Við sleppum bara stærðfræðinni! Rannveig Óladóttir skrifar 7. apríl 2016 07:00 Skólastjórnendur í grunnskólum eru að skipuleggja næsta skólaár og þurfa að láta enda ná saman. Það vantar tíma og það vantar peninga. Í ónefndum skóla fá stjórnendur hugmynd: Við sleppum stærðfræðinni, þá fáum við meiri tíma fyrir aðrar greinar og við getum aukið sérkennsluna. Þessi ákvörðun vekur mikil viðbrögð. Foreldrar mótmæla, foreldraráð skólans heldur neyðarfund. Einstaka nemandi verður glaður í hjarta sínu en 10. bekkingar fara í mótmælagöngu og safna undirskriftum, enda vita allir að stærðfræðin hefur tvöfalt vægi þegar sótt er um í suma framhaldsskóla. Stærðfræðikennarar eru höggdofa og Kennarasambandið og skólayfirvöld skerast í leikinn. Væri þessi skóli í Reykjavík mundi Helgi Seljan fá nafna sinn Grímsson ásamt menntamálaráðherra í Kastljós. Náms- og starfsráðgjafinn í skólanum ónefnda, ræðir málið við skólastjórnendur og bendir þeim á hagsmuni nemenda og rétt þeirra til að læra stærðfræði eins og aðrar námsgreinar. Það er að segja ef það er náms- og starfsráðgjafi í skólanum. Sem er ekki alveg víst, þrátt fyrir að nemendur eigi rétt á þeirri þjónustu, alveg eins og þeir eiga rétt á að fá að læra stærðfræði. Náms- og starfsráðgjafi á að vera til staðar, sem hluti af lögbundinni sérfræðiþjónustu skóla, frá því að nemendur byrja í 1. bekk. Hann er trúnaðarmaður og talsmaður nemenda sem vinnur með öðru starfsfólki skólans og foreldrum að vellíðan og velgengni barnanna í skólanum.Réttur brotinn á nemendum Þrátt fyrir grunnskólalög (13. grein) og ákvæði í aðalnámskrá grunnskóla benda niðurstöður könnunar sem gerð var í grunnskólum landsins á síðasta skólaári til þess að í u.þ.b. þriðjungi grunnskóla sé ekki náms- og starfsráðgjafi. Þar að auki er algengt að náms- og starfsráðgjöfum sé ætlað að sinna alltof mörgum nemendum, en æskilegt er talið að hlutfallið sé 300 nemendur á ráðgjafa í fullu starfi. Eins og gefur að skilja hafa náms- og starfsráðgjafar sérmenntun á sínu sviði. Námsbraut í námsráðgjöf var stofnuð við Háskóla Íslands árið 1990. Brautin er nú tveggja ára framhaldsnám sem lýkur með meistaraprófi. Námið er í takt við það sem best gerist í menntun náms- og starfsráðgjafa í Evrópu og Norður-Ameríku. Starfsheitið náms- og starfsráðgjafi hefur verið lögverndað síðan 2009. Í þriðjungi þeirra skóla sem hafa náms- og starfsráðgjafa hafa skólastjórnendur eigi að síður ráðið aðra til að sinna starfinu, þar á meðal er leikskólakennari, þroskaþjálfi, iðjuþjálfi, sálfræðingur, sérkennari, almennur kennari, félagsráðgjafi og fyrrum skólastjórnandi. Auk þess vilja fleiri hasla sér völl í grunnskólum, svo sem félagsráðgjafar og markþjálfar. Vera má að þeir eigi fullt erindi en fyrst ættu skólar að uppfylla lagaskyldu sína um þjónustu náms- og starfsráðgjafa.Hvað er til ráða? Foreldrar og forráðamenn gætu orðið áhrifaríkur þrýstihópur ef þeir settu fram kröfur til skólastjórnenda um að réttur barna þeirra til þjónustu náms- og starfsráðgjafa verði virtur. Vandinn er sá að þar sem þessa þjónustu er ekki að finna þekkja foreldrar lítið til hennar og vita þar af leiðandi ekki hvað þeir og börn þeirra fara á mis við. Kennarasambandið og Skólastjórafélagið ættu að láta sig málið varða. Um er að ræða hagsmunamál fyrir grunnskólanemendur, sem þarf að berjast fyrir. Náms- og starfsráðgjafar í grunnskólum eru þar að auki félagar í Kennarasambandinu, sem hingað til hefur sýnt þessum málaflokki lítinn áhuga. Menntamálaráðuneytið hefur látið semja nokkrar skýrslur um málið og stungið þeim svo ofan í skúffu. Sú leið er fullreynd og árangurslítil. Það þarf að grípa til aðgerða og gera skólastjórnendum skylt að ráða náms- og starfsráðgjafa og ganga úr skugga um að viðkomandi hafi tilskylda menntun. Eitt er víst, fagurgali í hátíðaræðum um gildi náms- og starfsráðgjafar hefur lítið að segja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Skólastjórnendur í grunnskólum eru að skipuleggja næsta skólaár og þurfa að láta enda ná saman. Það vantar tíma og það vantar peninga. Í ónefndum skóla fá stjórnendur hugmynd: Við sleppum stærðfræðinni, þá fáum við meiri tíma fyrir aðrar greinar og við getum aukið sérkennsluna. Þessi ákvörðun vekur mikil viðbrögð. Foreldrar mótmæla, foreldraráð skólans heldur neyðarfund. Einstaka nemandi verður glaður í hjarta sínu en 10. bekkingar fara í mótmælagöngu og safna undirskriftum, enda vita allir að stærðfræðin hefur tvöfalt vægi þegar sótt er um í suma framhaldsskóla. Stærðfræðikennarar eru höggdofa og Kennarasambandið og skólayfirvöld skerast í leikinn. Væri þessi skóli í Reykjavík mundi Helgi Seljan fá nafna sinn Grímsson ásamt menntamálaráðherra í Kastljós. Náms- og starfsráðgjafinn í skólanum ónefnda, ræðir málið við skólastjórnendur og bendir þeim á hagsmuni nemenda og rétt þeirra til að læra stærðfræði eins og aðrar námsgreinar. Það er að segja ef það er náms- og starfsráðgjafi í skólanum. Sem er ekki alveg víst, þrátt fyrir að nemendur eigi rétt á þeirri þjónustu, alveg eins og þeir eiga rétt á að fá að læra stærðfræði. Náms- og starfsráðgjafi á að vera til staðar, sem hluti af lögbundinni sérfræðiþjónustu skóla, frá því að nemendur byrja í 1. bekk. Hann er trúnaðarmaður og talsmaður nemenda sem vinnur með öðru starfsfólki skólans og foreldrum að vellíðan og velgengni barnanna í skólanum.Réttur brotinn á nemendum Þrátt fyrir grunnskólalög (13. grein) og ákvæði í aðalnámskrá grunnskóla benda niðurstöður könnunar sem gerð var í grunnskólum landsins á síðasta skólaári til þess að í u.þ.b. þriðjungi grunnskóla sé ekki náms- og starfsráðgjafi. Þar að auki er algengt að náms- og starfsráðgjöfum sé ætlað að sinna alltof mörgum nemendum, en æskilegt er talið að hlutfallið sé 300 nemendur á ráðgjafa í fullu starfi. Eins og gefur að skilja hafa náms- og starfsráðgjafar sérmenntun á sínu sviði. Námsbraut í námsráðgjöf var stofnuð við Háskóla Íslands árið 1990. Brautin er nú tveggja ára framhaldsnám sem lýkur með meistaraprófi. Námið er í takt við það sem best gerist í menntun náms- og starfsráðgjafa í Evrópu og Norður-Ameríku. Starfsheitið náms- og starfsráðgjafi hefur verið lögverndað síðan 2009. Í þriðjungi þeirra skóla sem hafa náms- og starfsráðgjafa hafa skólastjórnendur eigi að síður ráðið aðra til að sinna starfinu, þar á meðal er leikskólakennari, þroskaþjálfi, iðjuþjálfi, sálfræðingur, sérkennari, almennur kennari, félagsráðgjafi og fyrrum skólastjórnandi. Auk þess vilja fleiri hasla sér völl í grunnskólum, svo sem félagsráðgjafar og markþjálfar. Vera má að þeir eigi fullt erindi en fyrst ættu skólar að uppfylla lagaskyldu sína um þjónustu náms- og starfsráðgjafa.Hvað er til ráða? Foreldrar og forráðamenn gætu orðið áhrifaríkur þrýstihópur ef þeir settu fram kröfur til skólastjórnenda um að réttur barna þeirra til þjónustu náms- og starfsráðgjafa verði virtur. Vandinn er sá að þar sem þessa þjónustu er ekki að finna þekkja foreldrar lítið til hennar og vita þar af leiðandi ekki hvað þeir og börn þeirra fara á mis við. Kennarasambandið og Skólastjórafélagið ættu að láta sig málið varða. Um er að ræða hagsmunamál fyrir grunnskólanemendur, sem þarf að berjast fyrir. Náms- og starfsráðgjafar í grunnskólum eru þar að auki félagar í Kennarasambandinu, sem hingað til hefur sýnt þessum málaflokki lítinn áhuga. Menntamálaráðuneytið hefur látið semja nokkrar skýrslur um málið og stungið þeim svo ofan í skúffu. Sú leið er fullreynd og árangurslítil. Það þarf að grípa til aðgerða og gera skólastjórnendum skylt að ráða náms- og starfsráðgjafa og ganga úr skugga um að viðkomandi hafi tilskylda menntun. Eitt er víst, fagurgali í hátíðaræðum um gildi náms- og starfsráðgjafar hefur lítið að segja.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun