En þú sjálfur ætlar ekkert að hætta? „Nei, ég hafði nú ekki hugsað mér það.“
Tengdar fréttir Einar K. hættir í haust Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingi og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að leita ekki endurkjörs í næstu alþingiskosningum. 16. apríl 2016 15:24 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Einar K. hættir í haust Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingi og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að leita ekki endurkjörs í næstu alþingiskosningum. 16. apríl 2016 15:24