Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 25-32 | Haukar klófestu titilinn í Eyjum Guðmundur Tómas Sigfússon skrifar 2. apríl 2016 16:15 Elín Jóna Þorsteinsdóttir markvörður Hauka. Vísir/Ernir Haukar urðu í dag deildarmeistar í Olís-deild kvenna eftir 25-32 sigur á ÍBV. Fram sigraði Gróttu á sama tíma og því fögnuðu Haukastelpur vel í leikslok þar sem titilinn var í höfn. ÍBV byrjaði leikinn betur og virtust ætla að mæta af miklum krafti í upphafi. Þær leiddu á fyrstu mínútunum en fjöldinn allur af vítum var dæmdur í upphafi. Haukakonur tóku fljótt forystuna á ný og héldu henni síðasta korterið af fyrri hálfleik. Haukar náðu þriggja marka forskoti þegar lítið var eftir af fyrri hálfleik en þá hafði lítið gengið upp hjá ÍBV í einhvern tíma. Ótrúleg seigla Eyjakvenna sýndi sig samt á lokamínútunum fyrri hálfleiks og kom það í veg fyrir að staðan væri erfið í hálfleik. Drífa Þorvaldsdóttir fékk þá tvö víti sem hún nýtti vel og náði Kristrún Ósk Hlynsdóttir einnig að setja eitt mark. Að loknum skemmtilegum fyrri hálfleik var staðan því 13-13. Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti frábæran leik í marki Hauka en hún varði rúm tíu skot í fyrri hálfleik og bætti nokkrum við í þeim síðari. Hún hefur verið öflug fyrir Hauka og ætti að fá mikið lof fyrir leik sinn sérstaklega eftir áramót. ÍBV komst yfir 14-13 í upphafi síðari hálfleiks en þá tók við algjörlega frábær kafli hjá Haukum, þar sem liðið sýndi af hverju þær eru efstar í deildinni. Þær skoruðu sex mörk í röð en vörnin stóð frábærlega og sóknirnar gengu eins og í sögu. Munurinn var því orðinn sex mörk og komust ÍBV ekki mikið nær á næstu mínútum. Óskar Ármannsson lét vel í sér heyra á hliðarlínunni og virtist vera ótrúlega sáttur með sínar stelpur í seinni hálfleik. Þegar tólf mínútur voru eftir tókst ÍBV að minnka muninn niður í tvö mörk, þá kom hins vegar annar stórkostlegur kafli hjá Haukunum sem kláruðu leikinn. Þær komust átta mörkum yfir með öguðum sóknarleik og frábærum varnarleik. Vera Lopes klóraði í bakkann fyrir ÍBV en hún átti ekki sérstaklega góðan dag fyrir framan markið. Ester Óskarsdóttir náði sér heldur ekki á strik og það munar um minna hjá ÍBV.Óskar Ármannsson: Einbeiting og þolinmæði „Einbeiting og þolinmæði var lykillinn, við spiluðum sterka vörn lengst af. Við töluðum vel saman í hálfleik og mér fannst við koma rosa sterkar inn í seinni hálfleikinn,“ sagði Óskar Ármannsson, þjálfari Hauka, rétt eftir að liðið varð deildarmeistari í dag. „Vörnin skilaði þessu, við fengum einnig mörk í sókninni, einstaka slæmar ákvarðanir komu. Það gerist oft á móti Vestmannaeyjum en við héldum því í lágmarki í dag.“ „Það var einhver pirringur í hálfleik, einhverjir dómar sem féllu, áhorfendur stjökuðu við leikmönnum og eitthvað svona minniháttar. Það var ýmislegt undir og við þurftum að ná að róa okkur.“ Fram kláraði Gróttu á Seltjarnarnesi og Haukar urðu því deildarmeistarar í dag, það hlýtur að vera sætt að klára það í næst síðustu umferðinni. „Ógeðslega sætt, það er gott að eiga einn leik í buffer, það er mjög ánægjulegt fyrir okkur að skila deildarmeistaratitli til félagsins kvenna megin. Það er mjög gott fyrir félagið í heild sinni.“ „Við erum „rönkuð“ í 4.-5. sæti fyrir mót, við erum ekki búin að tapa deildarleik síðan í nóvember og erum búnar að tapa tveimur deildarleikjum yfir allt tímabilið. Ég held að það sé nánast einstakt, ég get ekki annað en verið ánægður með niðurstöðu deildarinnar,“ sagði Óskar að lokum um tímabilið í heild sinni.Hrafnhildur Ósk Skúladóttir: Tapið skiptir engu máli„Það er alltaf leiðinlegt að tapa, þetta skipti svo sem engu máli fyrir okkur fyrst að Grótta tapaði fyrir Fram,“ sagði Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, þjálfari ÍBV, eftir sjö marka tap gegn Haukum. „Við hefðum aldrei náð heimaleikjaréttinum, þetta tap skiptir engu máli. Það hefði verið gott fyrir andlegu hliðina okkar að ná sigri í dag. Þetta var virkilega góð barátta í liðinu í 45 mínútur.“ „Við dettum niður á köflum þegar góðu kaflarnir koma hjá þeim og trúin fer frá okkur. Við rífum okkur svo upp aftur og minnkum í tvö, þá kemur þetta aftur. Mér fannst við vera að berjast en frá byrjun var þetta stöngin út í dag.“ Lykilmenn ÍBV náðu sér ekki á strik í það, getur Hrafnhildur tekið undir það? „Þær voru frekar óheppnar, voru að taka réttu færin en boltinn vildi ekki rosalega mikið inn. Svekkjandi en ekkert eitthvað glórulaust. Þetta voru réttar ákvarðanir en það vantaði að sjá boltann í netinu.“ Íslenski handboltinn Olís-deild kvenna Mest lesið Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Körfubolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Fleiri fréttir Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Sjá meira
Haukar urðu í dag deildarmeistar í Olís-deild kvenna eftir 25-32 sigur á ÍBV. Fram sigraði Gróttu á sama tíma og því fögnuðu Haukastelpur vel í leikslok þar sem titilinn var í höfn. ÍBV byrjaði leikinn betur og virtust ætla að mæta af miklum krafti í upphafi. Þær leiddu á fyrstu mínútunum en fjöldinn allur af vítum var dæmdur í upphafi. Haukakonur tóku fljótt forystuna á ný og héldu henni síðasta korterið af fyrri hálfleik. Haukar náðu þriggja marka forskoti þegar lítið var eftir af fyrri hálfleik en þá hafði lítið gengið upp hjá ÍBV í einhvern tíma. Ótrúleg seigla Eyjakvenna sýndi sig samt á lokamínútunum fyrri hálfleiks og kom það í veg fyrir að staðan væri erfið í hálfleik. Drífa Þorvaldsdóttir fékk þá tvö víti sem hún nýtti vel og náði Kristrún Ósk Hlynsdóttir einnig að setja eitt mark. Að loknum skemmtilegum fyrri hálfleik var staðan því 13-13. Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti frábæran leik í marki Hauka en hún varði rúm tíu skot í fyrri hálfleik og bætti nokkrum við í þeim síðari. Hún hefur verið öflug fyrir Hauka og ætti að fá mikið lof fyrir leik sinn sérstaklega eftir áramót. ÍBV komst yfir 14-13 í upphafi síðari hálfleiks en þá tók við algjörlega frábær kafli hjá Haukum, þar sem liðið sýndi af hverju þær eru efstar í deildinni. Þær skoruðu sex mörk í röð en vörnin stóð frábærlega og sóknirnar gengu eins og í sögu. Munurinn var því orðinn sex mörk og komust ÍBV ekki mikið nær á næstu mínútum. Óskar Ármannsson lét vel í sér heyra á hliðarlínunni og virtist vera ótrúlega sáttur með sínar stelpur í seinni hálfleik. Þegar tólf mínútur voru eftir tókst ÍBV að minnka muninn niður í tvö mörk, þá kom hins vegar annar stórkostlegur kafli hjá Haukunum sem kláruðu leikinn. Þær komust átta mörkum yfir með öguðum sóknarleik og frábærum varnarleik. Vera Lopes klóraði í bakkann fyrir ÍBV en hún átti ekki sérstaklega góðan dag fyrir framan markið. Ester Óskarsdóttir náði sér heldur ekki á strik og það munar um minna hjá ÍBV.Óskar Ármannsson: Einbeiting og þolinmæði „Einbeiting og þolinmæði var lykillinn, við spiluðum sterka vörn lengst af. Við töluðum vel saman í hálfleik og mér fannst við koma rosa sterkar inn í seinni hálfleikinn,“ sagði Óskar Ármannsson, þjálfari Hauka, rétt eftir að liðið varð deildarmeistari í dag. „Vörnin skilaði þessu, við fengum einnig mörk í sókninni, einstaka slæmar ákvarðanir komu. Það gerist oft á móti Vestmannaeyjum en við héldum því í lágmarki í dag.“ „Það var einhver pirringur í hálfleik, einhverjir dómar sem féllu, áhorfendur stjökuðu við leikmönnum og eitthvað svona minniháttar. Það var ýmislegt undir og við þurftum að ná að róa okkur.“ Fram kláraði Gróttu á Seltjarnarnesi og Haukar urðu því deildarmeistarar í dag, það hlýtur að vera sætt að klára það í næst síðustu umferðinni. „Ógeðslega sætt, það er gott að eiga einn leik í buffer, það er mjög ánægjulegt fyrir okkur að skila deildarmeistaratitli til félagsins kvenna megin. Það er mjög gott fyrir félagið í heild sinni.“ „Við erum „rönkuð“ í 4.-5. sæti fyrir mót, við erum ekki búin að tapa deildarleik síðan í nóvember og erum búnar að tapa tveimur deildarleikjum yfir allt tímabilið. Ég held að það sé nánast einstakt, ég get ekki annað en verið ánægður með niðurstöðu deildarinnar,“ sagði Óskar að lokum um tímabilið í heild sinni.Hrafnhildur Ósk Skúladóttir: Tapið skiptir engu máli„Það er alltaf leiðinlegt að tapa, þetta skipti svo sem engu máli fyrir okkur fyrst að Grótta tapaði fyrir Fram,“ sagði Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, þjálfari ÍBV, eftir sjö marka tap gegn Haukum. „Við hefðum aldrei náð heimaleikjaréttinum, þetta tap skiptir engu máli. Það hefði verið gott fyrir andlegu hliðina okkar að ná sigri í dag. Þetta var virkilega góð barátta í liðinu í 45 mínútur.“ „Við dettum niður á köflum þegar góðu kaflarnir koma hjá þeim og trúin fer frá okkur. Við rífum okkur svo upp aftur og minnkum í tvö, þá kemur þetta aftur. Mér fannst við vera að berjast en frá byrjun var þetta stöngin út í dag.“ Lykilmenn ÍBV náðu sér ekki á strik í það, getur Hrafnhildur tekið undir það? „Þær voru frekar óheppnar, voru að taka réttu færin en boltinn vildi ekki rosalega mikið inn. Svekkjandi en ekkert eitthvað glórulaust. Þetta voru réttar ákvarðanir en það vantaði að sjá boltann í netinu.“
Íslenski handboltinn Olís-deild kvenna Mest lesið Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Körfubolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Fleiri fréttir Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti