Merkingar Eimskips á hjálmum fyrir skólabörn gagnrýndar: „Eimskipafélagið komið með merkið sitt, ásýnd og nærveru inn á hvert heimili landsins“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. apríl 2016 12:45 Guðmundur Andri Thorsson og Andrés Jónsson eru meðal þeirra sem gagnrýna Eimskip. Mynd/samsett „Á meðan merki Eimskipafélagsins er á hjálmi hjólandi barns — þá er barnið hjólandi auglýsing fyrir félagið. Betri auglýsingu má varla hugsa sér,“ skrifar Guðmundur Andri Thorsson í pistli í Fréttablaðinu í dag þar sem hann gagnrýnir það að Eimskip skuli merkja fyrirtækinu reiðhjólahjálma sem það gefur 1. bekkingum um landið í samstarfi við Kiwanis-félagið. Fleiri taka undir gagnrýni Guðmunds Andra.Annað árið í röð hefur Reykjavíkurborg komið í veg fyrir að skólabörn í 1. bekk í Reykjavík fái hjálmana að gjöf en það stangast við reglur um gjafir til barna þar sem kemur fram að gjafir sem hafa fræðslu- eða forvarnargildi megi ekki vera merktar kostunaraðila. Á hjálmunum má sjá merki Eimskips. Segja bæði Guðmundur Andri Thorsson og Andrés Jónsson almannatengill að hér sé um að ræða markaðssetningu til barna sem ekki eigi heima í skólastofunni.„Að geta markaðssett til heimila í gegnum grunnskólabörn er hið heilaga gral í markaðsmálum“ „Með þessum hjálmum er Eimskipafélagið komið með merkið sitt, ásjónu sína og nærveru inn á hvert heimili landsins,“ skrifar Guðmundur Andri sem segir að tala megi um að börnin séu þar með orðin að hjólandi auglýsingu fyrir Eimskip en áætlað var að gefa um fjögur þúsund hjálma til skólabarna í 1. bekk. Ólafur William Hand, upplýsinga- og markaðsfulltrúi Eimskips hefur gagnrýnt það að Reykjavíkurborg leyfi ekki að hjálmunum sé dreift í skólum Reykjavíkurborgar. Segir hann á Facebook að ástæðan fyrir því að hjálmunum sé dreift í skóla sé einföld. Það tryggi að öll börn fái hjálma og fræðsli um hvernig stilla og nota eigi hjálminn rétt.Sjá einnig: Grunnskólabörn í Reykjavík mega ekki fá hjálma merkta EimskipafélaginuBæði Guðmundur Andri og Andrés gefa lítið fyrir þessar skýringar og segja að markaðsmenn sæki mjög í að geta markaðssett til heimila í gegnum börn. „Að geta markaðssett til heimila í gegnum grunnskólabörn er hið heilaga gral í markaðsmálum,“ skrifar Andrés á Facebook. „Það er dreifileið sem kemur markaðsskilaboðum alla leið inn í innsta ból fjölskyldna og á hluti sem verða hluti af daglegu lífi þeirra.“ Undir þetta tekur Guðmundur Andri en báðir segja þeir að það verði að gilda reglur um auglýsingar í skóla. „Ásóknin væri annars óendanleg í að fá grunnskóla til að dreifa merktu auglýsingaefni til barna,“ skrifar Andrés en Guðmundur veltir því upp hvar línan verði dregin verði fyrirtækjum leyft að koma varningi á skólabörn. „Samfestingar í Bónuslitnum og með bleika grísnum? Kuldagallar merktir Rio Tinto Alcan?“ skrifar Guðmundur Andri. Andrés segir að lokum að ekkert banni Eimskip að dreifa merktum vörum til barna, það þurfi hinsvegar að vera gert annarstaðar en í skólastofunni.Sjá má Facebook færslu Andrésar hér fyrir neðan og lesa má pistil Guðmundar hér. Tengdar fréttir Grunnskólabörn í Reykjavík mega ekki fá hjálma merkta Eimskipafélaginu Kiwanishreyfingin hefur gefið grunnskólabörnum hjálma sem Eimskipafélagið hefur lagt til. Það má hreyfingin ekki gera lengur í Reykjavík. 19. janúar 2015 18:38 Óskabörn Eimskipafélagsins Einu sinni var Eimskipafélag Íslands óskabarn þjóðarinnar og gegndi ómetanlegu hlutverki í samgöngum og sjálfsmynd lítillar þjóðar sem nú átti sinn eigin fána að sigla undir. Enn er fyrirtækið starfrækt og fæst við 18. apríl 2016 09:05 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
„Á meðan merki Eimskipafélagsins er á hjálmi hjólandi barns — þá er barnið hjólandi auglýsing fyrir félagið. Betri auglýsingu má varla hugsa sér,“ skrifar Guðmundur Andri Thorsson í pistli í Fréttablaðinu í dag þar sem hann gagnrýnir það að Eimskip skuli merkja fyrirtækinu reiðhjólahjálma sem það gefur 1. bekkingum um landið í samstarfi við Kiwanis-félagið. Fleiri taka undir gagnrýni Guðmunds Andra.Annað árið í röð hefur Reykjavíkurborg komið í veg fyrir að skólabörn í 1. bekk í Reykjavík fái hjálmana að gjöf en það stangast við reglur um gjafir til barna þar sem kemur fram að gjafir sem hafa fræðslu- eða forvarnargildi megi ekki vera merktar kostunaraðila. Á hjálmunum má sjá merki Eimskips. Segja bæði Guðmundur Andri Thorsson og Andrés Jónsson almannatengill að hér sé um að ræða markaðssetningu til barna sem ekki eigi heima í skólastofunni.„Að geta markaðssett til heimila í gegnum grunnskólabörn er hið heilaga gral í markaðsmálum“ „Með þessum hjálmum er Eimskipafélagið komið með merkið sitt, ásjónu sína og nærveru inn á hvert heimili landsins,“ skrifar Guðmundur Andri sem segir að tala megi um að börnin séu þar með orðin að hjólandi auglýsingu fyrir Eimskip en áætlað var að gefa um fjögur þúsund hjálma til skólabarna í 1. bekk. Ólafur William Hand, upplýsinga- og markaðsfulltrúi Eimskips hefur gagnrýnt það að Reykjavíkurborg leyfi ekki að hjálmunum sé dreift í skólum Reykjavíkurborgar. Segir hann á Facebook að ástæðan fyrir því að hjálmunum sé dreift í skóla sé einföld. Það tryggi að öll börn fái hjálma og fræðsli um hvernig stilla og nota eigi hjálminn rétt.Sjá einnig: Grunnskólabörn í Reykjavík mega ekki fá hjálma merkta EimskipafélaginuBæði Guðmundur Andri og Andrés gefa lítið fyrir þessar skýringar og segja að markaðsmenn sæki mjög í að geta markaðssett til heimila í gegnum börn. „Að geta markaðssett til heimila í gegnum grunnskólabörn er hið heilaga gral í markaðsmálum,“ skrifar Andrés á Facebook. „Það er dreifileið sem kemur markaðsskilaboðum alla leið inn í innsta ból fjölskyldna og á hluti sem verða hluti af daglegu lífi þeirra.“ Undir þetta tekur Guðmundur Andri en báðir segja þeir að það verði að gilda reglur um auglýsingar í skóla. „Ásóknin væri annars óendanleg í að fá grunnskóla til að dreifa merktu auglýsingaefni til barna,“ skrifar Andrés en Guðmundur veltir því upp hvar línan verði dregin verði fyrirtækjum leyft að koma varningi á skólabörn. „Samfestingar í Bónuslitnum og með bleika grísnum? Kuldagallar merktir Rio Tinto Alcan?“ skrifar Guðmundur Andri. Andrés segir að lokum að ekkert banni Eimskip að dreifa merktum vörum til barna, það þurfi hinsvegar að vera gert annarstaðar en í skólastofunni.Sjá má Facebook færslu Andrésar hér fyrir neðan og lesa má pistil Guðmundar hér.
Tengdar fréttir Grunnskólabörn í Reykjavík mega ekki fá hjálma merkta Eimskipafélaginu Kiwanishreyfingin hefur gefið grunnskólabörnum hjálma sem Eimskipafélagið hefur lagt til. Það má hreyfingin ekki gera lengur í Reykjavík. 19. janúar 2015 18:38 Óskabörn Eimskipafélagsins Einu sinni var Eimskipafélag Íslands óskabarn þjóðarinnar og gegndi ómetanlegu hlutverki í samgöngum og sjálfsmynd lítillar þjóðar sem nú átti sinn eigin fána að sigla undir. Enn er fyrirtækið starfrækt og fæst við 18. apríl 2016 09:05 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Grunnskólabörn í Reykjavík mega ekki fá hjálma merkta Eimskipafélaginu Kiwanishreyfingin hefur gefið grunnskólabörnum hjálma sem Eimskipafélagið hefur lagt til. Það má hreyfingin ekki gera lengur í Reykjavík. 19. janúar 2015 18:38
Óskabörn Eimskipafélagsins Einu sinni var Eimskipafélag Íslands óskabarn þjóðarinnar og gegndi ómetanlegu hlutverki í samgöngum og sjálfsmynd lítillar þjóðar sem nú átti sinn eigin fána að sigla undir. Enn er fyrirtækið starfrækt og fæst við 18. apríl 2016 09:05