Brynjar: Fengum engar skýringar frá KKÍ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. apríl 2016 22:00 Brynjar Þór í leiknum í kvöld. Vísir/Ernir Brynjar Þór Björnsson, bakvörður í KR, segir að það hafi verið furðuleg ákvörðun að láta lið sitt bíða aukadag eftir fyrsta leik sínum í undanúrslitum Domino's-deildar karla. KR mætti Njarðvík í kvöld og vann nauman sigur í tvíframlengdum leik. Njarðvík þurfti oddaleik í sinni rimmu í 8-liða úrslitum til að fara áfram og var að spila á fimmtudaginn. En KR hafði beðið eftir leiknum í kvöld í tólf daga. „Þetta var bara glataður leikur. Það verður að segjast eins og er,“ sagði KR-ingurinn Brynjar Þór eftir nauman sigur KR, 69-67. Hann, eins og svo margir KR-ingar, fann ekki fjöl sína í sóknarleiknum og skoraði einungis sjö stig í leiknum. „Við vorum hræðilega lélegir. Við áttum að vera löngu búnir að klára þetta en þessi tólf daga pása fór í lappirnar okkar og við vorum þungir.“ „Það er erfitt að bíða í tólf daga. Þeir fengu reyndar aukadag til að jafna sig eftir sína rimmu sem hjálpaði þeim. Maður fann í byrjun leiks að maður var ekki tilbúinn í þetta enda byrjuðu Njarðvíkingar þetta af þvílíkum krafti.“ Hann segir að KR-ingar hafi ávallt reiknað með því að fá fyrri leikdaginn í undanúrslitunum, ekki þann síðari eins og raunin varð. „Deildarmeistararnir hafa alltaf verið á undan og fengið að ráða. En af einhverjum ótrúlegum ástæðum þá vorum við færðir um einn dag og menn voru ekki sáttir við það. Við fengum engar skýringar og er þetta skrýtið mál.“ „Það var orðið afar erfitt að bíða.“ Hann segir að þrátt fyrir lágt stigaskor hafi sóknarleikur KR verið góður í kvöld. „Við vorum að fá opin skot, hvað eftir annað, og allt það sem við vildum. En við vorum ekki að hitta.“ „Ef við hittum bara úr þessum skotum sem við vorum að fá í dag þá skorum við meira en 69 stig eftir tvær framlengingar. Það er fullvíst.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Atkinson: Sóknarvilla fyrir það sem manni er kennt að gera Jeremy Atkinson var svekktur út af umdeildri villu sem hann fékk dæmda á sig undir lok leiks KR og Njarðvíkur í kvöld. 4. apríl 2016 21:49 Umfjöllun, viðtöl myndir: KR - Njarðvík 69-67 | KR vann í tvíframlengdum leik Ótrúlegur körfuboltaleikur í Frostaskjólinu í kvöld. 4. apríl 2016 22:00 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Í beinni: Newcastle - Arsenal | Skytturnar mæta á St James' Park Enski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Sjá meira
Brynjar Þór Björnsson, bakvörður í KR, segir að það hafi verið furðuleg ákvörðun að láta lið sitt bíða aukadag eftir fyrsta leik sínum í undanúrslitum Domino's-deildar karla. KR mætti Njarðvík í kvöld og vann nauman sigur í tvíframlengdum leik. Njarðvík þurfti oddaleik í sinni rimmu í 8-liða úrslitum til að fara áfram og var að spila á fimmtudaginn. En KR hafði beðið eftir leiknum í kvöld í tólf daga. „Þetta var bara glataður leikur. Það verður að segjast eins og er,“ sagði KR-ingurinn Brynjar Þór eftir nauman sigur KR, 69-67. Hann, eins og svo margir KR-ingar, fann ekki fjöl sína í sóknarleiknum og skoraði einungis sjö stig í leiknum. „Við vorum hræðilega lélegir. Við áttum að vera löngu búnir að klára þetta en þessi tólf daga pása fór í lappirnar okkar og við vorum þungir.“ „Það er erfitt að bíða í tólf daga. Þeir fengu reyndar aukadag til að jafna sig eftir sína rimmu sem hjálpaði þeim. Maður fann í byrjun leiks að maður var ekki tilbúinn í þetta enda byrjuðu Njarðvíkingar þetta af þvílíkum krafti.“ Hann segir að KR-ingar hafi ávallt reiknað með því að fá fyrri leikdaginn í undanúrslitunum, ekki þann síðari eins og raunin varð. „Deildarmeistararnir hafa alltaf verið á undan og fengið að ráða. En af einhverjum ótrúlegum ástæðum þá vorum við færðir um einn dag og menn voru ekki sáttir við það. Við fengum engar skýringar og er þetta skrýtið mál.“ „Það var orðið afar erfitt að bíða.“ Hann segir að þrátt fyrir lágt stigaskor hafi sóknarleikur KR verið góður í kvöld. „Við vorum að fá opin skot, hvað eftir annað, og allt það sem við vildum. En við vorum ekki að hitta.“ „Ef við hittum bara úr þessum skotum sem við vorum að fá í dag þá skorum við meira en 69 stig eftir tvær framlengingar. Það er fullvíst.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Atkinson: Sóknarvilla fyrir það sem manni er kennt að gera Jeremy Atkinson var svekktur út af umdeildri villu sem hann fékk dæmda á sig undir lok leiks KR og Njarðvíkur í kvöld. 4. apríl 2016 21:49 Umfjöllun, viðtöl myndir: KR - Njarðvík 69-67 | KR vann í tvíframlengdum leik Ótrúlegur körfuboltaleikur í Frostaskjólinu í kvöld. 4. apríl 2016 22:00 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Í beinni: Newcastle - Arsenal | Skytturnar mæta á St James' Park Enski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Sjá meira
Atkinson: Sóknarvilla fyrir það sem manni er kennt að gera Jeremy Atkinson var svekktur út af umdeildri villu sem hann fékk dæmda á sig undir lok leiks KR og Njarðvíkur í kvöld. 4. apríl 2016 21:49
Umfjöllun, viðtöl myndir: KR - Njarðvík 69-67 | KR vann í tvíframlengdum leik Ótrúlegur körfuboltaleikur í Frostaskjólinu í kvöld. 4. apríl 2016 22:00