53 stiga munur á liðunum í tveimur leikjum í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. apríl 2016 14:30 Hjálmar Stefánsson sækir að körfu KR í síðasta leik liðanna. Vísir/Hanna Haukar þurfa að gera talsvert mikið betur á móti KR í úrslitaeinvíginu en þeir gerðu í deildarkeppninni ætli Haukaliðið að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 28 ár. KR tekur á móti Haukum í kvöld í fyrsta leik liðanna í lokaúrslitum Domino´s deildar karla en leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Körfuboltakvöldið hefst klukkan 18.40 og gerir einnig upp leikinn að honum loknum. KR vann báða deildarleiki liðanna með miklum yfirburðum, 23 stiga sigur á Ásvöllum í október og 30 stiga sigur í DHL-höllinni í janúar.Haukarnir voru bara fimm stigum undir í hálfleik í fyrri leiknum en KR-ingar stigu á bensíngjöfina í þeim síðari sem þeir unnu með 18 stigum (45-27). Haukaliðið skoraði þá bara 7 stig í lokaleikhlutanum. Michael Craion var með 24 stig, 13 fráköst, 6 stoðsendingar og 4 stolna bolta í liði KR, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson skoraði 14 stig á rúmum 15 mínútum og Pavel Ermolinskij bætti við 13 stigum, 11 fráköstum og 8 stoðsendingum. Alls skoruðu sex KR-ingar yfir tíu stig því það gerðu Brynjar Þór Björnsson (11), Darri Hilmarsson (10) og Ægir Þór Steinarsson (10) einnig. Stephen Michael Madison skoraði 25 stig fyrir Hauka og Kári Jónsson var með 18 stig.KR-ingar stungu Haukana af strax í fyrsta leikhluta í seinni leiknum í DHL-höllinni en KR-liðið vann fyrsta leikhlutann þá 30-11. Haukarnir lögðu aðeins stöðuna í öðrum og þriðja leikhluta en KR kom muninum upp í 30 stig með því að vinna lokaleikhlutann 32-15. Aftur skoruðu sex KR-ingar tíu stig eða meira og þeir voru allir að skora á bilinu 10 til 17 stig. Michael Craion var með 17 stig á 25 mínútu og þeir Brynjar Þór Björnsson og Helgi Már Magnússon skoruðu báðir 14 stig. Pavel Ermolinskij var með 11 stig, 14 fráköst og 9 stoðsendingar og þeir Snorri Hrafnkelsson og Darri Hilmarsson skoruðu báðir tíu stig. Kári Jónsson og Brandon Mobley voru stighæstir hjá Haukum með 15 stig og Finnur Atli Magnússon skoraði 11 stig.Haukarnir voru bara með Brandon Mobley í seinni leiknum og þá var hann nýkominn inn í liðið. Ægir Þór Steinarsson spilaði líka báða leikina með KR. Það eru því ekki sömu lið sem eru að fara spila til úrslita og léku deildarleikina í vetur. Haukarnir vöknuðu við þetta tap út í KR og svöruðu með því að vinna átta síðustu deildarleiki sína og ná fjórða sætinu. Haukarnir hafa síðan unnið 6 af 8 leikjum sínum í úrslitakeppninni. Þetta þýðir að Haukar hafa unnið 14 af 16 leikjum sínum á Íslandsmótinu síðan að þeir mættu KR fyrir þremur mánuðum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Gríðarlegur munur á lokaúrslitareynslu KR og Hauka KR og Haukar mætast í kvöld í fyrsta leik sínum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn þegar lokaúrslit Domino´s deildar karla hefjast í DHL-höllinni í Frostaskjóli. 19. apríl 2016 13:30 „Helgi getur étið það sem úti frýs“ Bræðurnir Helgi Már og Finnur Atli Magnússynir munu mætast í úrslitaeinvígi Domino's-deildar karla. Þeir verða sérstaklega nánir allt einvígið enda eru þeir báðir á hótel mömmu þessa dagana. 19. apríl 2016 06:00 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Haukar þurfa að gera talsvert mikið betur á móti KR í úrslitaeinvíginu en þeir gerðu í deildarkeppninni ætli Haukaliðið að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 28 ár. KR tekur á móti Haukum í kvöld í fyrsta leik liðanna í lokaúrslitum Domino´s deildar karla en leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Körfuboltakvöldið hefst klukkan 18.40 og gerir einnig upp leikinn að honum loknum. KR vann báða deildarleiki liðanna með miklum yfirburðum, 23 stiga sigur á Ásvöllum í október og 30 stiga sigur í DHL-höllinni í janúar.Haukarnir voru bara fimm stigum undir í hálfleik í fyrri leiknum en KR-ingar stigu á bensíngjöfina í þeim síðari sem þeir unnu með 18 stigum (45-27). Haukaliðið skoraði þá bara 7 stig í lokaleikhlutanum. Michael Craion var með 24 stig, 13 fráköst, 6 stoðsendingar og 4 stolna bolta í liði KR, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson skoraði 14 stig á rúmum 15 mínútum og Pavel Ermolinskij bætti við 13 stigum, 11 fráköstum og 8 stoðsendingum. Alls skoruðu sex KR-ingar yfir tíu stig því það gerðu Brynjar Þór Björnsson (11), Darri Hilmarsson (10) og Ægir Þór Steinarsson (10) einnig. Stephen Michael Madison skoraði 25 stig fyrir Hauka og Kári Jónsson var með 18 stig.KR-ingar stungu Haukana af strax í fyrsta leikhluta í seinni leiknum í DHL-höllinni en KR-liðið vann fyrsta leikhlutann þá 30-11. Haukarnir lögðu aðeins stöðuna í öðrum og þriðja leikhluta en KR kom muninum upp í 30 stig með því að vinna lokaleikhlutann 32-15. Aftur skoruðu sex KR-ingar tíu stig eða meira og þeir voru allir að skora á bilinu 10 til 17 stig. Michael Craion var með 17 stig á 25 mínútu og þeir Brynjar Þór Björnsson og Helgi Már Magnússon skoruðu báðir 14 stig. Pavel Ermolinskij var með 11 stig, 14 fráköst og 9 stoðsendingar og þeir Snorri Hrafnkelsson og Darri Hilmarsson skoruðu báðir tíu stig. Kári Jónsson og Brandon Mobley voru stighæstir hjá Haukum með 15 stig og Finnur Atli Magnússon skoraði 11 stig.Haukarnir voru bara með Brandon Mobley í seinni leiknum og þá var hann nýkominn inn í liðið. Ægir Þór Steinarsson spilaði líka báða leikina með KR. Það eru því ekki sömu lið sem eru að fara spila til úrslita og léku deildarleikina í vetur. Haukarnir vöknuðu við þetta tap út í KR og svöruðu með því að vinna átta síðustu deildarleiki sína og ná fjórða sætinu. Haukarnir hafa síðan unnið 6 af 8 leikjum sínum í úrslitakeppninni. Þetta þýðir að Haukar hafa unnið 14 af 16 leikjum sínum á Íslandsmótinu síðan að þeir mættu KR fyrir þremur mánuðum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Gríðarlegur munur á lokaúrslitareynslu KR og Hauka KR og Haukar mætast í kvöld í fyrsta leik sínum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn þegar lokaúrslit Domino´s deildar karla hefjast í DHL-höllinni í Frostaskjóli. 19. apríl 2016 13:30 „Helgi getur étið það sem úti frýs“ Bræðurnir Helgi Már og Finnur Atli Magnússynir munu mætast í úrslitaeinvígi Domino's-deildar karla. Þeir verða sérstaklega nánir allt einvígið enda eru þeir báðir á hótel mömmu þessa dagana. 19. apríl 2016 06:00 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Gríðarlegur munur á lokaúrslitareynslu KR og Hauka KR og Haukar mætast í kvöld í fyrsta leik sínum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn þegar lokaúrslit Domino´s deildar karla hefjast í DHL-höllinni í Frostaskjóli. 19. apríl 2016 13:30
„Helgi getur étið það sem úti frýs“ Bræðurnir Helgi Már og Finnur Atli Magnússynir munu mætast í úrslitaeinvígi Domino's-deildar karla. Þeir verða sérstaklega nánir allt einvígið enda eru þeir báðir á hótel mömmu þessa dagana. 19. apríl 2016 06:00
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins