Við sleppum bara stærðfræðinni! Rannveig Óladóttir skrifar 7. apríl 2016 07:00 Skólastjórnendur í grunnskólum eru að skipuleggja næsta skólaár og þurfa að láta enda ná saman. Það vantar tíma og það vantar peninga. Í ónefndum skóla fá stjórnendur hugmynd: Við sleppum stærðfræðinni, þá fáum við meiri tíma fyrir aðrar greinar og við getum aukið sérkennsluna. Þessi ákvörðun vekur mikil viðbrögð. Foreldrar mótmæla, foreldraráð skólans heldur neyðarfund. Einstaka nemandi verður glaður í hjarta sínu en 10. bekkingar fara í mótmælagöngu og safna undirskriftum, enda vita allir að stærðfræðin hefur tvöfalt vægi þegar sótt er um í suma framhaldsskóla. Stærðfræðikennarar eru höggdofa og Kennarasambandið og skólayfirvöld skerast í leikinn. Væri þessi skóli í Reykjavík mundi Helgi Seljan fá nafna sinn Grímsson ásamt menntamálaráðherra í Kastljós. Náms- og starfsráðgjafinn í skólanum ónefnda, ræðir málið við skólastjórnendur og bendir þeim á hagsmuni nemenda og rétt þeirra til að læra stærðfræði eins og aðrar námsgreinar. Það er að segja ef það er náms- og starfsráðgjafi í skólanum. Sem er ekki alveg víst, þrátt fyrir að nemendur eigi rétt á þeirri þjónustu, alveg eins og þeir eiga rétt á að fá að læra stærðfræði. Náms- og starfsráðgjafi á að vera til staðar, sem hluti af lögbundinni sérfræðiþjónustu skóla, frá því að nemendur byrja í 1. bekk. Hann er trúnaðarmaður og talsmaður nemenda sem vinnur með öðru starfsfólki skólans og foreldrum að vellíðan og velgengni barnanna í skólanum.Réttur brotinn á nemendum Þrátt fyrir grunnskólalög (13. grein) og ákvæði í aðalnámskrá grunnskóla benda niðurstöður könnunar sem gerð var í grunnskólum landsins á síðasta skólaári til þess að í u.þ.b. þriðjungi grunnskóla sé ekki náms- og starfsráðgjafi. Þar að auki er algengt að náms- og starfsráðgjöfum sé ætlað að sinna alltof mörgum nemendum, en æskilegt er talið að hlutfallið sé 300 nemendur á ráðgjafa í fullu starfi. Eins og gefur að skilja hafa náms- og starfsráðgjafar sérmenntun á sínu sviði. Námsbraut í námsráðgjöf var stofnuð við Háskóla Íslands árið 1990. Brautin er nú tveggja ára framhaldsnám sem lýkur með meistaraprófi. Námið er í takt við það sem best gerist í menntun náms- og starfsráðgjafa í Evrópu og Norður-Ameríku. Starfsheitið náms- og starfsráðgjafi hefur verið lögverndað síðan 2009. Í þriðjungi þeirra skóla sem hafa náms- og starfsráðgjafa hafa skólastjórnendur eigi að síður ráðið aðra til að sinna starfinu, þar á meðal er leikskólakennari, þroskaþjálfi, iðjuþjálfi, sálfræðingur, sérkennari, almennur kennari, félagsráðgjafi og fyrrum skólastjórnandi. Auk þess vilja fleiri hasla sér völl í grunnskólum, svo sem félagsráðgjafar og markþjálfar. Vera má að þeir eigi fullt erindi en fyrst ættu skólar að uppfylla lagaskyldu sína um þjónustu náms- og starfsráðgjafa.Hvað er til ráða? Foreldrar og forráðamenn gætu orðið áhrifaríkur þrýstihópur ef þeir settu fram kröfur til skólastjórnenda um að réttur barna þeirra til þjónustu náms- og starfsráðgjafa verði virtur. Vandinn er sá að þar sem þessa þjónustu er ekki að finna þekkja foreldrar lítið til hennar og vita þar af leiðandi ekki hvað þeir og börn þeirra fara á mis við. Kennarasambandið og Skólastjórafélagið ættu að láta sig málið varða. Um er að ræða hagsmunamál fyrir grunnskólanemendur, sem þarf að berjast fyrir. Náms- og starfsráðgjafar í grunnskólum eru þar að auki félagar í Kennarasambandinu, sem hingað til hefur sýnt þessum málaflokki lítinn áhuga. Menntamálaráðuneytið hefur látið semja nokkrar skýrslur um málið og stungið þeim svo ofan í skúffu. Sú leið er fullreynd og árangurslítil. Það þarf að grípa til aðgerða og gera skólastjórnendum skylt að ráða náms- og starfsráðgjafa og ganga úr skugga um að viðkomandi hafi tilskylda menntun. Eitt er víst, fagurgali í hátíðaræðum um gildi náms- og starfsráðgjafar hefur lítið að segja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Skólastjórnendur í grunnskólum eru að skipuleggja næsta skólaár og þurfa að láta enda ná saman. Það vantar tíma og það vantar peninga. Í ónefndum skóla fá stjórnendur hugmynd: Við sleppum stærðfræðinni, þá fáum við meiri tíma fyrir aðrar greinar og við getum aukið sérkennsluna. Þessi ákvörðun vekur mikil viðbrögð. Foreldrar mótmæla, foreldraráð skólans heldur neyðarfund. Einstaka nemandi verður glaður í hjarta sínu en 10. bekkingar fara í mótmælagöngu og safna undirskriftum, enda vita allir að stærðfræðin hefur tvöfalt vægi þegar sótt er um í suma framhaldsskóla. Stærðfræðikennarar eru höggdofa og Kennarasambandið og skólayfirvöld skerast í leikinn. Væri þessi skóli í Reykjavík mundi Helgi Seljan fá nafna sinn Grímsson ásamt menntamálaráðherra í Kastljós. Náms- og starfsráðgjafinn í skólanum ónefnda, ræðir málið við skólastjórnendur og bendir þeim á hagsmuni nemenda og rétt þeirra til að læra stærðfræði eins og aðrar námsgreinar. Það er að segja ef það er náms- og starfsráðgjafi í skólanum. Sem er ekki alveg víst, þrátt fyrir að nemendur eigi rétt á þeirri þjónustu, alveg eins og þeir eiga rétt á að fá að læra stærðfræði. Náms- og starfsráðgjafi á að vera til staðar, sem hluti af lögbundinni sérfræðiþjónustu skóla, frá því að nemendur byrja í 1. bekk. Hann er trúnaðarmaður og talsmaður nemenda sem vinnur með öðru starfsfólki skólans og foreldrum að vellíðan og velgengni barnanna í skólanum.Réttur brotinn á nemendum Þrátt fyrir grunnskólalög (13. grein) og ákvæði í aðalnámskrá grunnskóla benda niðurstöður könnunar sem gerð var í grunnskólum landsins á síðasta skólaári til þess að í u.þ.b. þriðjungi grunnskóla sé ekki náms- og starfsráðgjafi. Þar að auki er algengt að náms- og starfsráðgjöfum sé ætlað að sinna alltof mörgum nemendum, en æskilegt er talið að hlutfallið sé 300 nemendur á ráðgjafa í fullu starfi. Eins og gefur að skilja hafa náms- og starfsráðgjafar sérmenntun á sínu sviði. Námsbraut í námsráðgjöf var stofnuð við Háskóla Íslands árið 1990. Brautin er nú tveggja ára framhaldsnám sem lýkur með meistaraprófi. Námið er í takt við það sem best gerist í menntun náms- og starfsráðgjafa í Evrópu og Norður-Ameríku. Starfsheitið náms- og starfsráðgjafi hefur verið lögverndað síðan 2009. Í þriðjungi þeirra skóla sem hafa náms- og starfsráðgjafa hafa skólastjórnendur eigi að síður ráðið aðra til að sinna starfinu, þar á meðal er leikskólakennari, þroskaþjálfi, iðjuþjálfi, sálfræðingur, sérkennari, almennur kennari, félagsráðgjafi og fyrrum skólastjórnandi. Auk þess vilja fleiri hasla sér völl í grunnskólum, svo sem félagsráðgjafar og markþjálfar. Vera má að þeir eigi fullt erindi en fyrst ættu skólar að uppfylla lagaskyldu sína um þjónustu náms- og starfsráðgjafa.Hvað er til ráða? Foreldrar og forráðamenn gætu orðið áhrifaríkur þrýstihópur ef þeir settu fram kröfur til skólastjórnenda um að réttur barna þeirra til þjónustu náms- og starfsráðgjafa verði virtur. Vandinn er sá að þar sem þessa þjónustu er ekki að finna þekkja foreldrar lítið til hennar og vita þar af leiðandi ekki hvað þeir og börn þeirra fara á mis við. Kennarasambandið og Skólastjórafélagið ættu að láta sig málið varða. Um er að ræða hagsmunamál fyrir grunnskólanemendur, sem þarf að berjast fyrir. Náms- og starfsráðgjafar í grunnskólum eru þar að auki félagar í Kennarasambandinu, sem hingað til hefur sýnt þessum málaflokki lítinn áhuga. Menntamálaráðuneytið hefur látið semja nokkrar skýrslur um málið og stungið þeim svo ofan í skúffu. Sú leið er fullreynd og árangurslítil. Það þarf að grípa til aðgerða og gera skólastjórnendum skylt að ráða náms- og starfsráðgjafa og ganga úr skugga um að viðkomandi hafi tilskylda menntun. Eitt er víst, fagurgali í hátíðaræðum um gildi náms- og starfsráðgjafar hefur lítið að segja.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar