53 stiga munur á liðunum í tveimur leikjum í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. apríl 2016 14:30 Hjálmar Stefánsson sækir að körfu KR í síðasta leik liðanna. Vísir/Hanna Haukar þurfa að gera talsvert mikið betur á móti KR í úrslitaeinvíginu en þeir gerðu í deildarkeppninni ætli Haukaliðið að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 28 ár. KR tekur á móti Haukum í kvöld í fyrsta leik liðanna í lokaúrslitum Domino´s deildar karla en leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Körfuboltakvöldið hefst klukkan 18.40 og gerir einnig upp leikinn að honum loknum. KR vann báða deildarleiki liðanna með miklum yfirburðum, 23 stiga sigur á Ásvöllum í október og 30 stiga sigur í DHL-höllinni í janúar.Haukarnir voru bara fimm stigum undir í hálfleik í fyrri leiknum en KR-ingar stigu á bensíngjöfina í þeim síðari sem þeir unnu með 18 stigum (45-27). Haukaliðið skoraði þá bara 7 stig í lokaleikhlutanum. Michael Craion var með 24 stig, 13 fráköst, 6 stoðsendingar og 4 stolna bolta í liði KR, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson skoraði 14 stig á rúmum 15 mínútum og Pavel Ermolinskij bætti við 13 stigum, 11 fráköstum og 8 stoðsendingum. Alls skoruðu sex KR-ingar yfir tíu stig því það gerðu Brynjar Þór Björnsson (11), Darri Hilmarsson (10) og Ægir Þór Steinarsson (10) einnig. Stephen Michael Madison skoraði 25 stig fyrir Hauka og Kári Jónsson var með 18 stig.KR-ingar stungu Haukana af strax í fyrsta leikhluta í seinni leiknum í DHL-höllinni en KR-liðið vann fyrsta leikhlutann þá 30-11. Haukarnir lögðu aðeins stöðuna í öðrum og þriðja leikhluta en KR kom muninum upp í 30 stig með því að vinna lokaleikhlutann 32-15. Aftur skoruðu sex KR-ingar tíu stig eða meira og þeir voru allir að skora á bilinu 10 til 17 stig. Michael Craion var með 17 stig á 25 mínútu og þeir Brynjar Þór Björnsson og Helgi Már Magnússon skoruðu báðir 14 stig. Pavel Ermolinskij var með 11 stig, 14 fráköst og 9 stoðsendingar og þeir Snorri Hrafnkelsson og Darri Hilmarsson skoruðu báðir tíu stig. Kári Jónsson og Brandon Mobley voru stighæstir hjá Haukum með 15 stig og Finnur Atli Magnússon skoraði 11 stig.Haukarnir voru bara með Brandon Mobley í seinni leiknum og þá var hann nýkominn inn í liðið. Ægir Þór Steinarsson spilaði líka báða leikina með KR. Það eru því ekki sömu lið sem eru að fara spila til úrslita og léku deildarleikina í vetur. Haukarnir vöknuðu við þetta tap út í KR og svöruðu með því að vinna átta síðustu deildarleiki sína og ná fjórða sætinu. Haukarnir hafa síðan unnið 6 af 8 leikjum sínum í úrslitakeppninni. Þetta þýðir að Haukar hafa unnið 14 af 16 leikjum sínum á Íslandsmótinu síðan að þeir mættu KR fyrir þremur mánuðum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Gríðarlegur munur á lokaúrslitareynslu KR og Hauka KR og Haukar mætast í kvöld í fyrsta leik sínum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn þegar lokaúrslit Domino´s deildar karla hefjast í DHL-höllinni í Frostaskjóli. 19. apríl 2016 13:30 „Helgi getur étið það sem úti frýs“ Bræðurnir Helgi Már og Finnur Atli Magnússynir munu mætast í úrslitaeinvígi Domino's-deildar karla. Þeir verða sérstaklega nánir allt einvígið enda eru þeir báðir á hótel mömmu þessa dagana. 19. apríl 2016 06:00 Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Haukar þurfa að gera talsvert mikið betur á móti KR í úrslitaeinvíginu en þeir gerðu í deildarkeppninni ætli Haukaliðið að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 28 ár. KR tekur á móti Haukum í kvöld í fyrsta leik liðanna í lokaúrslitum Domino´s deildar karla en leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Körfuboltakvöldið hefst klukkan 18.40 og gerir einnig upp leikinn að honum loknum. KR vann báða deildarleiki liðanna með miklum yfirburðum, 23 stiga sigur á Ásvöllum í október og 30 stiga sigur í DHL-höllinni í janúar.Haukarnir voru bara fimm stigum undir í hálfleik í fyrri leiknum en KR-ingar stigu á bensíngjöfina í þeim síðari sem þeir unnu með 18 stigum (45-27). Haukaliðið skoraði þá bara 7 stig í lokaleikhlutanum. Michael Craion var með 24 stig, 13 fráköst, 6 stoðsendingar og 4 stolna bolta í liði KR, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson skoraði 14 stig á rúmum 15 mínútum og Pavel Ermolinskij bætti við 13 stigum, 11 fráköstum og 8 stoðsendingum. Alls skoruðu sex KR-ingar yfir tíu stig því það gerðu Brynjar Þór Björnsson (11), Darri Hilmarsson (10) og Ægir Þór Steinarsson (10) einnig. Stephen Michael Madison skoraði 25 stig fyrir Hauka og Kári Jónsson var með 18 stig.KR-ingar stungu Haukana af strax í fyrsta leikhluta í seinni leiknum í DHL-höllinni en KR-liðið vann fyrsta leikhlutann þá 30-11. Haukarnir lögðu aðeins stöðuna í öðrum og þriðja leikhluta en KR kom muninum upp í 30 stig með því að vinna lokaleikhlutann 32-15. Aftur skoruðu sex KR-ingar tíu stig eða meira og þeir voru allir að skora á bilinu 10 til 17 stig. Michael Craion var með 17 stig á 25 mínútu og þeir Brynjar Þór Björnsson og Helgi Már Magnússon skoruðu báðir 14 stig. Pavel Ermolinskij var með 11 stig, 14 fráköst og 9 stoðsendingar og þeir Snorri Hrafnkelsson og Darri Hilmarsson skoruðu báðir tíu stig. Kári Jónsson og Brandon Mobley voru stighæstir hjá Haukum með 15 stig og Finnur Atli Magnússon skoraði 11 stig.Haukarnir voru bara með Brandon Mobley í seinni leiknum og þá var hann nýkominn inn í liðið. Ægir Þór Steinarsson spilaði líka báða leikina með KR. Það eru því ekki sömu lið sem eru að fara spila til úrslita og léku deildarleikina í vetur. Haukarnir vöknuðu við þetta tap út í KR og svöruðu með því að vinna átta síðustu deildarleiki sína og ná fjórða sætinu. Haukarnir hafa síðan unnið 6 af 8 leikjum sínum í úrslitakeppninni. Þetta þýðir að Haukar hafa unnið 14 af 16 leikjum sínum á Íslandsmótinu síðan að þeir mættu KR fyrir þremur mánuðum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Gríðarlegur munur á lokaúrslitareynslu KR og Hauka KR og Haukar mætast í kvöld í fyrsta leik sínum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn þegar lokaúrslit Domino´s deildar karla hefjast í DHL-höllinni í Frostaskjóli. 19. apríl 2016 13:30 „Helgi getur étið það sem úti frýs“ Bræðurnir Helgi Már og Finnur Atli Magnússynir munu mætast í úrslitaeinvígi Domino's-deildar karla. Þeir verða sérstaklega nánir allt einvígið enda eru þeir báðir á hótel mömmu þessa dagana. 19. apríl 2016 06:00 Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Gríðarlegur munur á lokaúrslitareynslu KR og Hauka KR og Haukar mætast í kvöld í fyrsta leik sínum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn þegar lokaúrslit Domino´s deildar karla hefjast í DHL-höllinni í Frostaskjóli. 19. apríl 2016 13:30
„Helgi getur étið það sem úti frýs“ Bræðurnir Helgi Már og Finnur Atli Magnússynir munu mætast í úrslitaeinvígi Domino's-deildar karla. Þeir verða sérstaklega nánir allt einvígið enda eru þeir báðir á hótel mömmu þessa dagana. 19. apríl 2016 06:00