Erfitt að henda reiður á því sem er að gerast Birta Björnsdóttir skrifar 6. apríl 2016 14:15 Danskur blaðamaður segir Dani fylgjast grannt með gangi mála hér á landi og að fréttir frá Íslandi séu í aðalhlutverki í dönskum fréttatímum þessa dagana. Vísir Nafn Íslands og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar koma umtalsvert við sögu þegar erlendir fréttamiðlar eru skoðaðir þessa dagana. Kastljósið hefur beinst hingað til lands síðan á sunnudagskvöld og allir helstu miðlar Evrópu og Bandaríkjanna fjallað um þessa viðburðaríku daga í íslenskum stjórnmálum. Camilla Slyngborg er fréttamaður dönsku fréttastöðvarinnar TV2. Hún kom hingað til lands á mánudaginn var. „Rétt áður en mótmælin fóru af stað svo við komum á hárréttum tíma held ég,“ segir Camilla. Hún segist lítið hafa sofið síðan hún kom, nóg sé að gera við að átta sig á stöðu mála. „Ég verð að viðurkenna að atburðarásin er öll dálítið ruglingsleg. Það er mín upplifun eftir að hafa talað við fólk að það þyki þetta öllum talsvert ruglingslegt. Þetta með að forsætisráðherrann skrifar fyrst á Facebook síðu sína að hann muni rjúfa þing ef hann fái ekki stuðning samstarfsflokks síns. Svo er hann skyndilega kominn til forsetans sem neitar honum um það. Hann endar svo á að segja af sér, eða hvað? Því svo fengum við þessa fréttatilkynningu í gærkvöldi þar sem hann segist ekki hafa sagt af sér heldur aðeins stigið til hliðar í smá stund. Það er því aðeins erfitt að henda reiður á því hvað er að gerast,“ segir Camilla. „Það kom mér fyrst á óvart að bréfið væri á ensku, með því hefur hann greinilega vilja ná til erlendu fjölmiðlanna. Ég hugsaði því hvort forsætisráðherranum fyndist við fjölmiðlafólkið ekki vera með réttar staðreyndir málsins. En mér fannst það undarlegt að við fengum fyrst skilaboð um að forsætisráðherrann hefði sagt af sér en svo bréf þess efnis að hann hyggðist einungis stíga til hliðar um óskilgreindan tíma. Mér finnst það merkilegt og langar að fá svör við því hvað hann meinar nákvæmlega með þessu.“Hvað finnst dönsku þjóðinni um það sem er að gerast hér á landi? „Danska þjóðin sýnir þessu mikinn áhuga ekki síst vegna þess hve Danmörk og Ísland liggja þétt saman. Þetta hefur verið fyrsta frétt í fréttatímum okkar undanfarna daga það sem er að gerast á Íslandi. Ekki síst vegna þess að það er forsætisráðherrann sem um ræðir. Ég held bað danska þjóðin sitji nú bara og bíði þess hvað verður og hugsa líka hvernig væri ef þetta væri í Danmörku og ef um danska forsætisráðherrann væri að ræða. En við höfum mikinn áhuga á þessu í Danmörku,“ segir Camilla. Hún telur þó ekki að umfjöllun erlendra miðla komi til með að skaða orðspor Íslands. „Ég held að þetta komi ekki til með að skaða Ísland. Margir vilja koma til Íslands sem ferðamenn og ég held að það haldi áfram. Þetta er auðvitað fyrirferðarmikið núna en ég held að þegar ný ríkisstjórn tekur við völdum eða kosningar verða þá róist hlutirnir aftur. Ég held að þetta hafi ekki skaðað Ísland," segir Camilla. Panama-skjölin Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Nafn Íslands og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar koma umtalsvert við sögu þegar erlendir fréttamiðlar eru skoðaðir þessa dagana. Kastljósið hefur beinst hingað til lands síðan á sunnudagskvöld og allir helstu miðlar Evrópu og Bandaríkjanna fjallað um þessa viðburðaríku daga í íslenskum stjórnmálum. Camilla Slyngborg er fréttamaður dönsku fréttastöðvarinnar TV2. Hún kom hingað til lands á mánudaginn var. „Rétt áður en mótmælin fóru af stað svo við komum á hárréttum tíma held ég,“ segir Camilla. Hún segist lítið hafa sofið síðan hún kom, nóg sé að gera við að átta sig á stöðu mála. „Ég verð að viðurkenna að atburðarásin er öll dálítið ruglingsleg. Það er mín upplifun eftir að hafa talað við fólk að það þyki þetta öllum talsvert ruglingslegt. Þetta með að forsætisráðherrann skrifar fyrst á Facebook síðu sína að hann muni rjúfa þing ef hann fái ekki stuðning samstarfsflokks síns. Svo er hann skyndilega kominn til forsetans sem neitar honum um það. Hann endar svo á að segja af sér, eða hvað? Því svo fengum við þessa fréttatilkynningu í gærkvöldi þar sem hann segist ekki hafa sagt af sér heldur aðeins stigið til hliðar í smá stund. Það er því aðeins erfitt að henda reiður á því hvað er að gerast,“ segir Camilla. „Það kom mér fyrst á óvart að bréfið væri á ensku, með því hefur hann greinilega vilja ná til erlendu fjölmiðlanna. Ég hugsaði því hvort forsætisráðherranum fyndist við fjölmiðlafólkið ekki vera með réttar staðreyndir málsins. En mér fannst það undarlegt að við fengum fyrst skilaboð um að forsætisráðherrann hefði sagt af sér en svo bréf þess efnis að hann hyggðist einungis stíga til hliðar um óskilgreindan tíma. Mér finnst það merkilegt og langar að fá svör við því hvað hann meinar nákvæmlega með þessu.“Hvað finnst dönsku þjóðinni um það sem er að gerast hér á landi? „Danska þjóðin sýnir þessu mikinn áhuga ekki síst vegna þess hve Danmörk og Ísland liggja þétt saman. Þetta hefur verið fyrsta frétt í fréttatímum okkar undanfarna daga það sem er að gerast á Íslandi. Ekki síst vegna þess að það er forsætisráðherrann sem um ræðir. Ég held bað danska þjóðin sitji nú bara og bíði þess hvað verður og hugsa líka hvernig væri ef þetta væri í Danmörku og ef um danska forsætisráðherrann væri að ræða. En við höfum mikinn áhuga á þessu í Danmörku,“ segir Camilla. Hún telur þó ekki að umfjöllun erlendra miðla komi til með að skaða orðspor Íslands. „Ég held að þetta komi ekki til með að skaða Ísland. Margir vilja koma til Íslands sem ferðamenn og ég held að það haldi áfram. Þetta er auðvitað fyrirferðarmikið núna en ég held að þegar ný ríkisstjórn tekur við völdum eða kosningar verða þá róist hlutirnir aftur. Ég held að þetta hafi ekki skaðað Ísland," segir Camilla.
Panama-skjölin Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira