Maður þarf að leggja smá á sig til að ná árangri Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. mars 2016 13:15 Katrín Agla Tómasdóttir segir spurningakeppni í Hagaskóla hafa espað upp í henni frettablaðið/hanna Vísir/Hanna „Ég var í spurningaliði Hagaskóla þegar ég var í 10. bekk, það var ágætur undirbúningur og espaði upp keppnisandann í mér. Svo var ég liðsstjóri í MR í fyrra, svo það var næsta skref að reyna að komast inn í liðið,“ segir Katrín Agla Tómasdóttir, einn þriggja keppenda Menntaskólans í Reykjavík sem unnu Gettu betur þetta árið með glans. Katrín Agla er á öðru ári í MR og verður þar tvö ár í viðbót en þarf að finna sér nýja fylgismenn í keppnina að ári því hinir eru að útskrifast. „Því miður,“ segir hún „En það eru alltaf liðsstjórar að hjálpa okkur á æfingum og þeir gætu komið inn.“ En hvernig fer hún að því að vita alla skapaða hluti? „Ég reyni að fylgjast vel með fréttum, það er örugglega það mikilvægasta,“ segir hún og henni er kurteislega bent á að tæplega læri hún að þekkja hljóðin í vaðfuglinum jaðrakan þar. „Nei, það er grúskað inn á milli,“ segir hún hlæjandi. Nú vil ég vita hverra manna daman er. „Anna Guðmundsdóttir, kennari í Melaskóla, er mamma mín og Tómas Sigurðsson, lögfræðingur í Íslandsbanka, pabbi minn,“ upplýsir hún og er spurð hvort hún sé sjálf farin að velta fyrir sér framtíðarbraut. „Ég hugsa að ég fari í háskólann í verkfræði. Það er það sem heillar mig mest núna en veit samt ekki alveg hvað verður.“ Í sumar kveðst Katrín Agla að öllum líkindum vinna í Vínberinu á Laugavegi. „Ég var þar í fyrrasumar og það er rosalega góður vinnustaður. Reyndar er það að fara í gegnum breytingar núna og verður opnað sem ný búð í júní,“ segir hún. „Miðbæjarrotta? Ég er náttúrlega í MR sem er í hjarta borgarinnar og bý í Vesturbænum svo ég er ansi mikið í miðbænum. Pabbi býr reyndar í Grafarvoginum svo ég fer stöku sinnum upp fyrir Elliðaár,“ segir hún glaðlega og kveðst líka hafa dálæti á Vestfjörðum. Nú tekur okkar kona lífinu með ró og situr á kaffihúsi með vinum sínum niðri í bæ enda er komið langþráð páskafrí. Viðurkennir að undirbúningur keppnanna hafi kostað talsverða yfirlegu. „Maður þarf alltaf að leggja smá á sig til að ganga vel og ná árangri.“Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. mars. Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira
„Ég var í spurningaliði Hagaskóla þegar ég var í 10. bekk, það var ágætur undirbúningur og espaði upp keppnisandann í mér. Svo var ég liðsstjóri í MR í fyrra, svo það var næsta skref að reyna að komast inn í liðið,“ segir Katrín Agla Tómasdóttir, einn þriggja keppenda Menntaskólans í Reykjavík sem unnu Gettu betur þetta árið með glans. Katrín Agla er á öðru ári í MR og verður þar tvö ár í viðbót en þarf að finna sér nýja fylgismenn í keppnina að ári því hinir eru að útskrifast. „Því miður,“ segir hún „En það eru alltaf liðsstjórar að hjálpa okkur á æfingum og þeir gætu komið inn.“ En hvernig fer hún að því að vita alla skapaða hluti? „Ég reyni að fylgjast vel með fréttum, það er örugglega það mikilvægasta,“ segir hún og henni er kurteislega bent á að tæplega læri hún að þekkja hljóðin í vaðfuglinum jaðrakan þar. „Nei, það er grúskað inn á milli,“ segir hún hlæjandi. Nú vil ég vita hverra manna daman er. „Anna Guðmundsdóttir, kennari í Melaskóla, er mamma mín og Tómas Sigurðsson, lögfræðingur í Íslandsbanka, pabbi minn,“ upplýsir hún og er spurð hvort hún sé sjálf farin að velta fyrir sér framtíðarbraut. „Ég hugsa að ég fari í háskólann í verkfræði. Það er það sem heillar mig mest núna en veit samt ekki alveg hvað verður.“ Í sumar kveðst Katrín Agla að öllum líkindum vinna í Vínberinu á Laugavegi. „Ég var þar í fyrrasumar og það er rosalega góður vinnustaður. Reyndar er það að fara í gegnum breytingar núna og verður opnað sem ný búð í júní,“ segir hún. „Miðbæjarrotta? Ég er náttúrlega í MR sem er í hjarta borgarinnar og bý í Vesturbænum svo ég er ansi mikið í miðbænum. Pabbi býr reyndar í Grafarvoginum svo ég fer stöku sinnum upp fyrir Elliðaár,“ segir hún glaðlega og kveðst líka hafa dálæti á Vestfjörðum. Nú tekur okkar kona lífinu með ró og situr á kaffihúsi með vinum sínum niðri í bæ enda er komið langþráð páskafrí. Viðurkennir að undirbúningur keppnanna hafi kostað talsverða yfirlegu. „Maður þarf alltaf að leggja smá á sig til að ganga vel og ná árangri.“Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. mars.
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira