Lífið

Sex on Tortóla Beach og Tortóla Sunrise verða í boði á Austurvelli

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sigmundur Davíð hefur verið mikið í fjölmiðlum í dag.
Sigmundur Davíð hefur verið mikið í fjölmiðlum í dag. vísir
„Það verður tryllt stuð á Austurvelli á eftir. Kakó og kaffi á Nórunni og nokkrir vel valdir kokteilar á tilboði. Sex on Tortóla Beach, Tortóla Sunrise,“ segir í færslu frá veitingarstaðnum Nora Magasin sem er staðsett við Austurvöll.

Búið að boða til mótmæla við Austurvöll í dag hefjast þau klukkan 17. Ástæðan mun vera fréttir gærdagsins um tengingu Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, við aflandsfélagið Wintris.

Fyrr í dag kom fram að ísbúðin Valdís væri að bjóða upp á ísinn WINTRÍS og nú hefur Nora Magasin fylgt í kjölfarið.

Fólk er farið að streyma að á Austurvelli.vísir/nanna
vísir/nanna

Það verður tryllt stuð á Austurvelli á eftir. Kakó og kaffi á Nórunni og nokkrir vel valdir kokteilar á tilboði. Sex on Tortóla Beach, Tortóla sunrise... einhverjar fleiri hugmyndir?

Posted by Nora Magasin on Monday, 4 April 2016





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.