Merkingar Eimskips á hjálmum fyrir skólabörn gagnrýndar: „Eimskipafélagið komið með merkið sitt, ásýnd og nærveru inn á hvert heimili landsins“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. apríl 2016 12:45 Guðmundur Andri Thorsson og Andrés Jónsson eru meðal þeirra sem gagnrýna Eimskip. Mynd/samsett „Á meðan merki Eimskipafélagsins er á hjálmi hjólandi barns — þá er barnið hjólandi auglýsing fyrir félagið. Betri auglýsingu má varla hugsa sér,“ skrifar Guðmundur Andri Thorsson í pistli í Fréttablaðinu í dag þar sem hann gagnrýnir það að Eimskip skuli merkja fyrirtækinu reiðhjólahjálma sem það gefur 1. bekkingum um landið í samstarfi við Kiwanis-félagið. Fleiri taka undir gagnrýni Guðmunds Andra.Annað árið í röð hefur Reykjavíkurborg komið í veg fyrir að skólabörn í 1. bekk í Reykjavík fái hjálmana að gjöf en það stangast við reglur um gjafir til barna þar sem kemur fram að gjafir sem hafa fræðslu- eða forvarnargildi megi ekki vera merktar kostunaraðila. Á hjálmunum má sjá merki Eimskips. Segja bæði Guðmundur Andri Thorsson og Andrés Jónsson almannatengill að hér sé um að ræða markaðssetningu til barna sem ekki eigi heima í skólastofunni.„Að geta markaðssett til heimila í gegnum grunnskólabörn er hið heilaga gral í markaðsmálum“ „Með þessum hjálmum er Eimskipafélagið komið með merkið sitt, ásjónu sína og nærveru inn á hvert heimili landsins,“ skrifar Guðmundur Andri sem segir að tala megi um að börnin séu þar með orðin að hjólandi auglýsingu fyrir Eimskip en áætlað var að gefa um fjögur þúsund hjálma til skólabarna í 1. bekk. Ólafur William Hand, upplýsinga- og markaðsfulltrúi Eimskips hefur gagnrýnt það að Reykjavíkurborg leyfi ekki að hjálmunum sé dreift í skólum Reykjavíkurborgar. Segir hann á Facebook að ástæðan fyrir því að hjálmunum sé dreift í skóla sé einföld. Það tryggi að öll börn fái hjálma og fræðsli um hvernig stilla og nota eigi hjálminn rétt.Sjá einnig: Grunnskólabörn í Reykjavík mega ekki fá hjálma merkta EimskipafélaginuBæði Guðmundur Andri og Andrés gefa lítið fyrir þessar skýringar og segja að markaðsmenn sæki mjög í að geta markaðssett til heimila í gegnum börn. „Að geta markaðssett til heimila í gegnum grunnskólabörn er hið heilaga gral í markaðsmálum,“ skrifar Andrés á Facebook. „Það er dreifileið sem kemur markaðsskilaboðum alla leið inn í innsta ból fjölskyldna og á hluti sem verða hluti af daglegu lífi þeirra.“ Undir þetta tekur Guðmundur Andri en báðir segja þeir að það verði að gilda reglur um auglýsingar í skóla. „Ásóknin væri annars óendanleg í að fá grunnskóla til að dreifa merktu auglýsingaefni til barna,“ skrifar Andrés en Guðmundur veltir því upp hvar línan verði dregin verði fyrirtækjum leyft að koma varningi á skólabörn. „Samfestingar í Bónuslitnum og með bleika grísnum? Kuldagallar merktir Rio Tinto Alcan?“ skrifar Guðmundur Andri. Andrés segir að lokum að ekkert banni Eimskip að dreifa merktum vörum til barna, það þurfi hinsvegar að vera gert annarstaðar en í skólastofunni.Sjá má Facebook færslu Andrésar hér fyrir neðan og lesa má pistil Guðmundar hér. Tengdar fréttir Grunnskólabörn í Reykjavík mega ekki fá hjálma merkta Eimskipafélaginu Kiwanishreyfingin hefur gefið grunnskólabörnum hjálma sem Eimskipafélagið hefur lagt til. Það má hreyfingin ekki gera lengur í Reykjavík. 19. janúar 2015 18:38 Óskabörn Eimskipafélagsins Einu sinni var Eimskipafélag Íslands óskabarn þjóðarinnar og gegndi ómetanlegu hlutverki í samgöngum og sjálfsmynd lítillar þjóðar sem nú átti sinn eigin fána að sigla undir. Enn er fyrirtækið starfrækt og fæst við 18. apríl 2016 09:05 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
„Á meðan merki Eimskipafélagsins er á hjálmi hjólandi barns — þá er barnið hjólandi auglýsing fyrir félagið. Betri auglýsingu má varla hugsa sér,“ skrifar Guðmundur Andri Thorsson í pistli í Fréttablaðinu í dag þar sem hann gagnrýnir það að Eimskip skuli merkja fyrirtækinu reiðhjólahjálma sem það gefur 1. bekkingum um landið í samstarfi við Kiwanis-félagið. Fleiri taka undir gagnrýni Guðmunds Andra.Annað árið í röð hefur Reykjavíkurborg komið í veg fyrir að skólabörn í 1. bekk í Reykjavík fái hjálmana að gjöf en það stangast við reglur um gjafir til barna þar sem kemur fram að gjafir sem hafa fræðslu- eða forvarnargildi megi ekki vera merktar kostunaraðila. Á hjálmunum má sjá merki Eimskips. Segja bæði Guðmundur Andri Thorsson og Andrés Jónsson almannatengill að hér sé um að ræða markaðssetningu til barna sem ekki eigi heima í skólastofunni.„Að geta markaðssett til heimila í gegnum grunnskólabörn er hið heilaga gral í markaðsmálum“ „Með þessum hjálmum er Eimskipafélagið komið með merkið sitt, ásjónu sína og nærveru inn á hvert heimili landsins,“ skrifar Guðmundur Andri sem segir að tala megi um að börnin séu þar með orðin að hjólandi auglýsingu fyrir Eimskip en áætlað var að gefa um fjögur þúsund hjálma til skólabarna í 1. bekk. Ólafur William Hand, upplýsinga- og markaðsfulltrúi Eimskips hefur gagnrýnt það að Reykjavíkurborg leyfi ekki að hjálmunum sé dreift í skólum Reykjavíkurborgar. Segir hann á Facebook að ástæðan fyrir því að hjálmunum sé dreift í skóla sé einföld. Það tryggi að öll börn fái hjálma og fræðsli um hvernig stilla og nota eigi hjálminn rétt.Sjá einnig: Grunnskólabörn í Reykjavík mega ekki fá hjálma merkta EimskipafélaginuBæði Guðmundur Andri og Andrés gefa lítið fyrir þessar skýringar og segja að markaðsmenn sæki mjög í að geta markaðssett til heimila í gegnum börn. „Að geta markaðssett til heimila í gegnum grunnskólabörn er hið heilaga gral í markaðsmálum,“ skrifar Andrés á Facebook. „Það er dreifileið sem kemur markaðsskilaboðum alla leið inn í innsta ból fjölskyldna og á hluti sem verða hluti af daglegu lífi þeirra.“ Undir þetta tekur Guðmundur Andri en báðir segja þeir að það verði að gilda reglur um auglýsingar í skóla. „Ásóknin væri annars óendanleg í að fá grunnskóla til að dreifa merktu auglýsingaefni til barna,“ skrifar Andrés en Guðmundur veltir því upp hvar línan verði dregin verði fyrirtækjum leyft að koma varningi á skólabörn. „Samfestingar í Bónuslitnum og með bleika grísnum? Kuldagallar merktir Rio Tinto Alcan?“ skrifar Guðmundur Andri. Andrés segir að lokum að ekkert banni Eimskip að dreifa merktum vörum til barna, það þurfi hinsvegar að vera gert annarstaðar en í skólastofunni.Sjá má Facebook færslu Andrésar hér fyrir neðan og lesa má pistil Guðmundar hér.
Tengdar fréttir Grunnskólabörn í Reykjavík mega ekki fá hjálma merkta Eimskipafélaginu Kiwanishreyfingin hefur gefið grunnskólabörnum hjálma sem Eimskipafélagið hefur lagt til. Það má hreyfingin ekki gera lengur í Reykjavík. 19. janúar 2015 18:38 Óskabörn Eimskipafélagsins Einu sinni var Eimskipafélag Íslands óskabarn þjóðarinnar og gegndi ómetanlegu hlutverki í samgöngum og sjálfsmynd lítillar þjóðar sem nú átti sinn eigin fána að sigla undir. Enn er fyrirtækið starfrækt og fæst við 18. apríl 2016 09:05 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Grunnskólabörn í Reykjavík mega ekki fá hjálma merkta Eimskipafélaginu Kiwanishreyfingin hefur gefið grunnskólabörnum hjálma sem Eimskipafélagið hefur lagt til. Það má hreyfingin ekki gera lengur í Reykjavík. 19. janúar 2015 18:38
Óskabörn Eimskipafélagsins Einu sinni var Eimskipafélag Íslands óskabarn þjóðarinnar og gegndi ómetanlegu hlutverki í samgöngum og sjálfsmynd lítillar þjóðar sem nú átti sinn eigin fána að sigla undir. Enn er fyrirtækið starfrækt og fæst við 18. apríl 2016 09:05