Bollakökur og vélmenni Birta Björnsdóttir skrifar 19. apríl 2016 19:30 Nokkrir nemendur í verkfræðideild Háskóla Íslands sýndu í dag lokaverkefni sín úr áfanga sem nefnist tölvustýrður velbúnaður. Meðal þess sem þar var til sýnis var eftirmynd vélmennisins BB-8 úr nýjustu Star Wars kvikmyndinni. BB-8 er úr smiðju þeirra Sverris Karls Björnssonar, Elíasar Steins Leifssonar, Kristins Arnar Björnssonar og Arnar Dúa Kristjánssonar. „Það voru tveir úr hópnum sem voru ekki búnir að sjá myndina áður en við byrjuðum, en þeir eru búnir að því núna,“ segir Sverrir Karl. „Við notuðum ljósaskerm af ljósastaur í stóru kúluna og plastskál fyrir hausinn. Þrívíddarprentaði hausinn sem við ætluðum að nota var of þungur svo við þurftum að nota plastskálina frekar,“ segir Sverrir. Sverrir Karl Björnsson, nemandi í verkfræði.Og það voru fleiri áhugaverð lokaverkefnin í tölvustýrðum vélbúnaði. Þau Kristín Guðmundsdóttir, Júlía Arnardóttir og Njáll Gunnarsson smíðuðu svokallaðan skreytingameistara. „Við ákváðum að útbúa sérstaka skreytivél, en við Júlía erum einu stelpurnar í þessum áfanga og þekkjum vel það vandamál að þurfa að skreyta of margar bollakökur,“ útskýrir Kristín. „Okkur datt því í hug að gera svona færiband sem snýr kökunum og þær stoppa á þremur stöðum í ferlinu. Á fyrstu stöðinni er sett krem á kökuna, þaðan fer hún í kurlara og þar er marglitu kökuskrauti dreift yfir þær. Að síðustu er þeim svo skutlað yfir á rennibraut þar sem þau renna niður á disk sem svo er hægt að bera fram.“ Hún segir þetta vissulega hafa verið ónsnyrtilegasta verkefnið á háskólaferlinum hingað til. „Já allt þetta krem og kökuskraut hefur dreifst út um allt,“ segir Kristín. Hún bætir við að líklegt sé að þau komi til með að bjóða upp á vel skreyttar bollakökur í fyrirhuguðum útskriftarveislum sínum í vor, það verði að nýta vélina. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira
Nokkrir nemendur í verkfræðideild Háskóla Íslands sýndu í dag lokaverkefni sín úr áfanga sem nefnist tölvustýrður velbúnaður. Meðal þess sem þar var til sýnis var eftirmynd vélmennisins BB-8 úr nýjustu Star Wars kvikmyndinni. BB-8 er úr smiðju þeirra Sverris Karls Björnssonar, Elíasar Steins Leifssonar, Kristins Arnar Björnssonar og Arnar Dúa Kristjánssonar. „Það voru tveir úr hópnum sem voru ekki búnir að sjá myndina áður en við byrjuðum, en þeir eru búnir að því núna,“ segir Sverrir Karl. „Við notuðum ljósaskerm af ljósastaur í stóru kúluna og plastskál fyrir hausinn. Þrívíddarprentaði hausinn sem við ætluðum að nota var of þungur svo við þurftum að nota plastskálina frekar,“ segir Sverrir. Sverrir Karl Björnsson, nemandi í verkfræði.Og það voru fleiri áhugaverð lokaverkefnin í tölvustýrðum vélbúnaði. Þau Kristín Guðmundsdóttir, Júlía Arnardóttir og Njáll Gunnarsson smíðuðu svokallaðan skreytingameistara. „Við ákváðum að útbúa sérstaka skreytivél, en við Júlía erum einu stelpurnar í þessum áfanga og þekkjum vel það vandamál að þurfa að skreyta of margar bollakökur,“ útskýrir Kristín. „Okkur datt því í hug að gera svona færiband sem snýr kökunum og þær stoppa á þremur stöðum í ferlinu. Á fyrstu stöðinni er sett krem á kökuna, þaðan fer hún í kurlara og þar er marglitu kökuskrauti dreift yfir þær. Að síðustu er þeim svo skutlað yfir á rennibraut þar sem þau renna niður á disk sem svo er hægt að bera fram.“ Hún segir þetta vissulega hafa verið ónsnyrtilegasta verkefnið á háskólaferlinum hingað til. „Já allt þetta krem og kökuskraut hefur dreifst út um allt,“ segir Kristín. Hún bætir við að líklegt sé að þau komi til með að bjóða upp á vel skreyttar bollakökur í fyrirhuguðum útskriftarveislum sínum í vor, það verði að nýta vélina.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira