Ekki með stöðu þolenda mansals Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 19. apríl 2016 07:00 Laugavegur 32b og 34b. Brotafl átti lítið eftir ógert þegar eigandinn var handtekinn vegna gruns um stórfelld efnahagsbrot. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur líka hafið rannsókn á aðstæðum verkafólks sem starfaði fyrir fyrirtækið. vísir/pjetur Neyðarteymi mansals hefur ekki verið virkjað og erlendir karlmenn, sem störfuðu fyrir íslenska verktaka sem sæta rannsókn héraðssaksóknara vegna gruns um umfangsmikil skattalaga- og bókhaldsbrot, hafa ekki fengið stöðu þolenda mansals. „Við erum að veita aðstoð við að meta stöðu þessara einstaklinga sem hafa verið starfsmenn. Þeirri aðstoð er ekki lokið en það er ljóst að töluverður fjöldi einstaklinga hefur verið í starfi hjá þessum fyrirtækjum,“ segir Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi í mansalsteymi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Það er grunur um brot á réttindum í einhverjum tilfellum en umfangið er talsvert. Ennþá hefur ekki verið talin ástæða til þess að virkja neyðarteymi en okkar vinnu er ekki lokið ennþá og ekkert hægt að útiloka hvort þess þurfi á síðari stigum,“ segir hann. Spurður hvort grunur sé um skipulagða glæpastarfsemi segir Snorri erfitt að segja til um það á þessu stigi rannsóknar. „Hvort um stærra net sé að ræða er erfitt að segja til um núna en víst er að einstaklingar hafa komið hingað í gegnum aðra erlenda aðila og það þarf að skoða,“ segir hann. Rannveig Eir Einarsdóttir er annar eigandi fyrirtækisins Lantan ehf. sem réð verktakann Brotafl til að steypa hótelið Sandhótel sem áformað var að opna síðla sumars. Alls voru níu handteknir á þriðjudaginn, þeirra á meðal eigandi Brotafls, Sigurjón Halldórsson. Fréttatíminn greindi frá handtökunum.Snorri Birgisson er sérfróður um mansal hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og aðstoðar við eftirgrennslan um aðstæður erlendra verkamanna sem störfuðu fyrir fyrirtækið Brotafl.Mynd/aðsend„Ég er að skoða stöðuna, ég er stödd í Ameríku,“ sagði Rannveig Eir. „Verkþætti Brotafls er nánast lokið. Þetta er gríðarlegt áfall, þetta stríðir gegn öllum okkar gildum.“ Nikulás Úlfar Másson, byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar, hefur ekki fengið tilkynningu frá Lantan ehf. um að annar taki við af Brotafli, það sé alfarið mál leyfishafans. Reykjavíkurborg hafi haft afskipti af framkvæmdum með því að þrengja mjög tímamörk háværra framkvæmda og sett skilyrði um aflminni sprengingar. „Ég veit ekki hver staða þessa undirverktaka er í dag,“ segir Nikulás. Hann hafi óskað eftir kynningu á mansali í byggingariðnaði og muni óska eftir því við úttektaraðila sína að þeir verði vakandi fyrir slíku. Nikulás segir Reykjavíkurborg hafa takmarkaðar heimildir þegar kemur að afskiptum af verktökum. „Í rauninni getum við ekkert aðhafst nema verktakinn brjóti gegn samþykktum sem hafa verið gerðar og gildandi lögum og reglum.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Undirbúið í langan tíma Embætti héraðssaksóknara var um langa hríð með aðgerðir í undirbúningi vegna stórfelldra brota tveggja verktaka á höfuðborgarsvæðinu. 16. apríl 2016 07:00 Níu handteknir vegna rannsóknar á efnahagsbrotum í byggingariðnaði Grunur um peningaþvætti, stórfelld skattalagabrot og brot á bókhaldslögum. Fimm eru í gæsluvarðhaldi. 14. apríl 2016 11:47 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Neyðarteymi mansals hefur ekki verið virkjað og erlendir karlmenn, sem störfuðu fyrir íslenska verktaka sem sæta rannsókn héraðssaksóknara vegna gruns um umfangsmikil skattalaga- og bókhaldsbrot, hafa ekki fengið stöðu þolenda mansals. „Við erum að veita aðstoð við að meta stöðu þessara einstaklinga sem hafa verið starfsmenn. Þeirri aðstoð er ekki lokið en það er ljóst að töluverður fjöldi einstaklinga hefur verið í starfi hjá þessum fyrirtækjum,“ segir Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi í mansalsteymi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Það er grunur um brot á réttindum í einhverjum tilfellum en umfangið er talsvert. Ennþá hefur ekki verið talin ástæða til þess að virkja neyðarteymi en okkar vinnu er ekki lokið ennþá og ekkert hægt að útiloka hvort þess þurfi á síðari stigum,“ segir hann. Spurður hvort grunur sé um skipulagða glæpastarfsemi segir Snorri erfitt að segja til um það á þessu stigi rannsóknar. „Hvort um stærra net sé að ræða er erfitt að segja til um núna en víst er að einstaklingar hafa komið hingað í gegnum aðra erlenda aðila og það þarf að skoða,“ segir hann. Rannveig Eir Einarsdóttir er annar eigandi fyrirtækisins Lantan ehf. sem réð verktakann Brotafl til að steypa hótelið Sandhótel sem áformað var að opna síðla sumars. Alls voru níu handteknir á þriðjudaginn, þeirra á meðal eigandi Brotafls, Sigurjón Halldórsson. Fréttatíminn greindi frá handtökunum.Snorri Birgisson er sérfróður um mansal hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og aðstoðar við eftirgrennslan um aðstæður erlendra verkamanna sem störfuðu fyrir fyrirtækið Brotafl.Mynd/aðsend„Ég er að skoða stöðuna, ég er stödd í Ameríku,“ sagði Rannveig Eir. „Verkþætti Brotafls er nánast lokið. Þetta er gríðarlegt áfall, þetta stríðir gegn öllum okkar gildum.“ Nikulás Úlfar Másson, byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar, hefur ekki fengið tilkynningu frá Lantan ehf. um að annar taki við af Brotafli, það sé alfarið mál leyfishafans. Reykjavíkurborg hafi haft afskipti af framkvæmdum með því að þrengja mjög tímamörk háværra framkvæmda og sett skilyrði um aflminni sprengingar. „Ég veit ekki hver staða þessa undirverktaka er í dag,“ segir Nikulás. Hann hafi óskað eftir kynningu á mansali í byggingariðnaði og muni óska eftir því við úttektaraðila sína að þeir verði vakandi fyrir slíku. Nikulás segir Reykjavíkurborg hafa takmarkaðar heimildir þegar kemur að afskiptum af verktökum. „Í rauninni getum við ekkert aðhafst nema verktakinn brjóti gegn samþykktum sem hafa verið gerðar og gildandi lögum og reglum.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Undirbúið í langan tíma Embætti héraðssaksóknara var um langa hríð með aðgerðir í undirbúningi vegna stórfelldra brota tveggja verktaka á höfuðborgarsvæðinu. 16. apríl 2016 07:00 Níu handteknir vegna rannsóknar á efnahagsbrotum í byggingariðnaði Grunur um peningaþvætti, stórfelld skattalagabrot og brot á bókhaldslögum. Fimm eru í gæsluvarðhaldi. 14. apríl 2016 11:47 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Undirbúið í langan tíma Embætti héraðssaksóknara var um langa hríð með aðgerðir í undirbúningi vegna stórfelldra brota tveggja verktaka á höfuðborgarsvæðinu. 16. apríl 2016 07:00
Níu handteknir vegna rannsóknar á efnahagsbrotum í byggingariðnaði Grunur um peningaþvætti, stórfelld skattalagabrot og brot á bókhaldslögum. Fimm eru í gæsluvarðhaldi. 14. apríl 2016 11:47