Ungir drengir leggja meiri áherslu á útlitið Stefanía Björg Víkingsdóttir skrifar 18. apríl 2016 07:00 Tengls eru milli íþróttaiðkunar, keppnisskaps og áherslu á útlit. vísir/Daníel Drengir í 6. og 8. bekk leggja meiri áherslu á útlit en kvenkyns jafnaldrar þeirra, en munurinn hverfur þegar komið er í 10. bekk. Drengir leggja þá minni áherslu á útlit. Drengir á unglingsaldri hafa einnig meira keppnisskap en stúlkur á sama aldri. Sterkt marktækt samband er því á milli keppnisskaps og áherslu á útlit, segir Guðmundur Torfi Heimisson, lektor við Háskólann á Akureyri. Þetta kemur fram í rannsókn á vegum Rannsóknarseturs forvarna við Háskólann á Akureyri, sem Guðmundur Torfi vann að. Markmið rannsóknarinnar var að kanna samband keppnisskaps grunnskólanema og áherslu á að líta vel út. Einnig var skoðað hvort ástundun líkamsræktar hefði áhrif á sambandið.Guðmundur Torfi Heimisson lektor við Háskólann á AkureyriGuðmundur Torfi segir rannsóknina hafa leitt í ljós að 44% nemenda í 10. bekk finnist bæði mjög mikilvægt að líta vel út og að vinna í keppni. Einnig komi fram að 77% þeirra sem ekki finnst mikilvægt að líta vel út finnist sömuleiðis ekki mikilvægt að vinna keppni. Guðmundur Torfi segir einnig sterk tengsl vera á milli keppnisskaps, áherslu á að líta vel út og íþróttaástundunar. Hann segir þá sem hreyfa sig oftar vera mun líklegri til að leggja meiri áherslu á útlit og að vinna keppni. Eftir því sem keppnisskap aukist, aukist ástundun íþrótta, og öfugt. Rannsóknin var gerð á landsvísu árið 2015 og tók til nemenda í 6., 8., og 10. bekk. Þátttakendur í 10. bekk voru 3618 en þátttakendur í 6. og 8. bekk voru samtals 7401. Rannsóknin er hluti af stærra alþjólegu verkefni um heilsu og líðan skólanema sem Alþjóða heilbrigðismálastofnuni (WHO) stendur fyrir. Rannsóknarsetur forvarna við Háskólann á Akureyri annast framkvæmdir hér á landi. Guðmundur Torfi segir að niðurstöðurnar gætu nýst mörgum, til dæmis foreldrum, kennurum og íþróttaþjálfurum en að of snemmt sé að draga of víðtækar ályktanir og að fleiri rannsóknir þurfi að gera.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira
Drengir í 6. og 8. bekk leggja meiri áherslu á útlit en kvenkyns jafnaldrar þeirra, en munurinn hverfur þegar komið er í 10. bekk. Drengir leggja þá minni áherslu á útlit. Drengir á unglingsaldri hafa einnig meira keppnisskap en stúlkur á sama aldri. Sterkt marktækt samband er því á milli keppnisskaps og áherslu á útlit, segir Guðmundur Torfi Heimisson, lektor við Háskólann á Akureyri. Þetta kemur fram í rannsókn á vegum Rannsóknarseturs forvarna við Háskólann á Akureyri, sem Guðmundur Torfi vann að. Markmið rannsóknarinnar var að kanna samband keppnisskaps grunnskólanema og áherslu á að líta vel út. Einnig var skoðað hvort ástundun líkamsræktar hefði áhrif á sambandið.Guðmundur Torfi Heimisson lektor við Háskólann á AkureyriGuðmundur Torfi segir rannsóknina hafa leitt í ljós að 44% nemenda í 10. bekk finnist bæði mjög mikilvægt að líta vel út og að vinna í keppni. Einnig komi fram að 77% þeirra sem ekki finnst mikilvægt að líta vel út finnist sömuleiðis ekki mikilvægt að vinna keppni. Guðmundur Torfi segir einnig sterk tengsl vera á milli keppnisskaps, áherslu á að líta vel út og íþróttaástundunar. Hann segir þá sem hreyfa sig oftar vera mun líklegri til að leggja meiri áherslu á útlit og að vinna keppni. Eftir því sem keppnisskap aukist, aukist ástundun íþrótta, og öfugt. Rannsóknin var gerð á landsvísu árið 2015 og tók til nemenda í 6., 8., og 10. bekk. Þátttakendur í 10. bekk voru 3618 en þátttakendur í 6. og 8. bekk voru samtals 7401. Rannsóknin er hluti af stærra alþjólegu verkefni um heilsu og líðan skólanema sem Alþjóða heilbrigðismálastofnuni (WHO) stendur fyrir. Rannsóknarsetur forvarna við Háskólann á Akureyri annast framkvæmdir hér á landi. Guðmundur Torfi segir að niðurstöðurnar gætu nýst mörgum, til dæmis foreldrum, kennurum og íþróttaþjálfurum en að of snemmt sé að draga of víðtækar ályktanir og að fleiri rannsóknir þurfi að gera.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira