Íslenskur skiptinemi í Ekvador upplifði sinn fyrsta jarðskjálfta: „Mundi það sem er kennt á Íslandi“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. apríl 2016 20:15 „Ég sat á rúminu mínu og allt byrjaði að hristast.“ Samsett Hin 17 ára gamla Elísabet Jónsdóttir er skiptinemi í Ekvador og upplifði jarðskjálftann sem þar reið yfir í nótt. Skjálftinn mældist 7,8 að stærð og er sá öflugasti í landinu frá árinu 1979. Staðfest hefur verið að 235 hafi látist og minnst fimm hundruð hafi slasast. Elísabet er skiptinemi í fjölmennasta borg Ekvador, Guayaquil, á vegum AFS-samtakanna en alls eru fjórir Íslendingar á vegum samtakanna í Ekvador og eru þeir allir heilir á húfi. Borgin er staðsett um þrjú hundruð kílómetra frá miðju skjálftans en Elísabet segir að hann hafi þó fundist vel. „Ég sat á rúminu mínu og allt byrjaði að hristast,“ segir Elísabet í samtali við Vísi. „Þetta byrjaði frekar rólega en svo fór allt af stað og hlutir hérna inni hrundu í gólfið.“Elísabet með vinkonum sínum í EkvadorMynd/Elísabet Jónsdóttir.Aldrei upplifað jarðskjálfta áður Elísabet er Akureyringur sem verður seint talinn þungamiðja jarðskjálfta á Íslandi þrátt fyrir að þar finnist stöku skjálfti. Hún hefur ekki upplifað jarðskjálfta áður en segir að í miðjum skjálftanum hafi kennsla og fræðsla um jarðskjálfta frá Íslandi skotið upp í kolli sínum. „Ég hugsaði aðallega um það að fá systur mína til mína,“ segir Elísabet aðspurð um hvað hún hafi hugsað um á meðan skjálftinn reið yfir. „Hún var í öðrum enda herbergisins og ég hugsaði bara um að koma okkur þangað sem ekkert myndi falla á okkur. Maður mundi greinilega aðeins það sem þeir kenna manni á Íslandi.“ Líkt og fyrr sagði er Guayaquil töluvert fjarri miðju skjálftans og segir Elísabet að hún hafi heyrt af því að einhver hús hafi skemmst og þá aðallega verslunarmiðstöðir en almennt séð væri borgin í nokkuð heilu lagi. Skjálftinn olli mestu tjóni í norðvesturhluta landsins þar sem greint hefur verið frá því að heilu þorpin hafi nánast jafnast við jörðu. Jarðskjálftar eru nokkuð tíðir í Ekvador en Elísabet segir að ekki sé gefið að allir fái þá fræðslu sem þarf til þess að bregðast rétt við. „Ég hef farið á jarðskjálftaæfingar í skólanum þar sem viðbrögð við jarðskjálfum eru kennd. Ég geri ráð fyrir að þar sem hægt er fá fræðslu hafi fólk fengið hana að einhverju leyti í það minnsta. Það er mikil fátækt hérna í Ekvador og töluvert mikil misskipting,“ segir Elísabet.Kort af Ekvador. Upptök skjálftans voru skammt frá Esmeraldas í norðvesturhluta landsins.Ekkert fararsnið á henni Elísabet er búinn að vera í Ekvador í um átta mánuði og á þrjá mánuði eftir af dvöl sinni. Hún segist ekki finna fyrir neinu óöryggi vegna skjálftans og það hvarflar ekki að henni að koma fyrr heim. Hún segir að hún búi í sterkbyggðu húsi og að fjölskylda sín í Ekvador sem hún dvelur hjá og AFS-samtökunum séu mjög ábyrg, því sé hún alveg róleg. „Þau myndu kippa okkur úr landinu ef eitthvað væri til að hafa áhyggjur af. Ég er alveg róleg og finn ekki neina þörf til þess að fara frá Ekvador.“ Tengdar fréttir 233 látnir eftir jarðskjálftann í Ekvador Óttast er að tala látinna muni hækka eftir því sem líður á. 17. apríl 2016 15:49 Skiptinemar AFS í Ekvador allir óhultir Alls eru fjórir íslenskir skiptinemar í landinu. 17. apríl 2016 13:09 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Sjá meira
Hin 17 ára gamla Elísabet Jónsdóttir er skiptinemi í Ekvador og upplifði jarðskjálftann sem þar reið yfir í nótt. Skjálftinn mældist 7,8 að stærð og er sá öflugasti í landinu frá árinu 1979. Staðfest hefur verið að 235 hafi látist og minnst fimm hundruð hafi slasast. Elísabet er skiptinemi í fjölmennasta borg Ekvador, Guayaquil, á vegum AFS-samtakanna en alls eru fjórir Íslendingar á vegum samtakanna í Ekvador og eru þeir allir heilir á húfi. Borgin er staðsett um þrjú hundruð kílómetra frá miðju skjálftans en Elísabet segir að hann hafi þó fundist vel. „Ég sat á rúminu mínu og allt byrjaði að hristast,“ segir Elísabet í samtali við Vísi. „Þetta byrjaði frekar rólega en svo fór allt af stað og hlutir hérna inni hrundu í gólfið.“Elísabet með vinkonum sínum í EkvadorMynd/Elísabet Jónsdóttir.Aldrei upplifað jarðskjálfta áður Elísabet er Akureyringur sem verður seint talinn þungamiðja jarðskjálfta á Íslandi þrátt fyrir að þar finnist stöku skjálfti. Hún hefur ekki upplifað jarðskjálfta áður en segir að í miðjum skjálftanum hafi kennsla og fræðsla um jarðskjálfta frá Íslandi skotið upp í kolli sínum. „Ég hugsaði aðallega um það að fá systur mína til mína,“ segir Elísabet aðspurð um hvað hún hafi hugsað um á meðan skjálftinn reið yfir. „Hún var í öðrum enda herbergisins og ég hugsaði bara um að koma okkur þangað sem ekkert myndi falla á okkur. Maður mundi greinilega aðeins það sem þeir kenna manni á Íslandi.“ Líkt og fyrr sagði er Guayaquil töluvert fjarri miðju skjálftans og segir Elísabet að hún hafi heyrt af því að einhver hús hafi skemmst og þá aðallega verslunarmiðstöðir en almennt séð væri borgin í nokkuð heilu lagi. Skjálftinn olli mestu tjóni í norðvesturhluta landsins þar sem greint hefur verið frá því að heilu þorpin hafi nánast jafnast við jörðu. Jarðskjálftar eru nokkuð tíðir í Ekvador en Elísabet segir að ekki sé gefið að allir fái þá fræðslu sem þarf til þess að bregðast rétt við. „Ég hef farið á jarðskjálftaæfingar í skólanum þar sem viðbrögð við jarðskjálfum eru kennd. Ég geri ráð fyrir að þar sem hægt er fá fræðslu hafi fólk fengið hana að einhverju leyti í það minnsta. Það er mikil fátækt hérna í Ekvador og töluvert mikil misskipting,“ segir Elísabet.Kort af Ekvador. Upptök skjálftans voru skammt frá Esmeraldas í norðvesturhluta landsins.Ekkert fararsnið á henni Elísabet er búinn að vera í Ekvador í um átta mánuði og á þrjá mánuði eftir af dvöl sinni. Hún segist ekki finna fyrir neinu óöryggi vegna skjálftans og það hvarflar ekki að henni að koma fyrr heim. Hún segir að hún búi í sterkbyggðu húsi og að fjölskylda sín í Ekvador sem hún dvelur hjá og AFS-samtökunum séu mjög ábyrg, því sé hún alveg róleg. „Þau myndu kippa okkur úr landinu ef eitthvað væri til að hafa áhyggjur af. Ég er alveg róleg og finn ekki neina þörf til þess að fara frá Ekvador.“
Tengdar fréttir 233 látnir eftir jarðskjálftann í Ekvador Óttast er að tala látinna muni hækka eftir því sem líður á. 17. apríl 2016 15:49 Skiptinemar AFS í Ekvador allir óhultir Alls eru fjórir íslenskir skiptinemar í landinu. 17. apríl 2016 13:09 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Sjá meira
233 látnir eftir jarðskjálftann í Ekvador Óttast er að tala látinna muni hækka eftir því sem líður á. 17. apríl 2016 15:49
Skiptinemar AFS í Ekvador allir óhultir Alls eru fjórir íslenskir skiptinemar í landinu. 17. apríl 2016 13:09