FME fylgist með lekanum og sendir bönkunum fyrirspurn Óli Kr. Ármannsson skrifar 9. apríl 2016 07:00 Fjármálaeftirlitið er í háhýsinu við Katrínartún 2 í Reykjavík. Fréttablaðið/GVA Fjármálaeftirlitið (FME) hefur sent íslensku viðskiptabönkunum erindi þar sem óskað er eftir upplýsingum um hvort þeir bjóði þjónustu þar sem viðskiptavinir eru aðstoðaðir við að koma fjármunum fyrir í aflandsfélögum. Í svari FME við eftirgrennslan blaðsins kemur fram að stofnunin geti ekki upplýst um einstaka eftirlitsskylda aðila, en hafi enga ástæðu til að ætla að fjármálastofnanir hér hafi gengið fram með þeim hætti. Breska fjármálaeftirlitið (Financial Conduct Authority, FCA) hefur einnig brugðist við, að því er fram kemur á fréttavef The Guardian í gær og gefið bönkum og fjármálafyrirtækjum þar í landi vikufrest til að afhenda öll gögn um viðskipti þeirra við panamísku lögfræðistofuna Mossack Fonseca, en á sunnudag var tekið að birta upplýsingar úr skjölum sem láku frá stofunni. Í svari stóru bankanna þriggja til Markaðarins á miðvikudag kemur fram að frá því þeir voru stofnaðir haustið 2008 hafi þeir ekki aðstoðað einstaklinga eða lögaðila við að stofna reikninga eða félög á aflandssvæðum.Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri FMEJón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri FME, sem í gær var á ferðalagi erlendis, sagði í viðtali við RÚV á fimmtudag að auk þess að kalla eftir svörum frá bönkunum muni stofnunin grennslast fyrir um innihald Panama-skjalanna. Fjármálastofnunum sé skylt, að viðlögðum refsingum, að greina FME satt og rétt frá, en einnig verði fylgst með því hvort eitthvað úr gagnalekanum eigi við um íslensk fjármálafyrirtæki. Gagnalekanum hefur verið lýst sem einhverjum umfangsmesta gagnaleka sem upp hefur komið í heiminum, en um er að ræða 11,5 milljónir skjala sem tengjast leynireikningum og félögum í eigu auðmanna, stjórnmálamanna og fólks með tengsl við skipulagða glæpastarfsemi víða um heim. Fram hefur komið að í gögnum þeim sem láku frá panamísku lögfræðistofunni Mossack Fonseca, sé að finna upplýsingar um 800 aflandsfélög í eigu um 600 einstaklinga eða lögaðila hér á landi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson lét í vikunni af starfi forsætisráðherra vegna uppljóstrana úr gögnunum, en í þeim er einnig að finna félög sem tengjast Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og Ólöfu Nordal innanríkisráðherra.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. apríl. Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Fjármálaeftirlitið (FME) hefur sent íslensku viðskiptabönkunum erindi þar sem óskað er eftir upplýsingum um hvort þeir bjóði þjónustu þar sem viðskiptavinir eru aðstoðaðir við að koma fjármunum fyrir í aflandsfélögum. Í svari FME við eftirgrennslan blaðsins kemur fram að stofnunin geti ekki upplýst um einstaka eftirlitsskylda aðila, en hafi enga ástæðu til að ætla að fjármálastofnanir hér hafi gengið fram með þeim hætti. Breska fjármálaeftirlitið (Financial Conduct Authority, FCA) hefur einnig brugðist við, að því er fram kemur á fréttavef The Guardian í gær og gefið bönkum og fjármálafyrirtækjum þar í landi vikufrest til að afhenda öll gögn um viðskipti þeirra við panamísku lögfræðistofuna Mossack Fonseca, en á sunnudag var tekið að birta upplýsingar úr skjölum sem láku frá stofunni. Í svari stóru bankanna þriggja til Markaðarins á miðvikudag kemur fram að frá því þeir voru stofnaðir haustið 2008 hafi þeir ekki aðstoðað einstaklinga eða lögaðila við að stofna reikninga eða félög á aflandssvæðum.Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri FMEJón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri FME, sem í gær var á ferðalagi erlendis, sagði í viðtali við RÚV á fimmtudag að auk þess að kalla eftir svörum frá bönkunum muni stofnunin grennslast fyrir um innihald Panama-skjalanna. Fjármálastofnunum sé skylt, að viðlögðum refsingum, að greina FME satt og rétt frá, en einnig verði fylgst með því hvort eitthvað úr gagnalekanum eigi við um íslensk fjármálafyrirtæki. Gagnalekanum hefur verið lýst sem einhverjum umfangsmesta gagnaleka sem upp hefur komið í heiminum, en um er að ræða 11,5 milljónir skjala sem tengjast leynireikningum og félögum í eigu auðmanna, stjórnmálamanna og fólks með tengsl við skipulagða glæpastarfsemi víða um heim. Fram hefur komið að í gögnum þeim sem láku frá panamísku lögfræðistofunni Mossack Fonseca, sé að finna upplýsingar um 800 aflandsfélög í eigu um 600 einstaklinga eða lögaðila hér á landi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson lét í vikunni af starfi forsætisráðherra vegna uppljóstrana úr gögnunum, en í þeim er einnig að finna félög sem tengjast Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og Ólöfu Nordal innanríkisráðherra.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. apríl.
Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira