Maður þarf að leggja smá á sig til að ná árangri Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. mars 2016 13:15 Katrín Agla Tómasdóttir segir spurningakeppni í Hagaskóla hafa espað upp í henni frettablaðið/hanna Vísir/Hanna „Ég var í spurningaliði Hagaskóla þegar ég var í 10. bekk, það var ágætur undirbúningur og espaði upp keppnisandann í mér. Svo var ég liðsstjóri í MR í fyrra, svo það var næsta skref að reyna að komast inn í liðið,“ segir Katrín Agla Tómasdóttir, einn þriggja keppenda Menntaskólans í Reykjavík sem unnu Gettu betur þetta árið með glans. Katrín Agla er á öðru ári í MR og verður þar tvö ár í viðbót en þarf að finna sér nýja fylgismenn í keppnina að ári því hinir eru að útskrifast. „Því miður,“ segir hún „En það eru alltaf liðsstjórar að hjálpa okkur á æfingum og þeir gætu komið inn.“ En hvernig fer hún að því að vita alla skapaða hluti? „Ég reyni að fylgjast vel með fréttum, það er örugglega það mikilvægasta,“ segir hún og henni er kurteislega bent á að tæplega læri hún að þekkja hljóðin í vaðfuglinum jaðrakan þar. „Nei, það er grúskað inn á milli,“ segir hún hlæjandi. Nú vil ég vita hverra manna daman er. „Anna Guðmundsdóttir, kennari í Melaskóla, er mamma mín og Tómas Sigurðsson, lögfræðingur í Íslandsbanka, pabbi minn,“ upplýsir hún og er spurð hvort hún sé sjálf farin að velta fyrir sér framtíðarbraut. „Ég hugsa að ég fari í háskólann í verkfræði. Það er það sem heillar mig mest núna en veit samt ekki alveg hvað verður.“ Í sumar kveðst Katrín Agla að öllum líkindum vinna í Vínberinu á Laugavegi. „Ég var þar í fyrrasumar og það er rosalega góður vinnustaður. Reyndar er það að fara í gegnum breytingar núna og verður opnað sem ný búð í júní,“ segir hún. „Miðbæjarrotta? Ég er náttúrlega í MR sem er í hjarta borgarinnar og bý í Vesturbænum svo ég er ansi mikið í miðbænum. Pabbi býr reyndar í Grafarvoginum svo ég fer stöku sinnum upp fyrir Elliðaár,“ segir hún glaðlega og kveðst líka hafa dálæti á Vestfjörðum. Nú tekur okkar kona lífinu með ró og situr á kaffihúsi með vinum sínum niðri í bæ enda er komið langþráð páskafrí. Viðurkennir að undirbúningur keppnanna hafi kostað talsverða yfirlegu. „Maður þarf alltaf að leggja smá á sig til að ganga vel og ná árangri.“Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. mars. Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fleiri fréttir Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Sjá meira
„Ég var í spurningaliði Hagaskóla þegar ég var í 10. bekk, það var ágætur undirbúningur og espaði upp keppnisandann í mér. Svo var ég liðsstjóri í MR í fyrra, svo það var næsta skref að reyna að komast inn í liðið,“ segir Katrín Agla Tómasdóttir, einn þriggja keppenda Menntaskólans í Reykjavík sem unnu Gettu betur þetta árið með glans. Katrín Agla er á öðru ári í MR og verður þar tvö ár í viðbót en þarf að finna sér nýja fylgismenn í keppnina að ári því hinir eru að útskrifast. „Því miður,“ segir hún „En það eru alltaf liðsstjórar að hjálpa okkur á æfingum og þeir gætu komið inn.“ En hvernig fer hún að því að vita alla skapaða hluti? „Ég reyni að fylgjast vel með fréttum, það er örugglega það mikilvægasta,“ segir hún og henni er kurteislega bent á að tæplega læri hún að þekkja hljóðin í vaðfuglinum jaðrakan þar. „Nei, það er grúskað inn á milli,“ segir hún hlæjandi. Nú vil ég vita hverra manna daman er. „Anna Guðmundsdóttir, kennari í Melaskóla, er mamma mín og Tómas Sigurðsson, lögfræðingur í Íslandsbanka, pabbi minn,“ upplýsir hún og er spurð hvort hún sé sjálf farin að velta fyrir sér framtíðarbraut. „Ég hugsa að ég fari í háskólann í verkfræði. Það er það sem heillar mig mest núna en veit samt ekki alveg hvað verður.“ Í sumar kveðst Katrín Agla að öllum líkindum vinna í Vínberinu á Laugavegi. „Ég var þar í fyrrasumar og það er rosalega góður vinnustaður. Reyndar er það að fara í gegnum breytingar núna og verður opnað sem ný búð í júní,“ segir hún. „Miðbæjarrotta? Ég er náttúrlega í MR sem er í hjarta borgarinnar og bý í Vesturbænum svo ég er ansi mikið í miðbænum. Pabbi býr reyndar í Grafarvoginum svo ég fer stöku sinnum upp fyrir Elliðaár,“ segir hún glaðlega og kveðst líka hafa dálæti á Vestfjörðum. Nú tekur okkar kona lífinu með ró og situr á kaffihúsi með vinum sínum niðri í bæ enda er komið langþráð páskafrí. Viðurkennir að undirbúningur keppnanna hafi kostað talsverða yfirlegu. „Maður þarf alltaf að leggja smá á sig til að ganga vel og ná árangri.“Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. mars.
Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fleiri fréttir Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Sjá meira