53 stiga munur á liðunum í tveimur leikjum í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. apríl 2016 14:30 Hjálmar Stefánsson sækir að körfu KR í síðasta leik liðanna. Vísir/Hanna Haukar þurfa að gera talsvert mikið betur á móti KR í úrslitaeinvíginu en þeir gerðu í deildarkeppninni ætli Haukaliðið að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 28 ár. KR tekur á móti Haukum í kvöld í fyrsta leik liðanna í lokaúrslitum Domino´s deildar karla en leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Körfuboltakvöldið hefst klukkan 18.40 og gerir einnig upp leikinn að honum loknum. KR vann báða deildarleiki liðanna með miklum yfirburðum, 23 stiga sigur á Ásvöllum í október og 30 stiga sigur í DHL-höllinni í janúar.Haukarnir voru bara fimm stigum undir í hálfleik í fyrri leiknum en KR-ingar stigu á bensíngjöfina í þeim síðari sem þeir unnu með 18 stigum (45-27). Haukaliðið skoraði þá bara 7 stig í lokaleikhlutanum. Michael Craion var með 24 stig, 13 fráköst, 6 stoðsendingar og 4 stolna bolta í liði KR, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson skoraði 14 stig á rúmum 15 mínútum og Pavel Ermolinskij bætti við 13 stigum, 11 fráköstum og 8 stoðsendingum. Alls skoruðu sex KR-ingar yfir tíu stig því það gerðu Brynjar Þór Björnsson (11), Darri Hilmarsson (10) og Ægir Þór Steinarsson (10) einnig. Stephen Michael Madison skoraði 25 stig fyrir Hauka og Kári Jónsson var með 18 stig.KR-ingar stungu Haukana af strax í fyrsta leikhluta í seinni leiknum í DHL-höllinni en KR-liðið vann fyrsta leikhlutann þá 30-11. Haukarnir lögðu aðeins stöðuna í öðrum og þriðja leikhluta en KR kom muninum upp í 30 stig með því að vinna lokaleikhlutann 32-15. Aftur skoruðu sex KR-ingar tíu stig eða meira og þeir voru allir að skora á bilinu 10 til 17 stig. Michael Craion var með 17 stig á 25 mínútu og þeir Brynjar Þór Björnsson og Helgi Már Magnússon skoruðu báðir 14 stig. Pavel Ermolinskij var með 11 stig, 14 fráköst og 9 stoðsendingar og þeir Snorri Hrafnkelsson og Darri Hilmarsson skoruðu báðir tíu stig. Kári Jónsson og Brandon Mobley voru stighæstir hjá Haukum með 15 stig og Finnur Atli Magnússon skoraði 11 stig.Haukarnir voru bara með Brandon Mobley í seinni leiknum og þá var hann nýkominn inn í liðið. Ægir Þór Steinarsson spilaði líka báða leikina með KR. Það eru því ekki sömu lið sem eru að fara spila til úrslita og léku deildarleikina í vetur. Haukarnir vöknuðu við þetta tap út í KR og svöruðu með því að vinna átta síðustu deildarleiki sína og ná fjórða sætinu. Haukarnir hafa síðan unnið 6 af 8 leikjum sínum í úrslitakeppninni. Þetta þýðir að Haukar hafa unnið 14 af 16 leikjum sínum á Íslandsmótinu síðan að þeir mættu KR fyrir þremur mánuðum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Gríðarlegur munur á lokaúrslitareynslu KR og Hauka KR og Haukar mætast í kvöld í fyrsta leik sínum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn þegar lokaúrslit Domino´s deildar karla hefjast í DHL-höllinni í Frostaskjóli. 19. apríl 2016 13:30 „Helgi getur étið það sem úti frýs“ Bræðurnir Helgi Már og Finnur Atli Magnússynir munu mætast í úrslitaeinvígi Domino's-deildar karla. Þeir verða sérstaklega nánir allt einvígið enda eru þeir báðir á hótel mömmu þessa dagana. 19. apríl 2016 06:00 Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Jordan lagði NASCAR Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Arsenal - Aston Villa | Geta jafnað toppliðið með tólfta sigrinum í röð Enski boltinn Man. United - Wolves | Tekst Úlfunum að sækja fyrsta sigurinn? Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Haukar þurfa að gera talsvert mikið betur á móti KR í úrslitaeinvíginu en þeir gerðu í deildarkeppninni ætli Haukaliðið að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 28 ár. KR tekur á móti Haukum í kvöld í fyrsta leik liðanna í lokaúrslitum Domino´s deildar karla en leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Körfuboltakvöldið hefst klukkan 18.40 og gerir einnig upp leikinn að honum loknum. KR vann báða deildarleiki liðanna með miklum yfirburðum, 23 stiga sigur á Ásvöllum í október og 30 stiga sigur í DHL-höllinni í janúar.Haukarnir voru bara fimm stigum undir í hálfleik í fyrri leiknum en KR-ingar stigu á bensíngjöfina í þeim síðari sem þeir unnu með 18 stigum (45-27). Haukaliðið skoraði þá bara 7 stig í lokaleikhlutanum. Michael Craion var með 24 stig, 13 fráköst, 6 stoðsendingar og 4 stolna bolta í liði KR, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson skoraði 14 stig á rúmum 15 mínútum og Pavel Ermolinskij bætti við 13 stigum, 11 fráköstum og 8 stoðsendingum. Alls skoruðu sex KR-ingar yfir tíu stig því það gerðu Brynjar Þór Björnsson (11), Darri Hilmarsson (10) og Ægir Þór Steinarsson (10) einnig. Stephen Michael Madison skoraði 25 stig fyrir Hauka og Kári Jónsson var með 18 stig.KR-ingar stungu Haukana af strax í fyrsta leikhluta í seinni leiknum í DHL-höllinni en KR-liðið vann fyrsta leikhlutann þá 30-11. Haukarnir lögðu aðeins stöðuna í öðrum og þriðja leikhluta en KR kom muninum upp í 30 stig með því að vinna lokaleikhlutann 32-15. Aftur skoruðu sex KR-ingar tíu stig eða meira og þeir voru allir að skora á bilinu 10 til 17 stig. Michael Craion var með 17 stig á 25 mínútu og þeir Brynjar Þór Björnsson og Helgi Már Magnússon skoruðu báðir 14 stig. Pavel Ermolinskij var með 11 stig, 14 fráköst og 9 stoðsendingar og þeir Snorri Hrafnkelsson og Darri Hilmarsson skoruðu báðir tíu stig. Kári Jónsson og Brandon Mobley voru stighæstir hjá Haukum með 15 stig og Finnur Atli Magnússon skoraði 11 stig.Haukarnir voru bara með Brandon Mobley í seinni leiknum og þá var hann nýkominn inn í liðið. Ægir Þór Steinarsson spilaði líka báða leikina með KR. Það eru því ekki sömu lið sem eru að fara spila til úrslita og léku deildarleikina í vetur. Haukarnir vöknuðu við þetta tap út í KR og svöruðu með því að vinna átta síðustu deildarleiki sína og ná fjórða sætinu. Haukarnir hafa síðan unnið 6 af 8 leikjum sínum í úrslitakeppninni. Þetta þýðir að Haukar hafa unnið 14 af 16 leikjum sínum á Íslandsmótinu síðan að þeir mættu KR fyrir þremur mánuðum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Gríðarlegur munur á lokaúrslitareynslu KR og Hauka KR og Haukar mætast í kvöld í fyrsta leik sínum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn þegar lokaúrslit Domino´s deildar karla hefjast í DHL-höllinni í Frostaskjóli. 19. apríl 2016 13:30 „Helgi getur étið það sem úti frýs“ Bræðurnir Helgi Már og Finnur Atli Magnússynir munu mætast í úrslitaeinvígi Domino's-deildar karla. Þeir verða sérstaklega nánir allt einvígið enda eru þeir báðir á hótel mömmu þessa dagana. 19. apríl 2016 06:00 Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Jordan lagði NASCAR Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Arsenal - Aston Villa | Geta jafnað toppliðið með tólfta sigrinum í röð Enski boltinn Man. United - Wolves | Tekst Úlfunum að sækja fyrsta sigurinn? Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Gríðarlegur munur á lokaúrslitareynslu KR og Hauka KR og Haukar mætast í kvöld í fyrsta leik sínum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn þegar lokaúrslit Domino´s deildar karla hefjast í DHL-höllinni í Frostaskjóli. 19. apríl 2016 13:30
„Helgi getur étið það sem úti frýs“ Bræðurnir Helgi Már og Finnur Atli Magnússynir munu mætast í úrslitaeinvígi Domino's-deildar karla. Þeir verða sérstaklega nánir allt einvígið enda eru þeir báðir á hótel mömmu þessa dagana. 19. apríl 2016 06:00
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum