Valdníðsla hjá Félagi leiðsögumanna? Jakob S. Jónsson skrifar 6. apríl 2016 07:00 Í Fréttablaðinu 25. febrúar sl. benti ég á nauðsyn þess að Félag leiðsögumanna yrði opnað öllum starfandi leiðsögumönnum enda væri það eina leiðin til að efla samtakamátt stéttarinnar. Leiðsögumenn þurfa samtakamátt til að bæta kjör sín, standa vörð um menntun innan greinarinnar og til að geta orðið marktækt afl í stefnumótun um ferðaþjónustu á Íslandi. Í þessu augnamiði lagði ég við annan mann á nýafstöðnum aðalfundi Félags leiðsögumanna þann 29. febrúar sl. fram með tilskildum fyrirvara tillögur til breytinga á lögum félagsins, sem miðuðu að því að efla það sem stéttarfélag og gera það meira aðlaðandi fyrir alla starfandi leiðsögumenn eins og eðlilegt á að vera um stéttarfélög. Þessar lagabreytingartillögur komu að segja má fram á hárréttum tíma, því nýlega hefur komið í ljós að engin námskrá um leiðsögunám er viðurkennd eða staðfest af ráðuneyti menntamála og þar með er grundvöllurinn fyrir tvískiptingu Félags leiðsögumanna í svonefnt fagfélag og stéttarfélag úr sögunni (sjá grein mína í Fréttablaðinu 17. mars sl.). Þar með hafa skapast forsendur til að vinna að menntunarmálum leiðsögumanna á nýjum grunni. Auk þess fengist sterkari samtakamáttur með því að fjöldi starfandi leiðsögumanna sem hingað til hefur ekki talið sig eiga erindi í Félag leiðsögumanna sæi félagið tilbúið til að breiða út faðm sinn til þeirra og bjóða þá velkomna til þátttöku í að efla samtök leiðsögumanna. En á aðalfundi Félags leiðsögumanna var lagabreytingartillaga okkar félaga slegin út af borðinu án kynningar og umræðu. Þegar kom að því að kynna átti lagabreytingartillögur okkar var borin var upp tillaga, kynnt sem dagskrártillaga en sem fundarstjóri tók til afgreiðslu án umræðu eins og um frávísunartillögu væri að ræða. Að áliti lögfræðinga er slík afgreiðsla á lagabreytingartillögu í meira lagi hæpin og í andstöðu við félagsrétt. Dagskrá aðalfundar FL er tilgreind í lögum félagsins eins og venja er í félagslögum. Þar af leiðandi hefur hún sérstakt vægi; henni verður ekki breytt með einfaldri dagskrártillögu, enda væri þá meirihluta fundarmanna í lófa lagið að slá tillögur minnihluta af borðinu. Það væri auðvitað gerræði og valdníðsla eins og hver maður sér. Þá er það í fullkominni andstöðu við fundarsköp að afgreiða dagskrármál sem hvorki hefur verið kynnt eða rætt með frávísun eins og fundarstjóri gerði. Á þessum aðalfundi Félags leiðsögumanna verður sennilega eingöngu kennt um handvömm fundarstjóra hvernig fór, því stjórn félagsins vill áreiðanlega ekki láta orða sig við gerræði og valdníðslu. Þá er það örugglega einnig handvömm hjá fundarstjóra að hann sjálfur greiddi dagskrártillögunni atkvæði fyrstur fundarmanna með handauppréttingu.Hlýtur að vera miður sín Stjórn Félags leiðsögumanna hlýtur að vera miður sín yfir því að þessi klaufalega fundarstjórn hafi orðið þess valdandi að mikilvægt hagsmunamál leiðsögumanna var slegið út af borði aðalfundar umræðulaust. Auðvitað vill stjórn FL að hagsmunamál leiðsögumanna séu rædd og reifuð og að öll sjónarmið, meirihluta sem minnihluta, fái að koma fram á fundum félagsins. Ég hef því sent stjórn Félags leiðsögumanna bréf og óskað að boðað verði til framhaldsaðalfundar 2016 við fyrsta tækifæri þar sem haldið verður áfram að ræða lagabreytingar í samræmi við lög félagsins um aðalfund og að þá verði rædd og afgreidd sú lagabreytingartillaga sem lögð var fyrir aðalfundinn. Ég er þess fullviss að stjórn Félags leiðsögumanna vill að félagið sé á hverjum tíma sem best í stakk búið til að sinna kjaramálum leiðsögumanna, að það standi vörð um menntun leiðsögumanna og sé marktækt afl í umræðu um stefnumótun ferðaþjónustu á Íslandi. Lagabreytingartillagan sem við félagar lögðum fyrir aðalfund er í fullu samræmi við það. Hún miðar að því að efla félagið og styrkja leiðsögumenn í starfi sínu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 25. febrúar sl. benti ég á nauðsyn þess að Félag leiðsögumanna yrði opnað öllum starfandi leiðsögumönnum enda væri það eina leiðin til að efla samtakamátt stéttarinnar. Leiðsögumenn þurfa samtakamátt til að bæta kjör sín, standa vörð um menntun innan greinarinnar og til að geta orðið marktækt afl í stefnumótun um ferðaþjónustu á Íslandi. Í þessu augnamiði lagði ég við annan mann á nýafstöðnum aðalfundi Félags leiðsögumanna þann 29. febrúar sl. fram með tilskildum fyrirvara tillögur til breytinga á lögum félagsins, sem miðuðu að því að efla það sem stéttarfélag og gera það meira aðlaðandi fyrir alla starfandi leiðsögumenn eins og eðlilegt á að vera um stéttarfélög. Þessar lagabreytingartillögur komu að segja má fram á hárréttum tíma, því nýlega hefur komið í ljós að engin námskrá um leiðsögunám er viðurkennd eða staðfest af ráðuneyti menntamála og þar með er grundvöllurinn fyrir tvískiptingu Félags leiðsögumanna í svonefnt fagfélag og stéttarfélag úr sögunni (sjá grein mína í Fréttablaðinu 17. mars sl.). Þar með hafa skapast forsendur til að vinna að menntunarmálum leiðsögumanna á nýjum grunni. Auk þess fengist sterkari samtakamáttur með því að fjöldi starfandi leiðsögumanna sem hingað til hefur ekki talið sig eiga erindi í Félag leiðsögumanna sæi félagið tilbúið til að breiða út faðm sinn til þeirra og bjóða þá velkomna til þátttöku í að efla samtök leiðsögumanna. En á aðalfundi Félags leiðsögumanna var lagabreytingartillaga okkar félaga slegin út af borðinu án kynningar og umræðu. Þegar kom að því að kynna átti lagabreytingartillögur okkar var borin var upp tillaga, kynnt sem dagskrártillaga en sem fundarstjóri tók til afgreiðslu án umræðu eins og um frávísunartillögu væri að ræða. Að áliti lögfræðinga er slík afgreiðsla á lagabreytingartillögu í meira lagi hæpin og í andstöðu við félagsrétt. Dagskrá aðalfundar FL er tilgreind í lögum félagsins eins og venja er í félagslögum. Þar af leiðandi hefur hún sérstakt vægi; henni verður ekki breytt með einfaldri dagskrártillögu, enda væri þá meirihluta fundarmanna í lófa lagið að slá tillögur minnihluta af borðinu. Það væri auðvitað gerræði og valdníðsla eins og hver maður sér. Þá er það í fullkominni andstöðu við fundarsköp að afgreiða dagskrármál sem hvorki hefur verið kynnt eða rætt með frávísun eins og fundarstjóri gerði. Á þessum aðalfundi Félags leiðsögumanna verður sennilega eingöngu kennt um handvömm fundarstjóra hvernig fór, því stjórn félagsins vill áreiðanlega ekki láta orða sig við gerræði og valdníðslu. Þá er það örugglega einnig handvömm hjá fundarstjóra að hann sjálfur greiddi dagskrártillögunni atkvæði fyrstur fundarmanna með handauppréttingu.Hlýtur að vera miður sín Stjórn Félags leiðsögumanna hlýtur að vera miður sín yfir því að þessi klaufalega fundarstjórn hafi orðið þess valdandi að mikilvægt hagsmunamál leiðsögumanna var slegið út af borði aðalfundar umræðulaust. Auðvitað vill stjórn FL að hagsmunamál leiðsögumanna séu rædd og reifuð og að öll sjónarmið, meirihluta sem minnihluta, fái að koma fram á fundum félagsins. Ég hef því sent stjórn Félags leiðsögumanna bréf og óskað að boðað verði til framhaldsaðalfundar 2016 við fyrsta tækifæri þar sem haldið verður áfram að ræða lagabreytingar í samræmi við lög félagsins um aðalfund og að þá verði rædd og afgreidd sú lagabreytingartillaga sem lögð var fyrir aðalfundinn. Ég er þess fullviss að stjórn Félags leiðsögumanna vill að félagið sé á hverjum tíma sem best í stakk búið til að sinna kjaramálum leiðsögumanna, að það standi vörð um menntun leiðsögumanna og sé marktækt afl í umræðu um stefnumótun ferðaþjónustu á Íslandi. Lagabreytingartillagan sem við félagar lögðum fyrir aðalfund er í fullu samræmi við það. Hún miðar að því að efla félagið og styrkja leiðsögumenn í starfi sínu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun