Valdníðsla hjá Félagi leiðsögumanna? Jakob S. Jónsson skrifar 6. apríl 2016 07:00 Í Fréttablaðinu 25. febrúar sl. benti ég á nauðsyn þess að Félag leiðsögumanna yrði opnað öllum starfandi leiðsögumönnum enda væri það eina leiðin til að efla samtakamátt stéttarinnar. Leiðsögumenn þurfa samtakamátt til að bæta kjör sín, standa vörð um menntun innan greinarinnar og til að geta orðið marktækt afl í stefnumótun um ferðaþjónustu á Íslandi. Í þessu augnamiði lagði ég við annan mann á nýafstöðnum aðalfundi Félags leiðsögumanna þann 29. febrúar sl. fram með tilskildum fyrirvara tillögur til breytinga á lögum félagsins, sem miðuðu að því að efla það sem stéttarfélag og gera það meira aðlaðandi fyrir alla starfandi leiðsögumenn eins og eðlilegt á að vera um stéttarfélög. Þessar lagabreytingartillögur komu að segja má fram á hárréttum tíma, því nýlega hefur komið í ljós að engin námskrá um leiðsögunám er viðurkennd eða staðfest af ráðuneyti menntamála og þar með er grundvöllurinn fyrir tvískiptingu Félags leiðsögumanna í svonefnt fagfélag og stéttarfélag úr sögunni (sjá grein mína í Fréttablaðinu 17. mars sl.). Þar með hafa skapast forsendur til að vinna að menntunarmálum leiðsögumanna á nýjum grunni. Auk þess fengist sterkari samtakamáttur með því að fjöldi starfandi leiðsögumanna sem hingað til hefur ekki talið sig eiga erindi í Félag leiðsögumanna sæi félagið tilbúið til að breiða út faðm sinn til þeirra og bjóða þá velkomna til þátttöku í að efla samtök leiðsögumanna. En á aðalfundi Félags leiðsögumanna var lagabreytingartillaga okkar félaga slegin út af borðinu án kynningar og umræðu. Þegar kom að því að kynna átti lagabreytingartillögur okkar var borin var upp tillaga, kynnt sem dagskrártillaga en sem fundarstjóri tók til afgreiðslu án umræðu eins og um frávísunartillögu væri að ræða. Að áliti lögfræðinga er slík afgreiðsla á lagabreytingartillögu í meira lagi hæpin og í andstöðu við félagsrétt. Dagskrá aðalfundar FL er tilgreind í lögum félagsins eins og venja er í félagslögum. Þar af leiðandi hefur hún sérstakt vægi; henni verður ekki breytt með einfaldri dagskrártillögu, enda væri þá meirihluta fundarmanna í lófa lagið að slá tillögur minnihluta af borðinu. Það væri auðvitað gerræði og valdníðsla eins og hver maður sér. Þá er það í fullkominni andstöðu við fundarsköp að afgreiða dagskrármál sem hvorki hefur verið kynnt eða rætt með frávísun eins og fundarstjóri gerði. Á þessum aðalfundi Félags leiðsögumanna verður sennilega eingöngu kennt um handvömm fundarstjóra hvernig fór, því stjórn félagsins vill áreiðanlega ekki láta orða sig við gerræði og valdníðslu. Þá er það örugglega einnig handvömm hjá fundarstjóra að hann sjálfur greiddi dagskrártillögunni atkvæði fyrstur fundarmanna með handauppréttingu.Hlýtur að vera miður sín Stjórn Félags leiðsögumanna hlýtur að vera miður sín yfir því að þessi klaufalega fundarstjórn hafi orðið þess valdandi að mikilvægt hagsmunamál leiðsögumanna var slegið út af borði aðalfundar umræðulaust. Auðvitað vill stjórn FL að hagsmunamál leiðsögumanna séu rædd og reifuð og að öll sjónarmið, meirihluta sem minnihluta, fái að koma fram á fundum félagsins. Ég hef því sent stjórn Félags leiðsögumanna bréf og óskað að boðað verði til framhaldsaðalfundar 2016 við fyrsta tækifæri þar sem haldið verður áfram að ræða lagabreytingar í samræmi við lög félagsins um aðalfund og að þá verði rædd og afgreidd sú lagabreytingartillaga sem lögð var fyrir aðalfundinn. Ég er þess fullviss að stjórn Félags leiðsögumanna vill að félagið sé á hverjum tíma sem best í stakk búið til að sinna kjaramálum leiðsögumanna, að það standi vörð um menntun leiðsögumanna og sé marktækt afl í umræðu um stefnumótun ferðaþjónustu á Íslandi. Lagabreytingartillagan sem við félagar lögðum fyrir aðalfund er í fullu samræmi við það. Hún miðar að því að efla félagið og styrkja leiðsögumenn í starfi sínu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 25. febrúar sl. benti ég á nauðsyn þess að Félag leiðsögumanna yrði opnað öllum starfandi leiðsögumönnum enda væri það eina leiðin til að efla samtakamátt stéttarinnar. Leiðsögumenn þurfa samtakamátt til að bæta kjör sín, standa vörð um menntun innan greinarinnar og til að geta orðið marktækt afl í stefnumótun um ferðaþjónustu á Íslandi. Í þessu augnamiði lagði ég við annan mann á nýafstöðnum aðalfundi Félags leiðsögumanna þann 29. febrúar sl. fram með tilskildum fyrirvara tillögur til breytinga á lögum félagsins, sem miðuðu að því að efla það sem stéttarfélag og gera það meira aðlaðandi fyrir alla starfandi leiðsögumenn eins og eðlilegt á að vera um stéttarfélög. Þessar lagabreytingartillögur komu að segja má fram á hárréttum tíma, því nýlega hefur komið í ljós að engin námskrá um leiðsögunám er viðurkennd eða staðfest af ráðuneyti menntamála og þar með er grundvöllurinn fyrir tvískiptingu Félags leiðsögumanna í svonefnt fagfélag og stéttarfélag úr sögunni (sjá grein mína í Fréttablaðinu 17. mars sl.). Þar með hafa skapast forsendur til að vinna að menntunarmálum leiðsögumanna á nýjum grunni. Auk þess fengist sterkari samtakamáttur með því að fjöldi starfandi leiðsögumanna sem hingað til hefur ekki talið sig eiga erindi í Félag leiðsögumanna sæi félagið tilbúið til að breiða út faðm sinn til þeirra og bjóða þá velkomna til þátttöku í að efla samtök leiðsögumanna. En á aðalfundi Félags leiðsögumanna var lagabreytingartillaga okkar félaga slegin út af borðinu án kynningar og umræðu. Þegar kom að því að kynna átti lagabreytingartillögur okkar var borin var upp tillaga, kynnt sem dagskrártillaga en sem fundarstjóri tók til afgreiðslu án umræðu eins og um frávísunartillögu væri að ræða. Að áliti lögfræðinga er slík afgreiðsla á lagabreytingartillögu í meira lagi hæpin og í andstöðu við félagsrétt. Dagskrá aðalfundar FL er tilgreind í lögum félagsins eins og venja er í félagslögum. Þar af leiðandi hefur hún sérstakt vægi; henni verður ekki breytt með einfaldri dagskrártillögu, enda væri þá meirihluta fundarmanna í lófa lagið að slá tillögur minnihluta af borðinu. Það væri auðvitað gerræði og valdníðsla eins og hver maður sér. Þá er það í fullkominni andstöðu við fundarsköp að afgreiða dagskrármál sem hvorki hefur verið kynnt eða rætt með frávísun eins og fundarstjóri gerði. Á þessum aðalfundi Félags leiðsögumanna verður sennilega eingöngu kennt um handvömm fundarstjóra hvernig fór, því stjórn félagsins vill áreiðanlega ekki láta orða sig við gerræði og valdníðslu. Þá er það örugglega einnig handvömm hjá fundarstjóra að hann sjálfur greiddi dagskrártillögunni atkvæði fyrstur fundarmanna með handauppréttingu.Hlýtur að vera miður sín Stjórn Félags leiðsögumanna hlýtur að vera miður sín yfir því að þessi klaufalega fundarstjórn hafi orðið þess valdandi að mikilvægt hagsmunamál leiðsögumanna var slegið út af borði aðalfundar umræðulaust. Auðvitað vill stjórn FL að hagsmunamál leiðsögumanna séu rædd og reifuð og að öll sjónarmið, meirihluta sem minnihluta, fái að koma fram á fundum félagsins. Ég hef því sent stjórn Félags leiðsögumanna bréf og óskað að boðað verði til framhaldsaðalfundar 2016 við fyrsta tækifæri þar sem haldið verður áfram að ræða lagabreytingar í samræmi við lög félagsins um aðalfund og að þá verði rædd og afgreidd sú lagabreytingartillaga sem lögð var fyrir aðalfundinn. Ég er þess fullviss að stjórn Félags leiðsögumanna vill að félagið sé á hverjum tíma sem best í stakk búið til að sinna kjaramálum leiðsögumanna, að það standi vörð um menntun leiðsögumanna og sé marktækt afl í umræðu um stefnumótun ferðaþjónustu á Íslandi. Lagabreytingartillagan sem við félagar lögðum fyrir aðalfund er í fullu samræmi við það. Hún miðar að því að efla félagið og styrkja leiðsögumenn í starfi sínu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar